Vandamál með Zenoha Titan ZG80B

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Brynjar
Póstar: 11
Skráður: 6. Maí. 2005 23:00:05

Re: Vandamál með Zenoha Titan ZG80B

Póstur eftir Brynjar »

Sæl(ir)

Ég er með vandarmál með nýjan Zenoha mótor. Hann einfaldlega tekur ekkert við sér og fer því ekki í gang.

Búinn að prófa ýmsa hluti en hef í raun litla þekkingu á þessum mótorum. Vanir menn hafa þó reynt við mótorana en ekki fengið þá í gang. Um er að ræða tvo mótora með easy starti. Hvorugur mótorinn vill í gang en þó var búið að starta og fljúga annari vélinni en eftir það vill mótorinn ekki í gang.

Ég er að velta fyrir mér hvort einhver þekki þessa mótora eða sambærileg og geti gefið mér góðar leiðbeiningar um það hvernig ég á að rekja mig í gegnum vandarmálið. Mér sýnist mótorinn minn fá nóg bensín en finnst vanta kveikju???????

Með kveðju,
Brynjar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11503
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Vandamál með Zenoha Titan ZG80B

Póstur eftir Sverrir »

Leiðinlegt að heyra að þetta gengur svona illa.
Ertu búinn að prófa að senda póst á Tony Clark og félaga og athuga hvort þeir geti gefið þér einhver ráð?
http://www.toni-clark.com/
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vandamál með Zenoha Titan ZG80B

Póstur eftir Agust »

Ég á ZG23 í Big Lift, gamlan bilaðan ZG38 sem var í Ultra Hot og ZG62 sem nú er í þeirri vél. Aðeins ZG62 er með gormstartara, en ZG23 og ZG38 þarf að setja í gang með því að snúa spaðanum. Ekki er sama hvernig það er gert. Ef maður hefur náð tökum á þessu, þá fer mótorinn oftast í gang í minna en þriðju tilraun. Enginn þessara mótora er með Easy Start.

Ég byrja á því að loka loftinntakinu með fingrinum meðan ég sný mótornum hægt. Þetta geri ég þar til fingurinn er orðinn blautur af bensíni, og ekki lengur til að bleyta ekki kertið. Yfirleitt held ég þéttingsfast um spaðann ef mótorinn skyldi taka við sér. Öruggast væri auðvitað að hafa "kill switch".

Nú er komið að því að flippa mótornum í gang, og hér flaska flestir byrjendur. Þessir mótorar eru með batterílausri CD magnetukveikju, en ekki CD transistorkveikju sem þarf batterí. Svona magnetukveikja vinnur einnig sem dynamór eða rafali til að framleiða rafmagn fyrir kveikjuna, en án rafmagns kemur enginn neisti. Á um það bil hálfum snúningi áður en stimpillinn er í efstu stöðu þar sem neistinn hleypur, er magnetan að hlaða þétti upp í háa spennu (200V). Það getur magnetan þó ekki gert nema segullinn snúist hratt fram hjá magnetuspólunni í næstum hálfhring.

(Í CD kveikju með batteríi er notaður transistor til að búa til riðspennu sem síðan er hækkuð upp í þessi u.þ.b. 200 volt. CD stendur fyrir Capacitor Discharge og er þá vitnað til þessarar hleðslu á þéttinum sem skotið er á réttu augnabliki inn á forvaf háspennukeflisins).

Þetta þýðir að það dugir alls ekki að setja mótorinn í gang eins og venjulegan glóðarhausmótor eða bensínmótor með transistor/batterí CD kveikju.

Réttu handtökin eru þessi:
Byrja að snúa þar sem spaðinn vísar á "klukkan 5" á úrskífunni, eða jafnvel "klukkan 6", þannig að spaðinn vísi niður.-. (Yfirleitt byrjum við að flippa glóðarhausmótor við "klukkan 2"). Nú er mikilvægt að snúa spaðanum hratt frá þessari stöðu og alveg yfir þjöppunina. Snúa eins hratt og hægt er alla leið til að hlaða þéttinn upp í 200 voltin áður en spaðinn nær toppstöðu!

Ef vel á að takast til, þá þarf smá æfingu. Ekki er nóg að nota aðeins fremsta hluta handleggsins, það þarf að ná upp góðri sveiflu með öllum handleggnum! Með réttum handtökum má setja mótorinn í gang án þess að nota gormstart eða easy-start. Tekst oftast í fyrstu til þriðju tilraun: 1) Bensín á að sjást á fingrinum. 2) Snúa hratt alla leið frá klukkan 6 til 11 á úrskífunni.

Ég hef aldrei notað Easy-start búnað. Mér þykir líklegt að þessi græja vinni þannig að hún sendi riðspennu inn á magnetuna til að hlaða þéttinn upp. Þannig þarf ekki að snúa spaðanum hratt í hálfhring til að hlaða þéttinn upp, heldur nægir að nota "venjulega" aðferð.

Þú skalt því prófa að snúa spaðanum með innsogið á (eða fingur í loftinntakinu) þar til mótorinn er hæfilega blautur af bensíni. Ekki of. Kosturinn við að nota fingur frekar en innsogslokann er að þá er auðvelt að finna nákvæmlega þegar bensín er komið í blöndunginn.

Hefur þú nokkuð fiktað í nálunum? Þær eiga að koma forstilltar, og þarf því lítið að eiga við þær. Ef þú hefur fiktað í þeim, þá þarft þú að setja þær í þá stöðu sem kemur fram í handbókinni. Þegar þær eru einu sinni rétt stilltar, þá á aldrei að hreyfa meira við þeim, ekki frekar en í blöndnungnum í bílnum þínum. Það er einn af kostunum við bensínmótora; gangvissir og þurfa lítið sem ekkert viðhald.

Kemur ekki örugglega neisti? Ef neistinn er á sínum stað og ef blöndungurinn er hæfilega blautur af bensíni, þá tekur mótorinn við sér.

Nota um 1:30 olíu/bensín til að byrja með. Ekki nota þrýsting inn á bensíntank, því blöndungurinn er með innbyggða dælu.

Það mætti jafnvel prófa að úða startgasi (ether) inn í blöndunginn, ef allt annað þrýtur. Það hef ég þurft að gera til að ná gamalli sláttuvél í gang.


Ágúst
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Brynjar
Póstar: 11
Skráður: 6. Maí. 2005 23:00:05

Re: Vandamál með Zenoha Titan ZG80B

Póstur eftir Brynjar »

(Þetta kom frá Toni áðan) Ágúst takk fyrir þessar leiðbeiningar ég fer út og reyni aftur.

Hello Brynjar,
ok your engines need three things air fuel and a spark, your engines are brand new so there cannot be any mechanical electrical problem so long as you have not done anything to the engines...so where does the problem
lay, well there is only one place and that is you....what are you doing wrong....I would guess you are sucking in so slowly and nervously!?! that the fuel is not getting into the cylinder head.
To start from the begining, loosen the prop and turn the prob hub until you feel the compression just start, turn the prop to 11 o´clock and fix it there. open the throttle to about just under a quarter open, plug in the ES and switch it on, turn the prop back to 3 o´clock and hit it as hard as you can, after 5 hits your engine should fire, so soon as it fires open the choke, one hit on the prop and the engine will run. Pull out the ES plug and then switch off the box...if you switch off the box before pulling the plug the engine will stop of course. Now go out and get your engine running, with our ES fitted it is practically impossible to not start your engine. Best regards. Toni.

Brynjar Gunnlaugsson wrote:

> Hello Toni
>
> I bought the motors new from local dealer in Iceland (Flugmynd ehf)
>
> They have Easy Start, no I have not removed the intake Y mainfolder and refited.
>
> Best regards,
> Brynjar
>
> -----Original Message-----
> From: Toni Clark [mailto:clark@toni-clark.com]
> Sent: 6. maí 2005 20:44
> To: Brynjar Gunnlaugsson
> Subject: Re: Problem with 2 Titan ZG80B
>
> Hello Brynjar,
> there is no way I can begin to answer your question, I need some exact information such as where did you buy these motors and do they have a spring starter or a Easy Starter, have you removed the intake Y manifold and refited this, are the plugs wet or dry when you remove one of them.
> Answer this lot and maybe we can start dealing with your problems.
> Best regards. Toni.
>
> Brynjar Gunnlaugsson wrote:
>
>>
>>Hello
>>
>>My name is Brynjar and I am from Iceland.
>>
>>I and my friend have 2 airplains with Titan ZG80B.
>>
>>We are not able to start the motors. Are there any known issues about
>>the motor that we should know about?
>>
>>Some experts in Iceland have tried to start the motors but nothing works.
>>
>>Best regards,
>>Brynjar Gunnlaugsson
>>
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Vandamál með Zenoha Titan ZG80B

Póstur eftir Þórir T »

Sælir piltar

Hann er áhugaverður þessi Toni Clark :-)

Ég held að hluti af vandamálinu sé það að menn eru pínu hræddir við þessa mótora, Risa proppar og fullt af poweri...

Það er nokkuð til í því sem bæði ágúst og Toni eru að segja, að það þarf miklu meiri handleggsorku í svona mótora heldur en þá litlu.

Ég set Edge inn minn sem er með BME 102cc mótor, þannig í gang að ég set innsogið á og "rúnka" mótornum nokkrum sinnum, þeas held í proppinni og sný honum fram og til baka þegar hann er ca í toppstöðu, (er við það að taka þjöppuslagið), þetta þarf að gera nokkrum sinnum.

Síðan geri ég kveikjuna virka og sný hraustlega, þá tekur hann eina til tvær sprengingar, þá tek ég innsogið af, og eins og toni segir, þá dettur hann í gang.

En nota bene, eftir fyrstu gangsetningarnar, þá var ég með harðsperrur dauðans í öxlinni, því það þarf að taka hraustlega á þessum elskum :-) nota allan handlegginn og rúmlega það í sveifluna...

Bara vera þolinmóður og með næga orku í handleggnum....

kv

Tóti :cool:
Passamynd
Brynjar
Póstar: 11
Skráður: 6. Maí. 2005 23:00:05

Re: Vandamál með Zenoha Titan ZG80B

Póstur eftir Brynjar »

Jæja ég fór út í morgun með konuna sem akkeri.

Ekki fór mótorinn í gang en...

Ég fór alveg eftir leiðbeiningunum

1. Fill the tank
2. Close the choke
3. Open the throttle a litle more than you would for a normal takover.
4. Insert the Ease Start and switch on
5. Flick the engine over

ok ég byrjaði og það byrjaði að koma eldsneyti fann talsverða lykt og sá það síðan.

Allt í einu kom sprenging þegar ég var að snúa en bara ein og ekkert meira. Er svo óvitur um þetta að ég veit ekki einu sinni hvort þetta var eðlileg sprenging. Var eins og sprenging.

Skil þetta ekki en veit núna að nægt eldsneyti er komið, súrefni er til staðar, nálar eru rétt stilltar fór yfir það en spurning hvort nægur neisti er að koma??

Einnig er spurning hvort ég sé að taka nógu vel á þessu en harðsperrur láta vita af sér.

Það vantar hreinlega fróða menn á staðinn. Ef einhver fróður hefur tíma á morgun væri það frábært. Sérstaklega ef það gæti verið í fyrramálið. Í dag er líka í lagi. Bíð upp á bjór. :)


Einnig er spurning hvort ég sé að taka nógu vel á þessu en harðsperrur láta vita af sér.
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Vandamál með Zenoha Titan ZG80B

Póstur eftir Ingþór »

það hefur ekki verið vandamál hjá okkur Eika að koma Zenoha 80 í gang, hann er ekki með Easy Start heldur bara gorm.... jújú, þetta tók smá stund fyrst en um leið og maður fór 100% eftir reglunum þá gengur þetta eins og í sögu, þeas láta hann fara smá í gang með insoginu á og svo taka það af og trekkja vel.
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Brynjar
Póstar: 11
Skráður: 6. Maí. 2005 23:00:05

Re: Vandamál með Zenoha Titan ZG80B

Póstur eftir Brynjar »

:) Mótorinn minn er kominn í gang :)

Þvílíkt og annað eins. Fékk frænda minn til að hjálpa mér og við náðum honum í gang. Hann kunni nokkur trix frá því í gamla daga. Þetta var mjög erfitt en tókst og hann gengur eins og klukka.

Við dráðum nokkrum sinnum á honum og reyndum að koma honum í gang aftur en það gekk illa mikil átök. Spurning hvort maður sé að gera eitthvað vitlaus.

Við komum honum alltaf aftur í gang en með ýmsum erfiðleikum. Vitið þið eitthvað um það hvernig við ættum að bera okkur að þegar heitur mótor er settur aftur í gang.

Info: Besta trixið var að taka kerfin úr og strjúka þau með bíanti bara rétt aðeins. Þá rauk mótorinn í gang. :cool:

Með kveðju,
Brynjar
Passamynd
Brynjar
Póstar: 11
Skráður: 6. Maí. 2005 23:00:05

Re: Vandamál með Zenoha Titan ZG80B

Póstur eftir Brynjar »

Eitt enn ég myndi ekki treysta mér til að fljúga svona þreyttur í hendinni.
Svara