Það var þó ekki alveg ónýtt því ég skoðaði flugvél,,,eða öllu heldur leifarnar af einni.

Þetta flak liggur á Sólheimasandi og hér er hluti af texta af flugnet.com sem Sigurjón Valsson skrifaði um hana (viss um að hann hefur ekki á móti því að ég spegli þetta hér):
[quote]...
Eftir því sem mér var sögð sagan af því hvernig vélin endaði þarna, þá var hún í byrgða fluttningum fyrir herinn og átti að lenda á Höfn (fyrir ratsjástöðina á Stokksnesi). Veðrið lokaðist á þá, og þeir snéru því við. Á leiðinni til baka frétta þeir af því að KEF hafi lokast líka, og þegar þeir voru búnir að brenna megninu af eldsneytinu, lenntu þeir í fjöruborðinu á einum af fáum stöðum sem enn var tiltölulega bjart yfir. Mér hefur verið sagt að vélin hafi verið nánast óskemmd eftir lendinguna, og tiltölulega lítið mál að gera við hana. Þar sem þessar vélar voru að hverfa úr notkun hersins þótti ekki svara kostnaði að gera hana ferjuhæfa á staðunum, og tók herinn það úr henni sem með einhverju móti var hægt að nota, s.s. mótora, vængi, innréttingar og mæla. Allt annað var skilið eftir. [/quote]
Heilmikill ruglingur virðist um hvað þessi tegund heiti nákvæmlega.
Eftir því sem ég hef komist næst er um svokallaða "Super three" útgáfu að ræða af gamla DC3. Þetta var uppfærð útgáfa sem hjá sjóhernum hét áður R4D-8 og eftir 1962 hét hún C-117 svo það er sennilega opinbera nafnið sem hún hefur gengið undir þegar hún lenti þarna. Alls voru til 100 svona vélar.
(Herútgáfan af DC-3 hét C47 hjá landherjunum en R4D hjá sjóhernumbreyttar útgáfur voru svo kallaðar R4D-5, R4D-6 osfrv. )
Hér má lesa um þessa útgáfu:
http://www.globalsecurity.org/military/ ... /c-117.htm
´Vélin hefur verið með sérstaklega stóra cargohurð.

Hér er mynd sem sýnir þá hliðina á lifandi vél. (http://www.oudvalkenburgzh.nl/pages/visitors3.htm)

Og hér er reyndar önnur: (http://www.aerofiles.com/_doug2.html)

Einhver stal stélinu af þessari vél, sagan segir að það hafi verið til að bæta því á sumarbústað sem búinn var til úr svipaðri vél frá "ðö neiví" sem stélið vantaði á. Ekki fékk þó sá neitt fallegt DC-3 stél. Þessar vélar voru með forljótt "sexu-stél" eins og sést á myndunum.