Móttakara loftnetsvír

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Móttakara loftnetsvír

Póstur eftir einarak »

Er ekki í lagi að skipta um loftnetsvír í mótakarann? jafnvel setja lengri? Hvernig vír á þá að nota?
og hvar fæ ég svona plast/svamp mottu sem er notað til að vefa móttakarann og batteríið í til varnar víbrasjón?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Móttakara loftnetsvír

Póstur eftir Sverrir »

Loftnetsvírinn er akkúrat jafn langur og hann er af ákveðinni ástæðu :)
En ekki er öll nótt úti, ef þú vilt ekki alltaf tvöfalda lengdina á loftnetinu þá geturðu sett 27pf þétti á endann á núverandi loftneti og lengt svo í eins og hentar.

ModelExpress ætti að eiga hitt fyrir þig.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Móttakara loftnetsvír

Póstur eftir einarak »

aðal málið er að hann er skemmdur vírinn, eða einangrunin þ.e. þess vegna vildi ég skipta honum út fyrir nýjan, hann þarf ekkert að vera lengri...
Passamynd
Gaui
Póstar: 3855
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Móttakara loftnetsvír

Póstur eftir Gaui »

Við, þessir venjulegu aularnir, sem vitum ekkert um rafmagnsmál eða hvernig sendir og móttakari virka, höfum bara eitt mottó sem við verðum að fara eftir: Loftnetið í móttakaranum verður að vera af ákveðinni lengd (tæpur metri) og það verður að vera strengt í beina línu; og loftnetið á sendinum verður að vera dregið út. Annars virka þau ekki saman mjög lengi (er búinn að prófa það!).
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Móttakara loftnetsvír

Póstur eftir Agust »

Ég held að þetta sé ekki langt frá sannleikanum, Gaui.

Notaðu bara mjúkan fjölþættan vír sem ekki hefur tilhneigingu til að brotna eða slitna. Lóða hann vel á sinn stað og hafa jafnvel slöngu um hann þar sem hann kemur út úr viðtækinu til að minnka líkur á að hann brotni þar. Sama lengd og upphaflegi vírinn.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Móttakara loftnetsvír

Póstur eftir kip »

Ágúst hvernig er með svona plaströr sem eru stundum innan í ARF módelskrokkum, ætluð til að setja rx loftnetið í, dregur slíkur hólkur ekkert úr móttökunni?
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Gaui
Póstar: 3855
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Móttakara loftnetsvír

Póstur eftir Gaui »

Kjartan segir það um Harmony.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Móttakara loftnetsvír

Póstur eftir einarak »

takk takk
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Móttakara loftnetsvír

Póstur eftir Agust »

Ég nota alltaf svona plaströr. Ef þau eru ekki fyrir hendi, þá kaupi ég þau í Tómó og kem þeim fyrir. Hefur hverfandi áhrif á næmi viðtækisins, ef þau eru ekki úr koltrefjum. Plaströrið dregur ekkert frekar úr radíóbylgjunum en plasteinangrunin sem er utan á vírnum.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Móttakara loftnetsvír

Póstur eftir Þórir T »

á meðan ef efnið sem er utanum loftnetið inniheldur ekki málmagnir eða sambærilegt, þá á þetta ekki að hafa áhrif. Hef gert þetta um árabil og ekki orðið meint af. þá er líka minni hætta á að maður sé að skemma einangrunina á loftnetinu sjálfu.

mbk
Tóti
Svara