Síða 2 af 2

Re: Epp!!!

Póstað: 30. Nóv. 2007 23:22:17
eftir Haraldur
Og hver var svo að hlæja að mínum foam væng?

Re: Epp!!!

Póstað: 30. Nóv. 2007 23:32:52
eftir Offi
Ekki var það nú ég, enda með einn í bígerð! En þú verður nú með í pöntun, geri ég ráð fyrir, enda yfirburða efni við gerð svona vængja. Þeir endast lengur en gamla testamentið með Coroplasti, maður!

Re: Epp!!!

Póstað: 1. Des. 2007 09:46:44
eftir einarak
Einn galli samt, Coro plastið er svoldið þungt. Aircore er nú engin léttavara miðað við stærð. Ég segi EPP :cool:

Re: Epp!!!

Póstað: 1. Des. 2007 09:56:50
eftir Björn G Leifsson
[quote=einarak]Einn galli samt, Coro plastið er svoldið þungt. Aircore er nú engin léttavara miðað við stærð. Ég segi EPP :cool:[/quote]
Ég væri nú til í að koma mér upp smá lager af hvorutveggja

Re: Epp!!!

Póstað: 1. Des. 2007 11:27:01
eftir Offi
[quote=Björn G Leifsson]Ég væri nú til í að koma mér upp smá lager af hvorutveggja[/quote]
Já, það er málið. Víðsýni og tilraunagleði. Hvernig er svo með ykkur dreifbýlisbúana í hinu hrjóstruga norðri? Er ekki að verða kominn tími á að koma ríðandi inn í 21. öldina og kaupa sér plast? Það opnar marga möguleika, í stað þess að smíða eilíflega einhver ferlíki úr girðingarstaurum og fjósbitum!

Árni... þú ríður á vaðið í þínu héraði, er það ekki?

Re: Epp!!!

Póstað: 2. Des. 2007 13:15:09
eftir Haraldur
Vængurinn er bestur þegar hann er gerður úr hvítu einangrunarplasti.
Er léttur og fínn en viðkvæmari í staðinn. En hvað skiptir það máli því maður smíðar/sker út nokkra vængi á engum tíma.

Re: Epp!!!

Póstað: 2. Des. 2007 14:02:08
eftir kip
[quote=Offi]Hvernig er svo með ykkur dreifbýlisbúana í hinu hrjóstruga norðri? Er ekki að verða kominn tími á að koma ríðandi inn í 21. öldina og kaupa sér plast? Það opnar marga möguleika, í stað þess að smíða eilíflega einhver ferlíki úr girðingarstaurum og fjósbitum!

Árni... þú ríður á vaðið í þínu héraði, er það ekki?[/quote]
Nýjustu fjósin hér í Eyjafjarðarsveit eru gerð úr plasti með r/c mjólkurróbótum ;) Róbótinn kostar 13mills stk. Girðingarstaurarnir eru einnig úr plasti: http://www.plastmotun.is/index.php?opti ... &Itemid=80 þannig að 21 öldin er löngu komin hér ;)

Re: Epp!!!

Póstað: 2. Des. 2007 19:54:45
eftir Offi
[quote=kip]Nýjustu fjósin hér í Eyjafjarðarsveit eru gerð úr plasti með r/c mjólkurróbótum[/quote]
Ég veit það... þess vegna hafið þið endalaust smíðaefni frá gömlu staurunum. En þið módelmenn megið þá ekki gefa bændunum neitt eftir. Kip, ætlarðu ekki að fá þér plast?

Mynd

Re: Epp!!!

Póstað: 2. Des. 2007 21:30:39
eftir kip
[quote=Offi]Kip, ætlarðu ekki að fá þér plast?[/quote]
Nei Offi en sonur minn fær plast