Super Skybolt

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Jón Sen
Póstar: 9
Skráður: 8. Nóv. 2006 13:53:45

Re: Super Skybolt

Póstur eftir Jón Sen »

Reynsluflaug Super Skybolt tvíþekjunni minni í morgun á flugvellinum í Neskaupstað. Vélin hefur verið í smíðum síðan um áramótin, er með OS 120 FS mótor og 15/6 spaða. Flaug eins og hugur manns, þurfti nánast ekkert að trimma eftir flugtak, feykinógur kraftur og svarar vel. Vel hönnuð og gullfalleg vél Myndeins og sjá má á.
Passamynd
Jón Sen
Póstar: 9
Skráður: 8. Nóv. 2006 13:53:45

Re: Super Skybolt

Póstur eftir Jón Sen »

Mynd
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Super Skybolt

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Flott vél. Er þetta ekki "spýtur í kassa" smíði?.

Gaman að sjá og heyra frá ykkur þarna hinum megin á hnettinum :P
Maður ætti kannski að flytja austur....hér er ekki bara vont veður, hér er skítaveður og búið að vera lengi :(
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Super Skybolt

Póstur eftir Sverrir »

Til hamingju, stórglæsileg vél :cool:
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Guðni
Póstar: 380
Skráður: 17. Jan. 2006 18:09:00

Re: Super Skybolt

Póstur eftir Guðni »

Verð að taka undir það ..þetta er svöl vél..alltaf heyrt að Skyboltinn væri
dúndurgóður á flugi, til lukku.:)
If it's working...don't fix it...
Passamynd
Jón Sen
Póstar: 9
Skráður: 8. Nóv. 2006 13:53:45

Re: Super Skybolt

Póstur eftir Jón Sen »

Þakka fyrir. Þetta er "kit" útgáfan, hún er líka til í ARF útgáfu sem félagi minn hér keypti. Hún var óttalega óhrein í flugi til að byrja með, en eftir að hann breytti hallanum á mótornum lagaðist hún heilmikið. En það jafnast ekkert á við að smíða vélarnar sínar sjálfur, og þessi var virkilega skemmtilegt smíðaverkefni. Og Björn, auðvitað ekki spurning að allt er betra hér fyrir austan, ekki síst veðrið. Og fáir módelmenn sem hafa eigin alvöru flugvöll til afnota!
Passamynd
Gaui
Póstar: 3772
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Super Skybolt

Póstur eftir Gaui »

Jón

Til hamingju með þessa tvíþekju. Ég hlakka til að sjá hana í sumar. Okkur Norðanmenn dreymir um að taka túr um austurlandið og svo geri ég auðvitað ráð fyrir að þið Austmenn komið til okkar í ágúst. (Silla verður að vísu ekki heima, svo þú mátt skilja konuna eftir heima ;) )
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Jón Sen
Póstar: 9
Skráður: 8. Nóv. 2006 13:53:45

Re: Super Skybolt

Póstur eftir Jón Sen »

Líst vel á að fá ykkur í heimsókn, enda búið að sameina kjördæmin. Verð heima frá miðjum júlí, komdu og taktu Sillu með svo hún geti heilsað upp á hundana og séð hlaupavélina fyrir hundakapphlaupið sem við verðum þá búin að koma fyrir á túninu hjá okkur. Bara að taka með sem flest módel. Hvenær ætlar þú Björn að skella þér austur?
Svara