Kíkti á völlinn í morgun um 10, fljótlega eftir að ég koma mætti maður með rafmagnsflugvél í búning merktum Valli (þó ekki og víkingarnir). Hann tók bara eitt flug og ég tók síðan eitt flug enda vindurinn orðin stífur 6 metrar og þó nokkur rykmökkur frá Hamranesfjalli.
Fór svo aftur í kvöld um sex leitið, en þá hafði vindinn lægt mjög og fór niður í logn inn á milli. Ég var þarna til rúmlega átta. Flaug þyrlunni nokkrar bunur og svo rafmagns extrunni, í hægum vindi.
Mikið rosalega virkar þessi Extra vel. Ég held að hún sé betri núna eftir að hafa kysst Seltjarnarflugvallarmalbikið nokkrum sinnum og fengið í staðinn slatta af epoxí um borð. Kannski ráð að þyngja hana enþá meira?
Ég var einn á vellinum í félagsskap mófugla. Á fótboltavellinum var einhver kall að æfa flugukast. Búið var að loka fyrir áfyllingu á Hamranesfjall og lítil umferð var á veginum, líklega allir komnir út úr bænum, þannig að þetta var hið besta kvöld í langan tíma.
Kveðja frá "einkaflugvelli mínum á" Hamranesi,
Haraldur
Undir hlíðum, sífellt stækkandi, Hamranesfjalls í dag
Re: Undir hlíðum, sífellt stækkandi, Hamranesfjalls í dag
Pfff... þú átt Hamranesið ekkert einn, ég flaug þarna fjóra tanka áðan á Hardcore, og það var ekki nokkur sála þar þá! Það samt kom sér ágætlega að enginn var á svæðinu því þá gat ég æft lágflug... ...á hvolfi 

Re: Undir hlíðum, sífellt stækkandi, Hamranesfjalls í dag
[quote]Pfff... þú átt Hamranesið ekkert einn,[/quote]
Ég meinti þetta ekki bókstaflega heldur var þetta kaldhæðni og hint um að fleirri mættu láta sjá sig á vellinum.
En það er margt í boði um helgar og aðra hluti að skoða, þannig að það er erfitt að velja og hafna.
Svo vilja sumir vera einir á ferð,
sem er ágæt líka og á fullann rétt á sér. Mér finnst hinsvegar alltaf skemmtilegra að vera í góðum félagsskap þegar ég er að fljúga.
Ég meinti þetta ekki bókstaflega heldur var þetta kaldhæðni og hint um að fleirri mættu láta sjá sig á vellinum.
En það er margt í boði um helgar og aðra hluti að skoða, þannig að það er erfitt að velja og hafna.
Svo vilja sumir vera einir á ferð,

Re: Undir hlíðum, sífellt stækkandi, Hamranesfjalls í dag
Hehe, ekki ég heldur, en hvað varðar valið, ef það er um að velja að fljúga eða gera einhvað annað, þá vel ég að fljúga
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Undir hlíðum, sífellt stækkandi, Hamranesfjalls í dag
Við feðgarnir vorum þarna í gær upp úr hádegi í svolitlum vindi, rétt náði að rétta úr pokanum. Rykmekkirnir fóru ekki beint yfir völlinn en voru svakalega miklir og fjallið stækkar hratt.
Prufuflaug Adrenaline 120. Svaka fín. Myndir koma seinna.
Prufuflaug Adrenaline 120. Svaka fín. Myndir koma seinna.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Undir hlíðum, sífellt stækkandi, Hamranesfjalls í dag
Til hamingju með það 

Icelandic Volcano Yeti
Re: Undir hlíðum, sífellt stækkandi, Hamranesfjalls í dag
Uss eru allir hér vinnandi frameftir? hehh ég var btw að koma frá Hamranesi þar sem hitinn var nokkuð uppáþrengjandi og loftið svo þunnt að vindurinn hafði lítil áhrif á vélarnar. Ég mætti þarna með Ripmax Trainer 30 og flaug svo í fyrsta skipti á þessum velli Sopwith cameldýrinu og hún flaug eins og Sopwith ......
P.s. ég mæli með veðrinu!
Kv. Hörgur Makhed
P.s. ég mæli með veðrinu!
Kv. Hörgur Makhed
Driving is for people who can't fly!