vöflumót

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Böðvar
Póstar: 484
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: vöflumót

Póstur eftir Böðvar »

Vöflumótið á Hamranesi var haldið laugardaginn 8 mái. 2004!
vöfluveislan hófst eftir vorverkin upp úr hádeginu.
Passamynd
Böðvar
Póstar: 484
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: vöflumót

Póstur eftir Böðvar »

Hér eru nokkrar vöflu uppskriftir sem notaðar voru á vöflumóti þyts.

Rommvöflur:
1 pakki Bónusvöflur, 1/2 teskeið Natron,
2 stk. egg, 1 til 1 og 1/2 teskeið Rommdropar.

Hrærið rauðuna saman við, en hvítan allra síðast.
Sleppið vatninu úr uppskrift frá Bónus vöflum og notið léttmjólk í staðin heldur ríflega.
Uppskriftin nægir fyrir 17 til 18 manns.

( :) borið fram með frönskum hreim)
Spesiale de la Péturs formanns vöflu uppskrift:

2 bollar hveiti, slétt fulla teskeið Natron,
1 til 1 og 1/2 teskeið Kardinomu dropar,
1/2 teskeið salt, 3 teskeiðar gerduft,
4 stk. egg, 2 bollar Nýmjólk,
1 bolli brætt smjörlíki.

Það er enginn sykur í uppskriftinni því brenna vöflurnar ekki.
Úrvinnsla:
1. Allt þurefni hrært saman.
2. Allt blautefni hrært saman þ.e. a. eggja rauðan
b. volg mjólk
c. droparnir
3. Hrærða þurefnið og blautefnið hrært saman.
4. Bætið bræddu smjórlíkinu út í blönduna.
5 Létt þeyttri eggjahvítunni er sett síðast út í allt saman.

Aðrar vöflu tegundir, Súkkulaði og venjulegar vöflur frá Vilkó og Kötlu.

Einnig hægt að nálgast vöflu uppskriftir á uppskriftir.is

:) Verði ykkur að góðu
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: vöflumót

Póstur eftir Sverrir »

Nú fer að verða kominn tími á BBQ mót ;)
Icelandic Volcano Yeti
Svara