18.06.2007 - Styttist í Íslandsmótið í svifflugi

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11463
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 18.06.2007 - Styttist í Íslandsmótið í svifflugi

Póstur eftir Sverrir »

Nú er farið að styttast í Íslandsmeistaramótið í módelsvifflugi sem verður haldið um mánaðarmótin næstu. Vegna þessa verður haldinn æfing miðvikudagskvöldið 20.júní á Pálsvelli og hefst hún eftir aðvinnudegi lýkur.

Nánari upplýsingar fást hjá Guðjóni(825-8248) eða Frímanni(899-5052).
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: 18.06.2007 - Styttist í Íslandsmótið í svifflugi

Póstur eftir Agust »

Sæll Sverrir alvitri.

Mig minnir að ég hafi einhvern tíman séð mótaskrá Þyts á netinu. Var að leita, en fann ekki mótaskrá 2007. Er ég svona hrikalega glámskyggn?

Ætli allir viti hvar Pálsvöllur er? Sjálfur hef ég komið þangað fyrir langalöngu...
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: 18.06.2007 - Styttist í Íslandsmótið í svifflugi

Póstur eftir einarak »

hvar er pálsvöllur?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11463
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 18.06.2007 - Styttist í Íslandsmótið í svifflugi

Póstur eftir Sverrir »

Eina sem hefur komið á Þytssíðunni sem tengist mótum 2007 er frétt eftir aprílfundinn þar sem dagskráin var rædd.

* Vöfflumótið (Hamranesi) – Ávallt fyrsta laugardag í maí (5. maí) kl. 10:00.
* Kríumótið (Höskuldarvöllum) – Ávallt annan laugardag í maí (12. maí, 13. til vara)
* Íslandsmótið í svifflugi (Gunnarsholti) – Ávallt lokahelgina í júní (30. júní – 1. júlí)
* Þytsdagurinn (Hamranesi) – Ávallt fyrstu helgina í júlí (7. júlí – 8. til vara)
* Listflugmót (Hamranesi) – Dagsetning óákveðin.

Ég veit að það er verið að vinna í nýrri vefsíðu fyrir Þyt svo ég geri ráð fyrir að mestu púðri sé eytt í það verk.


Pálsvöllur:
Þetta er grasvöllur skammt frá Sandskeiði. Hann hefur aðallega verið notaður fyrir svifflug.

Leiðarvísir:
Ekið er í átt til Sandskeiðs og inn á Bláfjallaveg. Á móts við hliðið inn á Sandskeið er beygt af Bláfjallavegi til hægri og ekið eftir vegarslóða um 1 km. (ónákvæmt). Vegurinn liggur fyrst hornrétt á Bláfjallaveginn, en sveigir síðan í átt að skíðasvæðinu. Um það bil miðja vegu er komið að stórum hraunkletti og er haldið áfram eftir veginum um 500 m. þar til komið er að flugvellinum.
Icelandic Volcano Yeti
Svara