Þytur - Lógó

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: Þytur - Lógó

Póstur eftir benedikt »

Hér eru PDF srkár með Þyts logoinu, ég bjó það til svo hægt sé að skala það, ekki vænlegt að nota bitmap (gif/jpg..)

ath, þetta er vætnanlega ekki "official" logoið - ég bjó það til eftir pínulítilli GIF mynd.

Lit: http://www.rc.is/thytur/thytur.pdf

Svarthvítt http://www.rc.is/thytur/thytur_sh.pdf
If you ain't crashing, you ain't trying !
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Þytur - Lógó

Póstur eftir Sverrir »

Flottur! :)

Offi og stjórnin voru líka komin í einhverjar pælingar með merkjamálin.
Spurning hvort það sé frá einhverju að segja á þeim vígstöðvum?
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Þytur - Lógó

Póstur eftir Björn G Leifsson »

áttu þetta á EPS eða öðru vektor-formi??
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Þytur - Lógó

Póstur eftir Haraldur »

pdf er ekki gott geymslu format fyrir myndir.
Þegar vistað er á pdf þá kompressar það allar myndir og þær geta orðið móðulegar og smáatriði hverfa.

Betra er einhvert vektor format eða png.
Einnig er gott að teikna myndina í yfirstærð, því það er betra að skala niður enn upp.
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: Þytur - Lógó

Póstur eftir benedikt »

Þetta er gert í Adobe Illustrator

Þú getur stækkað og minkað þetta PDF skjal endalaust

PDF formattið geymir allar vector upplýsingar, og er því hægt að skala endalaust án þess að tapa gæðum, ég veit ekki hvort það sé almennt, en allavega þegar Illustrator er notaður - þá er það raunin. Þið sjáið það ef þið leikið ykkur með þessa mynd.

Þetta er einn helsti kostur og ókostur við PDF, þ.e. þetta logo er mjög einfaldur vector, en stundum setja menn gríðarlega flókna vector grafík í PDF, og er því geta PDF skjöl verið mjög þung að vinna með.

- Benni
If you ain't crashing, you ain't trying !
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Þytur - Lógó

Póstur eftir Agust »

Prentsmiðjur eru mjög ánægðar ef þær fá gögn sem pdf. Þá er áríðandi að gera skjalið rétt svo það henti fyrir hágæða prentun.

Það eru helst ljósmyndir (bitmap) sem skalast illa sem pdf, þ.e ef ekki er hugað að stillingum. Þegar búið er til pdf skjal er hægt að velja High Quality (og fleira) í Preferences. Þá varðveitast bitmap upplýsingar miklu betur en þegar Standard stillingin (sjálfgefin) er notuð. Stærra og þyngra skjal auðvitað.

Svo má prófa að opna pdf skjöl í Photoshop og breyta í jpg eða gif ..., en þá tapast auðvitað vektorupplýsinagrnar.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Þytur - Lógó

Póstur eftir Björn G Leifsson »

PDF sem er rétt skapaður eftir PostScript skjali á að vera hægt að lesa inn í Illustrator aftur sem vektormynd.

Ég var bara ekki búinn að kíkja á pdf fælinn heldur bara gekk út frá að þetta væri bitmap :)... sorry Benni. Auðvitað prófessíónal vinna hjá þér.
[color= violet] Viðbót: Ég las greinilega heldur ekki textann :P [/color]

Ástæðan fyrir að ég spurði var að ég ætlaði að fara í sjoppuna þarna á horninu á Langholtsvegi og Skeiðarvogi og spyrja þá hvað það kostaði að skera vínýl eftir þessu fyrir okkur. Mig minnir það heiti Ferró er það ekki?

Hvernig er það? Man einhver hver teiknaði þetta og á einhver orgínalið? Þá er ég að hugsa um hvaða litir hafi verið ákveðnir í upphafi.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Þytur - Lógó

Póstur eftir Offi »

Ferró var það, jú. Hann heitir Hrafn sá sem rekur það, hress náungi. Hve stórt ertu að hugsa um, Björn?
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Þytur - Lógó

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Stélmerki, kannski tvær stærðir, eina sem hentaði á 40 vél og annað svoldið stærra. Ef þetta kemur hagstætt út mætti safna pening með sölu á þessu til dæmis til sólarsellu ?
Spurning, af því merkið er svo margbrotið, hvort það sé erfitt viðureignar sem vínýlskurður, kannski einfaldara sem áprentun á glæra þunna limfilmu??
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara