Að líma lamir

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Að líma lamir

Póstur eftir Agust »

Eitthvað hefur verið fjallað um límingar á lömum í öðrum (löngum) þræði. Þetta er eitt af þeim vandamálum sem hafa verið að hrjá menn, þannig að ég held að það sé ekki verra að helga lamalímingum sérstökum þræði.

Hefur einhver prófað að nota Sikaflex-11 á pinnalamir? Það er þrælsterkt og seigt, og hefur þann kost að það skemmir ekki mikið þó það lendi í samskeytum lamanna. Sikaflex-11 verður viðkomu eins og seigt gúmmí. Ókostur er etv. að það er lengi að harðna, eða um 2-3mm á sólarhring. Mig minnir að einhver hafi bent mér á þennan möguleika, etv. Pétur?

(Ath. Það eru til nokkrar gerðir af Sikaflex. Það er aðeins #11 sem virkar sem lím).

Ágúst
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Að líma lamir

Póstur eftir Sverrir »

Ef menn eiga laxerolíu þá er sniðugt að nota hana á pinnann í löminni til að koma í veg fyrir að hann límist.
Passið ykkur bara að sleikja ekki puttana þegar þið eruð búnir ;)
Einnig má nota vaselín í sama tilgangi og hita það svo það bráðni vel.
Og ef þið eruð með sýrulímslamir þá er sniðugt að ná sér í vaxlit og gera strik þvert yfir miðja lömina og þá
verður hún ekki of stíf af líminu akkúrat á þeim stað sem mest mæðir á.
Icelandic Volcano Yeti
Svara