Síða 2 af 60

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 6. Okt. 2008 01:16:33
eftir Björn G Leifsson
Grísað á Smíðará... :D

Skemmtilegt hjá ykkur, hlakka til að kíkja við næst þegar færi gefst.

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 10. Okt. 2008 01:31:45
eftir jons
Smá update í tilefni fimmtudags.

Hérna er búið að pússa vængina til og festa þá saman (#):
Mynd

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 15. Okt. 2008 15:54:20
eftir jons
Í ljósi þess að aðalþráðurinn þessa dagana virðist vera um ekki neitt, þá ákvað ég að setja inn tvær myndir hérna af Das Ugly Stik smíðinni (og vissulega má færa fyrir því rök að hér sé einmitt "ekkert" að gerast...).

Á fyrstu myndinni sést hvernig búið er að pússa skrokkinn til þannig að vængurinn smellpassar ofan á og er tilbúinn til festinga (#):
Mynd

Hérna er ég svo byrjaður á festingunum. Hérna er ég að setja krossviðstungu framan á vænginn; hún mun renna inn í skrokkinn og halda vængnum að framan. Að aftan verður sett krossviðsplata og skrúfað gegnum hana ofan í skrokkinn til að festa vænginn tryggilega (#):
Mynd

Væntanlega meira strax á morgun.

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 24. Okt. 2008 00:15:05
eftir Gaui
Enn eitt smíðakvöldið búið. Nú kom Diddi og fékk smá aðstoð við að setja hjólastell undir litla og flotta flugvél sem kallast Aviator. Hún er fyrir 40 mótora og er nett og falleg.

Mynd

Árni hélt áfram með Das Ugly Stick. Hér er hann að byrja á vængnum:

Mynd

Og Mummi dúllaði við sinn Stikkara allt kvöldið, kláraði stýrifletina og er byrjaður að festa vænginn á:

Mynd

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 31. Okt. 2008 08:44:31
eftir Gaui
Í gær kom Patreksfirðingurinn Rúnar og hélt áfram að setja saman Stikkinn sinn.

Mynd

Skrokkurinn er að skríða saman, stélflöturinn kominn og undirbúningur byrjaður að vængsmíði.

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 2. Nóv. 2008 20:52:35
eftir Gaui
Mummi kom í dag og fittaði mótorinn á Stikkinn:

Mynd

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 7. Nóv. 2008 00:05:36
eftir jons
Í kvöld byrjaði ég að klæða Stikkinn (með agnar-ponsu pínku hjálp frá Gauja). Eins og sést valdi ég að hafa hana skær-appelsínugula... og eins og sést er ég helvíti ánægður með litavalið :) (#):
Mynd

kveðjur, Mummi.

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 7. Nóv. 2008 01:06:59
eftir Sverrir
Glæsilegt :)

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 7. Nóv. 2008 08:45:55
eftir Björn G Leifsson
Grísaveisla!

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 8. Nóv. 2008 20:17:17
eftir kip
Mér likar þessi litur þarna