Síða 2 af 2

Re: JR 12X 2,4 GHz

Póstað: 6. Feb. 2008 20:06:23
eftir Gaui
Öll raftæki, hvað sem þau gera eða gera ekki verða að vera CE merkt. Þá er tryggt að þau vinna innan ákveðinna marka sem Evrópuríki hafa sett sér. CE merkingin er farin að sjást á svotil öllum vörum, meira að segja farða fyrir börn, eins og sást í fréttum um daginn.

Re: JR 12X 2,4 GHz

Póstað: 6. Feb. 2008 21:49:30
eftir Steinar
Ekki allveg rétt.. Sumt er nú undanþegið CE, t,d talstöðvar í flugvélar og skip.


http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=1336&p=1

Re: JR 12X 2,4 GHz

Póstað: 6. Feb. 2008 23:00:19
eftir Björn G Leifsson
Einn félagi, sem er almennilega græjufíkinn og ferðast oft til útlanda, hans aðferð er að fá lánaðan CE-miða af sams konar tæki og taka með sér.

Re: JR 12X 2,4 GHz

Póstað: 7. Feb. 2008 09:13:58
eftir Gaui
Ef við notuðum á jákvæðan hátt alla þá orku sem við eyðum í svindl, þá þyrfti ekki að virkja Kárahnjúka!

;)