Reglur Þyts

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Reglur Þyts

Póstur eftir Sverrir »

Menn ráða hvort þeir hafi hliðið lokað eða opið, ef menn eru einir á ferð þá finnst sumum betra að loka því á eftir sér, það getur jú stundum verið fullt starf að ræða við áhugasama gesti og stundum eru menn tímabundnir :)

Gestir eru vinsamlegast beðnir um að leggja bílum fyrir utan hliðið, enda smá bílastæði þar, fæstir fara þó eftir því heldur koma akandi inn á svæðið.
Skiltið með þeim upplýsingum er þó frekar lítið og stendur til að endurnýja það svo það er ekki alveg að marka þessa reynslu ;)
Annað stærra skilti er upp í dag, hægra megin við hliðið, með nafni félagsins, flugvallarins og vefsíðu félagsins.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 6046
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Reglur Þyts

Póstur eftir maggikri »

[quote=Björn G Leifsson]Er ekki tilvalið að menn komi hér með sínar hugmyndir að þessu og við leggjum þetta fyrir stjórnina?
Hvernig hafa Suðurnesjamenn hugsað þessi atriði á nýja vellinum?... Maggi/Sverrir?[/quote]
Já Björn, þetta hefur komið til tals hjá okkur líka. Við höfum lent í því að hafa hliðið opið og ólæst þegar við höfum verið inn á svæðinu. Þá var hliðið skemmt fyrir okkur, meðan við vorum á svæðinu. Við höfum óskað eftir því við okkar félagsmenn að þegar hliðið er opnað þá verði því læst annað hvort opnu eða menn mega líka loka á eftir sér og læsa þá hliðinu. Þá kemur að því sem þú ræddir um að þá koma engir að horfa á eða að kynna sér sportið. Við erum með skilti við hliðið sem segir að gestir og aðrir áhorfendur leggi bílum sínum við hliðið og gangi síðan að svæðinu sem er nú "aðeins" 500-600 metrar. Það nennir enginn að labba þessa vegalengd. Við erum líka í vandræðum með umferð þegar við erum að nota brautirnar vegna stöðu þeirra og vegarins að svæðinu. Við eigum eftir að finna eitthvað sniðugt út úr því.

Kv
MK
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: Reglur Þyts

Póstur eftir benedikt »

bara ein spurning, hefur umferð bíla og áhugasamra áhorfanda verið svona mikið vandamál ?

Þarf einhver sértæk ráð gegn þessu "vandamáli" ?
If you ain't crashing, you ain't trying !
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Reglur Þyts

Póstur eftir Þórir T »

er þetta ekki bara spurning um að færa hliðið nær?? ekki það að þetta angri mig sérstaklega, en við megum ekki gleyma hvernig
við byrjuðum í þessu sporti sjálfir, þeas með því að forvitnast.
Mín skoðun er sú að það sé afleitt að hafa hliðið læst og lokað þegar menn eru á vellinum. en þetta er ykkar félag og þið auðvitað ráðið þessu...
:D en gestir og áhugasamir eru ALLTAF velkomnir á flugvöllin okkar Smástundarmanna á Eyrabakka, alveg sama hvort við séum "tímabundnir" eða ekki. Við flokkum þetta ekki sem vandamál...
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Reglur Þyts

Póstur eftir Sverrir »

Það eru rétt rúmlega 400 metrar frá hliðinu að pittnum, einhverjir hafa kannski tekið eftir malarhrúgum um 300 metra innan við hliðið en þar er stefnan að koma upp smá gestaplássi í framtíðinni. Auðvitað flækir aðkoman að pittnum hjá okkur málin örlítið þar sem hún liggur við brautarendann á norður/suður brautinni en það er einn af þeim hlutum sem eru á langtímaskipulaginu, það er jú ekki hægt að gera allt í einu þó viljinn sé til staðar.

Ég tel gesti reyndar almennt ekki vandamál en ég þurfti þó að hlaupa á eftir einum í sumar þar sem hann var að keyra út á flugbrautina...
Afhverju? Jú, hann sá að það var gangbraut þarna svo þetta hlaut að vera vegurinn inn á flugvöllinn. :rolleyes:
Það þarf greinilega að hafa augun meira með sumum þeirra en öðrum. ;)

Það er nú gott að heyra að menn hafa nógan tíma á Suðurlandinu :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Reglur Þyts

Póstur eftir Sverrir »

Einar Páll hafði samband við mig og vildi koma eftirfarandi á framfæri.

[quote=Einar Páll]Það hefur alltaf verið minn skilningur að hliðið mætti vera opið þegar meðlimir eru að fljúga, þannig að fólk sem ekki er í sportinu sé velkomið á svæðið og geti kynnst því.
Ég ætla að hafa samband við formanninn og reyna að semja skýrar reglur um umgengni um svæðið.[/quote]
Icelandic Volcano Yeti
lulli
Póstar: 1317
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Reglur Þyts

Póstur eftir lulli »

Ágætt að heyra að ofanritaðir taka almennt jákvætt undir "opna hliðið" (að sjálfsögðu að því gefnu að menn taki ábyrgð...)
Sportið okkar er jú þeim með þeim kostum, að það er óvenju glæsilegt til áhorfs fyrir þá sem aldrei hafa séð módel flug.
Td. er hverfandi líkur á að einhver sem ekki er gólfari, fylgist með gólfkúlu þjóta um loftin blá. :cool:
Og sjaldan sést módelflug í ljósvakamiðlum. Að mínum dómi ættum við að hafa hliðið sem mest opið, þó auðvitað
geti verið skiljanlegar ástæður fyrir lokun ss. reynsluflug á vand-meðförnu módel-i.
Þannig eflum við Hamranes, ,,með áhugasömum "forvitnisgrísum".
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Svara