Í fyrradag kom jólasveinninn með Maule Skyrocket 74". Módelið er t.d. ætlað fyrir hinn nýja Zenoah ZG20 og hefur STOL eiginleika. Hentar vel í sveitina, sérstaklega ef Tundra Tires eru notuð.
Af óviðráðanlegum ástæðum lá öll smíðavinna niðri hjá mér í nokkra mánuði. Nú er Maule þó kominn aftur á gamla smíðaborðið. Mótorinn er kominn á sinnn stað, svo og stél og hjólastell. Kannski ég láti eitthvað af myndum fylgja bráðlega.