Síða 2 af 2

Re: Sumar (2010) - Cub og Mustang

Póstað: 29. Okt. 2009 22:37:22
eftir Jónas J
Jæja. Hjólastellið komið undir, bara smá frágangur eftir í kring. Skelli inn mynd á morgun....
Næst er síðan að smíða í kringum mótorinn ;)

Þangað til á morgun ....... Have a good day :) or good night.....

Re: Sumar (2010) - Cub og Mustang

Póstað: 1. Nóv. 2009 21:20:38
eftir Jónas J
Jæja ég var víst búinn að lofa að setja mynd af hjólastellinu.... ekki bestu gæði í heimi í þessum símum :( !!!


Mynd

og svo var ég aðeins byrjaður á nebbanum.

Mynd

eins gott að Bossinn minn í vinnunni sjái ekki þessar myndir og hvar þær eru teknar :) usss..


Þar til næstu helgi. . . . .

Kveðja Jónas J

Re: Sumar (2010) - Cub og Mustang

Póstað: 1. Nóv. 2009 21:58:00
eftir Sverrir
Var þetta ekki í matartímanum!? ;)

Re: Sumar (2010) - Cub og Mustang

Póstað: 2. Nóv. 2009 11:28:13
eftir Jónas J
[quote=Sverrir]Var þetta ekki í matartímanum!? ;)[/quote]
Jú jú eigum við ekki að segja það bara. :)
Það er svona þegar maður er einn á kvöldvöktum og um helgar þá er matartíminn kannski aðeins frjálslegri ;) he he he.


Þangað til næst. . . .



Kveðja.
Jónas J

Re: Sumar (2010) - Cub og Mustang

Póstað: 6. Nóv. 2009 20:42:20
eftir Jónas J
Jæja ég er mættur. :)

Ég ákvað að klára vænginn. Allt að koma......

Mynd

Mesti tíminn fer í að klippa út stjörnurnar..

Mynd

Á slatta eftir, klára þær vonandi annað kvöld :).

Þangað til þá.......




Kveðja.
Jónas J

Re: Sumar (2010) - Cub og Mustang

Póstað: 11. Des. 2009 12:25:01
eftir Jónas J
Jæja, Mustanginn nánast klár. Bara smá details eftir en annars tilbúin til reynslu flugs.

Nokkrar myndir...

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Svo verður bara gaman næsta sumar ;)


Kveðja Jónas J

Re: Sumar (2010) - Cub og Mustang

Póstað: 11. Des. 2009 13:58:48
eftir Eysteinn
Sæll Jónas,

Þú verður að mæta á hraðflugskeppnina á næsta ári með þessa. Miss Amerika er auðvitað Pylon Racer no1 !!!!!!

Ég er hræddur um að Rauða hættan (Extran mín) hafi lítið í þessa.

Frábær árangur hjá þér Jónas og ég hlakka til að fara með þér á Hamranes með þessa ;)
Það verða stífar æfingar fyrir hraðflugskeppnina.

Kveðja,
Eysteinn

Re: Sumar (2010) - Cub og Mustang

Póstað: 11. Des. 2009 15:40:06
eftir Jónas J
Þið verðið að sætta ykkur við annað sætið ;) he he he

Auðvita verð ég með !!


Kveðja Jónas J