[quote=Páll Ágúst]... Verður hætt að nota völlinn í hafnarfirði? [/quote]
Nýtt rammaskipulag fyrir það sem kallað er "Uppland Hafnarfjarðar" verður væntanlega auglýst fljótlega. Það verður fróðlegt að sjá hvernig okkar mál koma þar inn.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong" H.L. Mencken
Það var í raunini synd að við skildum láta hundaeigendur hrekja okkur af Geirsnefinu, það var frábær flugstaður á sínum tíma. Þægileg staðsetning og einnig er veðurfar þar með því betra sem gerist á höfuðborgarsvæðinu.
Einnig má segja að FMF Þytur hefur í raun ekki borið sitt barr eftir að við hættum að fljúga á Geirsnefi, en á þeim árum voru félagarnir flestir (félagatalan komst næstum í 200 félaga.
[quote=JVP]Það var í raunini synd að við skildum láta hundaeigendur hrekja okkur af Geirsnefinu, það var frábær flugstaður á sínum tíma. Þægileg staðsetning og einnig er veðurfar þar með því betra sem gerist á höfuðborgarsvæðinu.
Einnig má segja að FMF Þytur hefur í raun ekki borið sitt barr eftir að við hættum að fljúga á Geirsnefi, en á þeim árum voru félagarnir flestir (félagatalan komst næstum í 200 félaga.
Kv.
JVP[/quote]
Já þetta var frábær staður. Man eftir því þegar maður var gutti í Árbænum og tók strætó nr. 10 Hlemmur-Selás þá fór maður alltaf þarna fram hjá og horfði á módelin. Ég get verið sammála Jóni að svona staðsetning trekkir menn í klúbbinn, kynning á módelflugi er mikil bæði fyrir þá sem hafa áhuga á að stunda þetta eða bara til þess að horfa á fjarstýrðar flugvélar fljúga um loftin blá.
Flugmódelfélag Akraness var stofnað 1994 og flugu þeir þá á fótboltaæfingasvæðinu við Langasand, í raun inn í miðjum bænum. Þarna komu Akurnesingar á kvöldin til að horfa á dýrðina og kynningin á sportinu varð mikil og menn skráðu sig í klúbbinn. Þarna í byrjun hafði staðsetning allt að segja.
Í Keflavík var flugvöllurinn rétt fyrir utan bæinn í átt að Garði og Sandgerði. Sú staðsetning hefur sjálfsagt hjálpað eitthvað til varðandi fjölda félagsmanna.
Enn svo er önnur saga að það er ekki nóg að vera með góða staðsetningu. Það þarf að taka vel á móti nýjum mönnum í þessu sporti.
kv
MK
Í Mogganum í fyrradag var verið að fjalla um einhverjar hundaerjur á Geirsnefi, en eins og allir vita þá fór völlurinn okkar þar í hundana á sínum tíma.