Leyfi mér að koma með upplegg að þræði sem ég vona að félagarnir bæti svo við eftir hendinni.
Reynum að forðast spjall hérna svo úr verði eins konar safn af smíða- og viðgerðatengdum "snjallráðum" það er að segja smá triksum og sniðugum lausnum sem menn hafa annaðhvort fundið upp sjálfir eða nýtt sér.
Gjarnan myndir.
Hérna kemur fyrsta:
Ódýr smáílát.
Ég var alltaf að leita að dollum eða einhverju til að blanda epoxí eða liti í.
Ekki lengur... í Rekstrarvörum (og víðar, jafnvel stærri kjörbúðum) eru til plaststaup og glös í mismunandi stærðum. Staukurinn kostar nokkra 100-kalla. Einnig eru til í Rekstrarvörum dollur úr hvítu styrene með áföstu loki sem eru tilvaldar til að geyma litaslettur í og annað sull sem stýrenið þolir. Líka til að geyma skrúfur og svoleiðis þegar maður er til dæmis að rífa í sundur eitthvað og gera við.
Lokið af svona stýren-dollu er líka tilvalið til að blanda epoxílími á sbr. ráð Sverris hér neðar.
Snjallræði
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Snjallræði
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Snjallræði
Fjölnota pinnar
Grillpinnar fást í næstu matvörubúð. Nýtast vel til að hræra málningu og epoxí. Grillpinnar og rúnnir tannstaunglar eru líka ómissandi til styrkingar í balsaviðgerðum og að pinna saman hluti í smíðinni.
Pakki af grillpinnum og annar af rúnnum tannstaunglum endast von úr viti.
Grillpinnar fást í næstu matvörubúð. Nýtast vel til að hræra málningu og epoxí. Grillpinnar og rúnnir tannstaunglar eru líka ómissandi til styrkingar í balsaviðgerðum og að pinna saman hluti í smíðinni.
Pakki af grillpinnum og annar af rúnnum tannstaunglum endast von úr viti.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Snjallræði
Varðandi Epoxy.
Ég man ekki hvort ég las það í módelblaði eða hvort það var hér á fréttavefnum en ég læt þa bara flakka.Það er að ef maður er orðin útbíaður á fingrum eftir að hafa verið að líma með Epoxy lími er mjög gott að þvo sér með handsápukremi eða sápulegi en passa að skola ekki með vatni fyrr enbúið er að nudda hendur svolítið fyrst. Þetta virkaði 100%.
Auðvitað er best að nota bara einnota hanska en það vill stundum brenna við að þeir eru bara ekki til staðar.
Gaui K.
Ég man ekki hvort ég las það í módelblaði eða hvort það var hér á fréttavefnum en ég læt þa bara flakka.Það er að ef maður er orðin útbíaður á fingrum eftir að hafa verið að líma með Epoxy lími er mjög gott að þvo sér með handsápukremi eða sápulegi en passa að skola ekki með vatni fyrr enbúið er að nudda hendur svolítið fyrst. Þetta virkaði 100%.
Auðvitað er best að nota bara einnota hanska en það vill stundum brenna við að þeir eru bara ekki til staðar.
Gaui K.
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Snjallræði
Flest epoxílím leysast með spritti áður en þau stirðna.
Stór flaska af "rauðspritti" er ómissandi fyrir módelmanninn. Epoxí sem subbast útfyrir er best að hreinsa með því, einnig epoxy-resín-blauta penslaog áhöld önnur.
Sprittið er líka gott til að hreinsa upp glóðarbensín og til að hreinsa feiti/olíu af flötum fyrir límingu.
Stór flaska af "rauðspritti" er ómissandi fyrir módelmanninn. Epoxí sem subbast útfyrir er best að hreinsa með því, einnig epoxy-resín-blauta penslaog áhöld önnur.
Sprittið er líka gott til að hreinsa upp glóðarbensín og til að hreinsa feiti/olíu af flötum fyrir límingu.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Snjallræði
Sápuvatnsaðferðin
Þetta snilldar-ráð er auðvitað vel þekkt meðal módelsmiða en það er svo ómissandi að það má enginn módelmaður missa af því.
Það getur verið auðvelt að klúðra því að koma plastfilmulímmiðum fallega fyrir á réttan stað á filmuklæddu módeli eða öðrum sléttum flötum. Ekki síst að forðast loftbólur undir.
Blandið nokkrum dropum af uppþvottalegi í vatn og úðið eða penslið á flötinn þar sem miðinn á að koma. Takið hlífðarpappírinn af límmiðanum eða límfilmunnni og bleytið miðann vandlega í sápuleginum.
Nú er auðvelt að leggja blautan miðann á réttan stað og síðan með fingrum/tusku/gúmmí-einhverju að pressa sápuvatnið undan út frá miðjum miðanum. Þá festist hann á sinn stað, lauslega fyrst svo hægt er að færa hann til en svo þornar undan honum smám saman og hann festist varanlega á einum-tveimur dögum.
Það mun líka vera hægt að nota þessa aðferð þegar maður vill koma fyrir hitafilmu ofan á aðra en þá mun þurfa að nudda vandlega undan henni og bíða svo að minnsta kosti tvo daga með að hita hana svo rakinn sé gufaður undan og sjóði ekki og myndi hræðilegar bólur. (Ekki prófað þetta sjálfur með hitafilmu)
Þetta snilldar-ráð er auðvitað vel þekkt meðal módelsmiða en það er svo ómissandi að það má enginn módelmaður missa af því.
Það getur verið auðvelt að klúðra því að koma plastfilmulímmiðum fallega fyrir á réttan stað á filmuklæddu módeli eða öðrum sléttum flötum. Ekki síst að forðast loftbólur undir.
Blandið nokkrum dropum af uppþvottalegi í vatn og úðið eða penslið á flötinn þar sem miðinn á að koma. Takið hlífðarpappírinn af límmiðanum eða límfilmunnni og bleytið miðann vandlega í sápuleginum.
Nú er auðvelt að leggja blautan miðann á réttan stað og síðan með fingrum/tusku/gúmmí-einhverju að pressa sápuvatnið undan út frá miðjum miðanum. Þá festist hann á sinn stað, lauslega fyrst svo hægt er að færa hann til en svo þornar undan honum smám saman og hann festist varanlega á einum-tveimur dögum.
Það mun líka vera hægt að nota þessa aðferð þegar maður vill koma fyrir hitafilmu ofan á aðra en þá mun þurfa að nudda vandlega undan henni og bíða svo að minnsta kosti tvo daga með að hita hana svo rakinn sé gufaður undan og sjóði ekki og myndi hræðilegar bólur. (Ekki prófað þetta sjálfur með hitafilmu)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Snjallræði
Vaselín, ekki bara fyrir munka.
Hver hefur ekki lent í því þegar verið er að líma lamir í stýrifleti að þær límist fastar og ekkert hreyfist eins og til var ætlast?
Gott ráð er að setja vaselín í lömina og hita örlítið með blásaranum svo það bráðni vel í. Epoxy tollir illa í vaselíni
Hver hefur ekki lent í því þegar verið er að líma lamir í stýrifleti að þær límist fastar og ekkert hreyfist eins og til var ætlast?
Gott ráð er að setja vaselín í lömina og hita örlítið með blásaranum svo það bráðni vel í. Epoxy tollir illa í vaselíni
Re: Snjallræði
Blöndun, styrkur og þurktími Epoxy líma.
Varðandi Epoxy blöndun. er mikilvægt að hræra A og B hlutanum vel saman. Styrkur Epoxy líma eykst mjög eftir lengd hörnunartíma, helst nota ekki 5 mín. Epoxy límin nema á hluti þar sem styrkur skiptir ekki máli, 24 tíma Epoxyið er lang sterkast
Gott ráð að hita upp Epoxyið með hitablásara áður en því er blandað saman, Epoxyið veður þunnfljótandi og þá er mun auðveldara að blanda A og B saman. Einnig styttist þurktími Epoxy límsins þegar það er hitað upp þannig að gott er að nota t.d. 15 til 30 mín.
Varðandi Epoxy blöndun. er mikilvægt að hræra A og B hlutanum vel saman. Styrkur Epoxy líma eykst mjög eftir lengd hörnunartíma, helst nota ekki 5 mín. Epoxy límin nema á hluti þar sem styrkur skiptir ekki máli, 24 tíma Epoxyið er lang sterkast
Gott ráð að hita upp Epoxyið með hitablásara áður en því er blandað saman, Epoxyið veður þunnfljótandi og þá er mun auðveldara að blanda A og B saman. Einnig styttist þurktími Epoxy límsins þegar það er hitað upp þannig að gott er að nota t.d. 15 til 30 mín.