Svaðalegt þyrlu Fun-fly

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Svaðalegt þyrlu Fun-fly

Póstur eftir Þórir T »

Þetta vídeó er magnað, annað hvort er þyrlan algjörlega stjórnlaus eða flugmaðurinn algjörlega bilaður, sem er líklegra....

http://www.youtube.com/watch?v=p8t41avFuCc


Alveg þess virði að skoða það allt...

mbk
tóti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Svaðalegt þyrlu Fun-fly

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hvorugt. Þessi heitir Alan Szabo og vídeóið er orðið nokkuð gamalþekkt. Hann er bara svona fær, bæði í að setja upp gripina og fljúga þeim.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3856
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Svaðalegt þyrlu Fun-fly

Póstur eftir Gaui »

Það var tvent sem mér fanst merkilegra en annað: í fyrsta lagi er klippan merkt "Scale Fun Fly" en það er ekkert — EKKERT — skalalegt við þetta flug.
Í öðru lagi verður maður að dáðst að mönnum sem nenna að leggja á sig þær æfingar og kostnað sem þarf til að verða svona ofboðslega góður í einhverju. Ég myndi taka ofan fyrir þessum Szabo ef ég hefði hár.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Svaðalegt þyrlu Fun-fly

Póstur eftir Þórir T »

Ef ég fer ekki með fleiprur, þá er þetta í þokkabót rafmagnsvél!
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Svaðalegt þyrlu Fun-fly

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Einfalt,,, tökum til dæmis golf. Þessa skelfilegu tímasóun (sem við Mark Twain köllum eyðileggingu á góðum göngutúr). Það eru margir sem hafa gaman af golfi. Sumir gutla einstaka helgi í þessu og verða aldrei nema það... gutlarar. Aðrir eru duglegri og betri og svo eru svona eins og Tiger Woods og Alan Szabo sem hafa áhugan, hæfileikan og einræna þolinmæði til að æfa sig og æfa sig enn meir og verða ó-geðslega góðir.

Við eigum hóp af ansi góðum ringulreiðmönnum (öðru nafni módelþyrluflugmenn) sem ekki eru slæmir. Við eigum líka frábæra flugvélasmiði.

Hvað kallast svo svona tómstundaiðjur sem einkennast af því að maður verður betri með æfingunni...? Jú, það kallast ÍÞRÓTT, hugtak sem við ættum að nota miklu meira um okkar eðla "sport".
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3856
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Svaðalegt þyrlu Fun-fly

Póstur eftir Gaui »

ARRGHHH!

Ekki íþrótt !!!

Ég hef ekki eytt æfinni í það að vera antisportisti bara til að uppgötva á gamals aldri að ÉG ER ÍÞRÓTTAMAÐUR !!!!

NEEEEIIIIIII !!!!!
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Svaðalegt þyrlu Fun-fly

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hehe ;) Náði þér :P
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Svaðalegt þyrlu Fun-fly

Póstur eftir Offi »

Ég er íþróttamaður... og mjög fjölhæfur sem slíkur. Ég stunda sjónrænar íþróttir og get horft á næstum allar greinar, ekki síst ef góður bjór er með í spilinu! :) Annars er þetta komið smá off topic, eins og góðir þræðir eiga að gera! :D
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Svaðalegt þyrlu Fun-fly

Póstur eftir kip »

Held að það sé ágætt að halda þessu á lofti sem íþrótt þar sem það ætti að hafa jákvæð áhrif á umsóknir um styrki og forvarnargildi "íþróttarinnar" er náttúrulega mikið. Nema menn gerist háðir CA lími og balsa. Reyndar langar mig að prófa að setja smjörkrem á balsa og athuga hvort það sé ekki bara eins og ískex
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Svara