Þann 17 júní 2007 fór ég út á Arnarvöll með tvær flugvélar, önnur var ZLIN 528 og hin að sjálfsögðu Colt 40. Ég setti Coltinn í loftið og einhvern veginn fibaðist ég er ég var að reyna að gera svokallaðar krúsidúllur í loftinu. Colt fór beint niður á mikilli ferð og gróf sig ca 20 cm í jörðina. Við það brotnaði loftskrúfa(prop)mótorinn fylltist af mold, dovelinn sem heldur vængnum við skrokkinn brotnaði, hallastýris stangirnar bognuðu og vængurinn sprakk á þremur stöðum. Frábært flugkvöld!. Þá var bara að taka Zlininn, Einhvern veginn gekk það ekki upp. Þá var ekkert annað að gera Coltinn flugkláran á ný út á flugvelli. Rétta hallstýris stangirnar, Setja nýjan dovel(er alltaf með mikið af varahlutum meðferðis eins og sumir hafa séð)hreinsa mótorinn og blöndunginn(tekinn af á meðan) með eldsneyti, nýjan propp og límband á vænginn og vélin good to go. Hver hefði reynt þetta á annarri vél en Aircore?
Sjáið myndirnar
kv
MK
Já ég tek undir þetta með þér Maggi en ég var i fyrrakvöld að fljúga Aircore og lofaði syni minum að prófa þannig að ég hélt alltaf i styringuna allan timan ef eitthvað færi úrskeiðis og allt gekk vel framan af en stráknum tókst að koma vélini einhvern vegin i þá stöðu að ekki var annað hægt en að horfa á hana fara á ljóshraða niður og beint á trynið i jörðina og framhaldið er bara nákvæmlega eins og hjá þér nema ég fór heim með flakið og einumoghálfum tima seinna var vélin komin i loftið aftur og geri aðrið betur.