Reynsluflug

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Reynsluflug

Póstur eftir Sverrir »

Jæja hvernig er staðan á mönnum fyrir sumarið? Er mikið af vélum sem þarf að prufufljúga eftir smíðar vetrarins?

Hjá mér liggur alla veganna fyrir að fara með Stuku út á völl þegar færi gefst til og verður spennandi að sjá hvernig
gripurinn hagar sér í loftinu.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Reynsluflug

Póstur eftir Ingþór »

það hefur gengið hálf hægt hjá mér að púsla saman en til stendur að fljúga Solution svifflugu í sumar, annars bara koma þyrlunum í loftið sem fyrst, er að fara að panta varahluti í þær
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Reynsluflug

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Búið að afmeyja eina plast-Cardinal með YS .63 mótor.... meiriháttar.
Búið að afmeyja Adrenaline 3D Frauðvél með burstalausum mótor.... meiriháttar.

Eftir að klára Protech Edge 540, uþb 1640 mm vænghaf, YS 1.10 mótor.
Eftir að klára Wayfarer tvíþekju (25+ ára kit) með .46 Thunder Tiger 2-stroke.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
HjorturG
Póstar: 188
Skráður: 15. Apr. 2005 17:01:03

Re: Reynsluflug

Póstur eftir HjorturG »

Eftir að klára að gera upp Ultimate 10-300 frá Carl Goldberg, ASP 108 2-stroke. Vantar gróðurhús á hana og kannski vélarhlíf líka.

Fékk YS 1.10 í afmælisgjöf,,, ? um hvað á að setja utan um hann??? Kanski setja hann í Ultimate-inn.... hhhmmmmm???

Neeeiii... ætla að vinna eins og maur í skrúðgörðum Landspítalans í sumar og panta mér annaðhvort Funtana 90 (eins og þessa gulu sem mig langaði í en einhver keypti fyrir framan nefið á mér í dótabúðinni :( ) eða 68" Yak frá Freestyle-RC
Passamynd
ErlingJ
Póstar: 216
Skráður: 20. Des. 2005 09:12:32

Re: Reynsluflug

Póstur eftir ErlingJ »

ehwkinn er búinn að fá sitt fyrsta flug


Mynd
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Reynsluflug

Póstur eftir Sverrir »

Glæsilegt :D
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Reynsluflug

Póstur eftir Agust »

Sælir

Í gær (8/5/05) reynsluflaug ég Katana 180 frá Protech. Mótor er MVVS 1.60, hljóðkútur 3ja hólfa tjúnuð pípa frá JustEngines (líklega MVVS pípa) og spaði 18x8 carbon frá Just Engines (hvítmálaður að framan). Mótorinn fór strax í gang og snérist 7000 RPM með því sem næst verksmiðjustillingum á blöndung. Enn hef ég ekkert reynt að bæta stillingarnar. Mótorinn fór strax í gang og er auðveldur í gangsetningu.

Þessi mótor er eldri gerðin (grár haus og kveikja sívöl eins og filmuhylki). Opið (venturi) á blöndungi var um 7mm, en ég boraði það upp í um 9mm í samráði við Pé, hollenska umboðsmann MVVS. Reyndar gerði ég það áður en ég prófaði mótorinn.

Í stuttu máli, þá flaug vélin mjög vel. Ég þurfti að trimma hana örlítið, það lítið að ég sá enga breytingu á stýriflötum eftir að lent var. Hún klifrar mjög vel með þessum mótor/hljóðkút/spaða og skortir ekki afl.

Pípan virkar mjög vel sem hljóðkútur. Svo vel, að varla heyrist nokkuð frá útblæstrinum. Engir hvimleiðir mótorsmellir eða trabanthljóð. Þó er auðvitað töluverður hávaði frá spaðanum, og sjálfsagt eitthvað vegna titrings.

Ágúst





Mynd

Mynd

Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Reynsluflug

Póstur eftir Sverrir »

Glæsilegt vél, fer ótrúlega lítið fyrir pípunni... eða er það kannski stærðin á vélinni ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
ErlingJ
Póstar: 216
Skráður: 20. Des. 2005 09:12:32

Re: Reynsluflug

Póstur eftir ErlingJ »

var að testfljuga reddy too á sunnudaginn fyrir ein af nýjustu meðlimum þyts gekk bara mjög vél og í framhald af því mun kensla hefjast þegar veður og tími gefst :)
Svara