Síða 2 af 8
Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 12. Des. 2024 12:36:27
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 8
Ég setti seinni hliðina saman ofan á hinni. Ég bara bretti plastfilmuna yfir fyrri hliðina og límdi þá seinni saman þar ofaná. Þannig ættu þær báðar að verða eins.

- 20241212_120657.jpg (141.4 KiB) Skoðað 2677 sinnum
Á meðan límið harðnaði límdi ég krossviðar rif innan í hurðaskinnin.

- 20241212_114013.jpg (140.06 KiB) Skoðað 2677 sinnum

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 13. Des. 2024 12:35:11
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 9
Margir vinklar, klemmur og límbönd notuð til að setja hliðarnar saman ofan á teikningunni. Gekk bara vel.

- 20241213_111619.jpg (145.36 KiB) Skoðað 2635 sinnum
Ég færi servóin til þannig að þau verð aftar í skrokknum en sýnt er á teikningunni. Ég vil helst ekki hafa þau undir framsætinu. Til að ég hafi aðgang að servóunum, þá setti ég furulista í botninn á skrokknum þar sem kemur lok. Svo skar ég til 6mm balsa og kom honum fyrir á milli kolfíber stanganna. Á þeim eru göt fyrir bita sem koma til með að halda servóbakkanum.

- 20241213_120107.jpg (138.16 KiB) Skoðað 2635 sinnum
Skrokkrifið aftast í flugklefanum færist aftar og lækkar þar með. Hér er ég búinn að merkja það sem þarf að skera af rifinu svo það passi rétt ofan á skrokkinn.

- 20241213_104544.jpg (135.16 KiB) Skoðað 2635 sinnum
Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 14. Des. 2024 13:00:45
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 10
Til að geta haldið áfram með skrokkinn varð ég að efna niður í tvö stykki sem SLEC gleymdi að laserskera. Sem betur fer átti ég 6mm birki krossvið sem ég notaði til að búa til þessa hluta.

- 20241214_103756.jpg (129.92 KiB) Skoðað 2606 sinnum
Nú gat ég byrjað að setja flugklefann saman. Efst er vængsætið og frá því eru tvær 6mm stangir sem límast við afturpartinn, annars vegar, og mótorbúkkann, hins vegar. Ég límdi þetta saman með epoxý lími og fergði það niður á meðan límið harðnar.

- 20241214_114809.jpg (143.76 KiB) Skoðað 2606 sinnum
Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 14. Des. 2024 17:04:36
eftir Árni H
Á að frumfljúga á milli jóla og nýárs?

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 14. Des. 2024 17:23:16
eftir Gaui
Það er alveg hugsanlegt, Árni. En ég þarf, líklega, að klára vænginn fyrst.
Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 16. Des. 2024 12:18:54
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 11
Morguninn fór að mestu í að stilla upp og svo líma saman flugklefann. Þetta er ekki erfitt, en báðar hliðar þurfa að vera lóðréttar miðað við gólfið.

- 20241216_113706.jpg (142.32 KiB) Skoðað 2524 sinnum

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 17. Des. 2024 12:11:39
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 12
Mótorbúkkinn er nú límdur við flugklefann. Þetta virðist ekki neitt rosalega öflug samsetning, en það er ekki allt komið. Athugið að eldveggurinn er í réttu horni við klefagólfið, samkvæmt teikningunni.

- 20241217_095238.jpg (143.66 KiB) Skoðað 2494 sinnum
Skástífur innan við framrúðuna eru næstar. Þetta eru 5mm örvasköft úr koltrefjum, límd með epoxý lími.

- 20241217_105519.jpg (141.35 KiB) Skoðað 2494 sinnum
Og svo koma 6mm balsahliðar sem halda þétt við mótorfestinguna að framan og flugklefann að aftan. Mælaborðið er líka komið í, því á morgun kemur 3mm balsaklæðning á þetta allt saman.

- 20241217_112350.jpg (144.04 KiB) Skoðað 2494 sinnum

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 19. Des. 2024 13:28:07
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 13
Mjög ánægjulegur morgun að planka nefið á mótorbúkkanum. Ég ætlaði að bara beygja 3mm balsa yfir nefið, en hann var of þykkur, harður og stökkur til að láta beygja sig, svo ég skar hann niður í 10mm lengjur og plankaði á gamla mátann: með trélími og títuprjónum. Ég hlakka til að pússa þetta á morgun.

- 20241219_114715.jpg (146.19 KiB) Skoðað 2407 sinnum
Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 20. Des. 2024 12:13:46
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 14
Ég byrjaði morguninn á því að pússa nefið á flugklefanum slétt. Svo stillti ég saman framhluta og afturhluta skrokksins, mældi allt eins nákvæmlega og ég gat og límdi svo saman með epoxý lími. Svo passaði ég mig á að koma ekki við þetta á meðan límið harðnar.

- 20241220_115038.jpg (143.16 KiB) Skoðað 2358 sinnum

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 21. Des. 2024 12:11:45
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 15
Í dag mældi ég og kíkti stélflötinn aftan á skrokkinn og þegar allt var rétt setti ég góða slummu af lími og festi hann (þ.e. miðjuna) á skrokkinn. Stöngin sem situr framan á skrokknum var notuð til að kíkja út lárétta stöðu og svo notaði ég réttskeiðina sem sést á myndinni til að mæla frá vængsætinu að ytri brún stélsins.

- 20241221_100729.jpg (145.07 KiB) Skoðað 2177 sinnum
Hér er límið nokkuð þurrt og ég gat tekið stél helmingana af til að pússa miðjuna niður að skrokkhliðunum.

- 20241221_103037.jpg (143.89 KiB) Skoðað 2177 sinnum
Og þegar stélið fer á aftur verður svona bil frá rótinni að skrokknum. Þarna fer dúk klæðningin í gegn, eins og venja er á svona flugvélum.

- 20241221_105409.jpg (143.81 KiB) Skoðað 2177 sinnum
Og þá er ekki úr vegi að gá hvernig módelið lítur út með alla stél hluta á. Bara flott, þó ég segi sjálfur frá.

- 20241221_111050.jpg (145 KiB) Skoðað 2177 sinnum