Reglur um flug yfir fólksfjölda......

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Höddi
Póstar: 8
Skráður: 20. Maí. 2007 23:00:55

Re: Reglur um flug yfir fólksfjölda......

Póstur eftir Höddi »

Sælir strákar
Ég er nýleg búinn að uppgötva þennann stórskemmtilega vef, og legið yfir að lesa allt að 2 ára gömlum póstum hjá ykkur til að "catch up"...... ;) og langar mig sérstaklega að óska suðurnesjamönnum til hamingju með nýju aðstöðuna. Stefni að þessu hér fyrir austan einhvern daginn.... ;)

En að öðru, mig langar til að sleppa slatta af karamellum úr fjarstýrðri flugvél yfir fólksfjölda sem saman verður komin í brekkusöng á Fáskrúðsfirði síðustu helgina í júlí, á Frönskum dögum. Veit einhver hvort til eru einhverjar reglur gagnvart svoleiðis aðgerð???

Einnig hef ég ákveðið að hafa sýningu á flugmódelum þessa sömu helgi til að kynna fyrir fólki hér á svæðinu þetta stórskemmtilega sport, ef einhver á leið um Fáskrúðsfjörð um þetta leyti með vélina í skottinu á bílnum sínum þá væri gaman ef hann væri til í að sýna hana....
Þessi sýning verður sennilega í stærstu kennslustofu í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, en það verða sýningar á öllu mögulegu í öðrum kennslustofum skólans.
Það verður séð til þess að krakkar og aðrir með langa putta geti ekki potað í né snert sýningargripi, Þannig að ykkur er óhætt að koma við með vélarnar.

Kveðja Höddi
Passamynd
maggikri
Póstar: 6101
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Reglur um flug yfir fólksfjölda......

Póstur eftir maggikri »

Sæll Höddi og þakka fyrir hamingjuóskirnar til okkar á Suðurnesjum. Jú við höfum reynslu af slíku karamelluflugi, bæði á módelum og í fullskala vélum. Við prófuðum þetta fyrst á módelflugvélum árið 1995 á knattspyrnuvellinum í Keflavík. Það er ýmislegt sem þarf að varast í þessu. Aldrei að fljúga yfir fólkið. Við settum karamellurnar bæði í skrokkinn á vélunum og einnig í bakka utan á vélarnar.

Árið 2004 var haldin stór flugsýning í Keflavík. Þar komu fullskala vélar með karamellur og slepptu þeim yfir fólkið. Það er mjög vont að fá karamellu í sig á slíkri ferð úr háloftunum. Þetta er gríðarlegt högg sem karamellan veitir manni(stundum líkt við byssuskot)þegar hún kemur á slíkri ferð úr háloftunum. Við vorum með módelflugsýningu á þessari sýningu og flugum fyrir 5000 manns. Aldrei fara yfir fólkið (regla númer 1). Á þessari sýningu var keypt trygging fyrir flugsýninguna sem slíka. Þú þarft að hafa tryggingarmálin hjá þér í lagi og tryggja þig hjá Tryggingarfélagi sérstaklega fyrir þessa sýningu.

Þegar við vorum með þetta karamelluflug á fótboltavellinum í Keflavík slepptum við þeim ekki yfir fólkinu heldur til hliðar við það. Þú þarft ekki flóknar vélar til þess að droppa karamellunum. Hér fyrir neðan sýni ég þér einfaldan og ódýran búnað sem hægt er að nota á trainer. Til að losa karamellurnar þá þarf einunigs litla og snögga dýfu, rolla eða lúpa. Með dýfunni koma karmellurnar skemmtilega úr boxinu og gott er að nota töggur karamellur frá Nóa Sírius, þá kemur skemmtilegur glampi af umbúðunum. Þetta getur þú að sjálfsögðu æft í sumar. Þetta getur líka verið úr pappa og festingarnar hvernig sem er, þess vegna vír eða teygjur. En fyrst og fremst ekki fara yfir fólkið (aldrei). Það væri gaman að geta heimsótt ykkur þarna fyrir austan einhvern tíma.
kv
MK
Mynd
Mynd
Mynd
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Reglur um flug yfir fólksfjölda......

Póstur eftir Þórir T »

Sæll Maggi,
þetta er nú farið að líkjast baunaflugsmeistaramótskeppanda :D

Og já, Velkominn á spjallið Höddi! Skil ekkert í þér að vera ekki löngu kominn...

mbk
Tóti
Passamynd
maggikri
Póstar: 6101
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Reglur um flug yfir fólksfjölda......

Póstur eftir maggikri »

[quote=Þórir T]Sæll Maggi,
þetta er nú farið að líkjast baunaflugsmeistaramótskeppanda :D

Og já, Velkominn á spjallið Höddi! Skil ekkert í þér að vera ekki löngu kominn...

mbk
Tóti[/quote]
Já Tóti. þetta er skemmtilega einfaldur búnaður og er í rauninni öruggari en að hafa karamellurnar inn í skrokknum og servói sem heldur þeim ekki nema hálfa leið. Ég bætti við tryggingarmálunum varðandi slíka sýningar.
kv
MK
Svara