Flugmódel í kvöldfréttum RÚV í gær

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Gummir
Póstar: 37
Skráður: 3. Maí. 2009 16:36:19

Re: Flugmódel í kvöldfréttum RÚV í gær

Póstur eftir Gummir »

[quote=Agust]Hvaða aðferð ætli þeir noti til að mæla vindhraða úr módelinu sem er á fleygiferð?

Annars voru þetta, sýndist mér, tveir útlendingar ásamt einum íslenskum veðurfræðingi.[/quote]
Það var raunar ekki sýnt nægilega vel. En ég hugsa að einmitt þetta atriði "á fleygiferð" hafi líka verið mælt og e.t.v. mest spennandi. Þ.e. sveiflurnar í vindinum og orsakir þeirra. Með því að mæla nægilega mikið ætti að vera hægt að fá gögn sem nota má svo til að reikna þetta allt saman út með mjög mikilli nákvæmni. Það er hægt að ímynda sér ansi margar aðferðir. Gamla hornafræðin o.s.frv. Þeir þurfa líklega að vera alla vega tveir.

En hvernig er það, eigum við ekki bara að gefa kost á okkur í þetta? Gerast atvinnu flugmódelmen :) Þá er hægt að segja við frúna að maður þurfi rétt aðeins að droppa í vinnuna í 4 tíma eða svo og enginn kvartar.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Flugmódel í kvöldfréttum RÚV í gær

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Gummir][quote=Björn G Leifsson]Eg hélt þetta væri grín??!!

Í mesta lagi get ég ímyndað mér að þetta frauð-fiðrldi dugi til þess að taka loftsýni í einhverri hæð en sér er nú hver útbúnaðurinn.
Ef vel á að vera og fylgja vísindalegri smámunasemi, þarf að minnsta kosti (ímynda ég mér) að vera hægt að skrá hæð tækisins. Kannski eru þeir með svoleiðis útbúnað??

Hvað eru mennirnir að mæla?

Einhver sem kann deili á þeim og getur hjálpað okkur að kynna þeim fyrir alvöru ómönnuð loftför ;) ?[/quote]
Það er ekki mjög flókið að mæla vindhraða með þessum búnaði, nálægt jörðu. Það var einmitt það sem þeir voru að gera. Hæðarmæling á módelinu er líka tiltölulega lítið mál. Þessar plastflugvélar eru einmitt mjög hentugar í svona mælingar, eins og sást í sjónvarpinu.[/quote]
Nú eykst forvitni mín. Auðvitað er til búnaður sem mælir hreyfingar, vindþrýsting GPS-hnattstöðu (eða hvað það nú er) og svo framvegis og kanski sameinar allar þær mælingar í einhvers konar túlkun á hegðun loftmassans.
En til þess að koma slíkum búnaði fyrir í svona flygildi þarf hann að vera bæði afar fyrirferðarlítill og léttur. Við feðgarnir smíðuðum frauðflugur í gríð og erg hér um árið og þar skipta aukagrömmin virkilega máli. Mín gött fílíng er jú að það væri mun hentugra að nota stöðugri "platform". Allavega ef það á að vera einhver alvara í hlutunum.

Nema þá að þessir gaurar séu með einhver súpertæki sem vega ekki nema nokkra tugi gramma og ofurnákvæm....

Afskaplega á ég bágt með að trúa því að þeir noti hornamælingu til þess að mæla hæðina. Til þess þurfa þeir að vita yfir hvaða púnkti frauðildið er staðsett þegar hornið er mælt.
nema vindurinn sé það hagstæður að maður geti hangið yfir sama punkti... það höfum við jú margir prófað. GPS eða sónarhæðarmælir, jú-jú en í svona flygildi... neh þið verðið að sýna mér það áður en ég hætti að efast um að þetta sé annað en þykistuvísindi :P.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Ingó
Póstar: 25
Skráður: 19. Maí. 2005 23:35:02

Re: Flugmódel í kvöldfréttum RÚV í gær

Póstur eftir Ingó »

Ef þeir eru með tæki til að reikna út True Airspeed, en til þess þurfa þeir að vita sýndan flughraða (indicated airspeed, sem fæst með Pitot/static kerfi) hæð, hita, bæta svo við segulstefnu og tengja þær upplýsingar við GPS, þá geta þeir séð nákvæmlega hvað vindurinn er þar sem vélin er að fljúga.
Hægt er að fá fislétt Pitot/static kerfi frá t.d Eagletree, og GPS móttakarar vega ekki nema nokkur grömm í dag.
http://www.eagletreesystems.com/Standal ... dalone.htm
Passamynd
Gummir
Póstar: 37
Skráður: 3. Maí. 2009 16:36:19

Re: Flugmódel í kvöldfréttum RÚV í gær

Póstur eftir Gummir »

[quote=Ingó]Ef þeir eru með tæki til að reikna út True Airspeed, en til þess þurfa þeir að vita sýndan flughraða (indicated airspeed, sem fæst með Pitot/static kerfi) hæð og hita, og tengja þær upplýsingar við GPS, þá geta þeir séð nákvæmlega hvað vindurinn er þar sem vélin er að fljúga.
Hægt er að fá fislétt Pitot/static kerfi frá t.d Eagletree, og GPS móttakarar vega ekki nema nokkur grömm í dag.
http://www.eagletreesystems.com/Standal ... dalone.htm[/quote]
Já mjög líklega eitthva svoleiðis. En ef ég ætti að kenna þetta í eðlis- og stærðfræði, fyrir byrjendur, mætti nota t.d. myndavél, sem tekur myndir t.d. á 5 sec millibili. Hæfilega langt frá manninum. Mæla stærð flugvélarinnar, vita fjarlægð frá manninum o.s.frv. En þeir nota líklega sjálfvirkan búnað eins og að ofan.

Nasha líka að nota svona. Nú þurfum við bara að koma okkur upp samræmdri verðskrá. Það er mjög vinsælt að hittast í Öskjuhlíð af slíku tilefni. Ég mæli með Perlunni...

Annars sá ég mjög flott video tekið úr mjög einfaldri flugvél, með spaðann fyrir aftan flugstjórnarklefann. Einföld tækni er stundum best. Við ættum eiginlega að breyta nafni félagsskaparins í félag áhugamanna um ómönnuð loftför. Þá hættir fólk að hæðast að okkur... Ræðum það í Perlunni ásamt með "leiðbeinandi verðskrá".
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Flugmódel í kvöldfréttum RÚV í gær

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Gummir]... Við ættum eiginlega að breyta nafni félagsskaparins í félag áhugamanna um ómönnuð loftför. Þá hættir fólk að hæðast að okkur... Ræðum það í Perlunni ásamt með "leiðbeinandi verðskrá".[/quote]
Ekki slæm hugmynd þetta með nafnið.
Við höfum, sumir okkar a.m.k., verið að velta lengi fyrir okkur hvernig hægt er að hækka "statusinn" á þessu áhugamáli/sporti. Í heilarokinu kom meðal annars upp pælingin hvort hægt væri að íþróttavæða þetta og sækja um aðild að ÍSÍ eða þvíumlíkt. Það eru margir sem stunda módelfluglistir eins og hverja aðra íþrótt. Sú hugmynd þótti ekki sniðug.

En hvað er þetta með Perluna, er ekki flugstöð Hafnarfjarðarflugvallar í Hamranesi nógu góður fundarstaður eða missti ég af einhverju?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11507
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flugmódel í kvöldfréttum RÚV í gær

Póstur eftir Sverrir »

Grænmetissamráð, olíusamráð... etc... vinsæll samráðsfundastaður. ;)
Icelandic Volcano Yeti
Svara