Ég er nýleg búinn að uppgötva þennann stórskemmtilega vef, og legið yfir að lesa allt að 2 ára gömlum póstum hjá ykkur til að "catch up"......


En að öðru, mig langar til að sleppa slatta af karamellum úr fjarstýrðri flugvél yfir fólksfjölda sem saman verður komin í brekkusöng á Fáskrúðsfirði síðustu helgina í júlí, á Frönskum dögum. Veit einhver hvort til eru einhverjar reglur gagnvart svoleiðis aðgerð???
Einnig hef ég ákveðið að hafa sýningu á flugmódelum þessa sömu helgi til að kynna fyrir fólki hér á svæðinu þetta stórskemmtilega sport, ef einhver á leið um Fáskrúðsfjörð um þetta leyti með vélina í skottinu á bílnum sínum þá væri gaman ef hann væri til í að sýna hana....
Þessi sýning verður sennilega í stærstu kennslustofu í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, en það verða sýningar á öllu mögulegu í öðrum kennslustofum skólans.
Það verður séð til þess að krakkar og aðrir með langa putta geti ekki potað í né snert sýningargripi, Þannig að ykkur er óhætt að koma við með vélarnar.
Kveðja Höddi