Síða 2 af 5
Re: YT Spitfire Mk XIV
Póstað: 1. Jan. 2008 03:35:10
eftir Sverrir
Nei, nei þetta er eru mjög eðlileg taugaviðbrögð.
Já þessar innrásar rendur voru málaðar á vélarnar nóttina fyrir D-dag þannig að þær voru víst aldrei eins fullkomnar og við sjáum á vélum í dag.
Re: YT Spitfire Mk XIV
Póstað: 1. Jan. 2008 06:39:03
eftir kip
Gleðilegt árið fellows!
Re: YT Spitfire Mk XIV
Póstað: 1. Jan. 2008 14:32:01
eftir Messarinn
Árið Árið félagar
Jæja best að halda áfram með smíðaþráðinn
Mótorhlífin í þessu kitti var gölluð, sem var mistök í steypingu og það á versta stað, beint ofaná henni.
Ég reyndi að steypa inní hlífina grind til að laga beygluna enn það tókst ílla en Þröstur félagi reddaði mér nýrri vélarhlíf með hvelli.
Hérna er svo nýja vélarhlífin
Re: YT Spitfire Mk XIV
Póstað: 1. Jan. 2008 14:53:08
eftir einarak
Flott vél!
Hugmyndin á bakvið þennan mótor, snjallt að vera með niðurgírun fyrir stærri prop og flott compact stærð á honum.
En hann hlítur að vera fullur af innra viðnámi þar sem það þarf afl til að hreifa alla þessa hluti innan í motornum. Og ég myndi halda að hann nái aldrei að þétta vel á milli stimpils og slífar þar sem slífin er alltaf að snúast og slípast því ekki við hringina. ss. orkutapið hlítur að vera tölvert
p.s. Þess má til gamans geta að um 70% af brunaorku ottohreifils fer í viðnám.
Re: YT Spitfire Mk XIV
Póstað: 1. Jan. 2008 15:07:33
eftir Messarinn
Ja ég á nú tvo svona mótora og þeir eru rosalega gangvissir og mjög kraftmiklir. það er ekki víst að viðnámið sé neitt mikið meira í þeim enn á hefðbundum fjórgengismótor þar sem ekki er neinir ventlar,undirlyftur,undirliftustangir og knastás. Ég er allavega hæstánægður með þá og ætla að fá mér fleiri.
Re: YT Spitfire Mk XIV
Póstað: 1. Jan. 2008 17:01:58
eftir Messarinn
Ég byrjað á því að setja saman vænginn sem var þetta hefðbundna tveir vænghelmingar þræddir uppá trébita og límdir saman með epoxy og svo setja 5 servo í hann. ég lenti í smá vandræðum með píanaó vírinn fyrir stýrifletina sem fylgdi kittinu,hann var svo harður að hann brotnaði þegar ég begði hann . Ég þurfti því að mér nýja teina
Svo er það næsta að fitta hjólastellið í enn þetta kitt er hugsað/smíðað með píanóvírs hjólastelli í huga
Enn ég ætla að nota hjólastell frá Þresti sem er með dempara enn þá er plássið orðið heldur lítið og ekki hægt að nota hjólastells skálarnar sem fylgdu með
Einnig þurfti ég að hefla af hjólstells festingunum til að sökkva lofttjakknum og demparanum meira inn í vænginn
Re: YT Spitfire Mk XIV
Póstað: 1. Jan. 2008 17:49:00
eftir Messarinn
Til að koma dekkinu inn í vængin þá þurfti ég að pússa verulega mikið af hjólbarðanum og ég gerði það þannig að ég festi það í súluborvél og pússaði utan af því með grófum sandpappír. Einnig þurfti ég að búa til nýjan felgu öxul því ekki var pláss fyrir ró þegar hjólastellið var inndregið
Meira að segja planaði ég af demparaleggnum 2.5mm
Dempuninn er ekki nema 25mm enn ætti að vera nóg
Re: YT Spitfire Mk XIV
Póstað: 1. Jan. 2008 17:56:13
eftir Messarinn
Flatkanturinn á demparaleggnum er líka góður til að festa legghlífina á demparann
einnig þurfti ég að fræsa spor nærri því í gégnum legghlífina
Re: YT Spitfire Mk XIV
Póstað: 1. Jan. 2008 18:07:04
eftir Messarinn
Nú eru hjólastellsleggirnir og legghlífarnar komar á og eru eins þunn og ég gat haft það, enn samt er aðeins bunga á þessu þegar hjólastellið er inndregið í vænginn
Re: YT Spitfire Mk XIV
Póstað: 1. Jan. 2008 18:37:42
eftir Messarinn