Það er orðið dálítið síðan ég setti inn færslu um Fálkann, en það hefur ekkert sérlega mikið gerst þrátt fyrir það. Jólin eiga það til að vera frekar
fyrirferðamikil, líka hjá þeim sem eru ekkert að gera veður út af þeim. En, hér eru nokkrar myndir af því sem hefur þó áunnist:
Vængsætin á skrokknum voru sett upp á flipana á skrokkrifjunum, en ekki límd föst alveg strax. Ég á enn eftir að gera göt fyrir vængrörið og stýripinnana.

- 20201212_150639.jpg (137.22 KiB) Skoðað 4497 sinnum
Það þurfti að setja áfyllur þar sem þverbönd og langbönd mætast og síðan fylla á milli banda fremst á skrokknum. Þetta er þó ekki búið því ég þarf að fylla meira eftir að ég losa skrokkinn af stultunum. Eins á eftir að koma gólf í flugklefann sem heldur við hjólið og gerir þann búnað sterkari.

- 20201219_133716.jpg (137.54 KiB) Skoðað 4497 sinnum
Þetta er líka gert hinum megin.

- 20210102_150435.jpg (149.41 KiB) Skoðað 4497 sinnum
Hér er gólf fyrir farangur fyrir aftan aftursætið.

- 20210107_202431.jpg (116.1 KiB) Skoðað 4497 sinnum
Og hér er ég búinn að stilla í (en ekki líma) læsingu fyrir glerið yfir flugmannsklefanum. Þetta er svakalega flott læsing sem JVP lét mig hafa.

- 20210107_205103.jpg (89.2 KiB) Skoðað 4497 sinnum
Og hér kemur læsingin að framan. Ég þurfti að skera dálítið úr rifinu til að læsingin geti gengið til.

- 20210107_213459.jpg (101.96 KiB) Skoðað 4497 sinnum
Þá er hægt að líma niður 0,4mm krossvið yfir mælaborðið.

- 20210109_125529.jpg (123.12 KiB) Skoðað 4497 sinnum
Það fer líka 0,4mm krossviður yfir hrygginn á vélinni. Ég set hann á í sjö bútum frekar en að reyna að setja eitt stykki. Ég pússa krossviðinn niður til að koma í veg fyrir áberandi samskeyti og svo ætla ég að setja fylliefni líka.

- 20210109_131246.jpg (132.93 KiB) Skoðað 4497 sinnum
Hér eru fjórir fyrstu hlutarnir komnir á. Þetta tekur langan tíma vegna þess að hver bútur verður að vera nokkuð þurr áður en næsti fyrir framan er settur á. Það kláraðist líka hjá mér límbandið, svo ég neyddist til að nota bara klemmur til að halda þeim.

- 20210109_154808.jpg (144.18 KiB) Skoðað 4497 sinnum
