Ég var búinn að lofa sjálfum mér að byrja ekki að smíða fyrr en ég væri búinn að saga út alla hlutina sem sýndir eru á teikningunum, en vegna þess að ég er búinn að vera í smá vandræðum með að ná í nóg af krossviði, þá gat ég eiginlega ekki beðið lengur. Ég þarf núna að sníkja dálítið af 3mm krossviði frá vinum mínum og saga út þessa fimm eða sex hluti sem enn vantar. Mér fannst ég alveg eiga það skilið að byrja núna.
Hérna eru þeir hlutir sem þarf í einn Ercouope – eða flestir þeirra. Það er búið að taka mig um það bil þrjár vikur að saga og pússa þetta út ásamt með annarri smíð sem ég er að vinna í. Ef ég hefði gert þetta allt í einni striklotu, þá hefði það líklega tekið mig rúma helgi að gera það.
Eins og í flestum, ef ekki öllum, Ziroli módelum, þá byrjar maður þetta á því að byggja grind úr balsa sem allir aðrir hlutar skrokksins límast á. Þessi grind þarf að vera vandlega samsett og rétt, vegna þess að hún stjórnar því hversu rétt módelið getur orðið. Ef maður klúðrar grindinni, þá flýgur módelið aldrei rétt. Ef grindin er rétt, þá þarf maður virkilega að leggja sig fram um að gera restina skakka.
Takið eftir þeim tveim hlutum sem skipta mestu máli þegar maður byrjar að smíða nýtt módel: leiðbeiningarnar og kaffi.
Ercoupe TF-EHA
Re: Ercoupe TF-EHA
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Ercoupe TF-EHA
Átt þú ekki svona bolla, Sverrir minn?
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Ercoupe TF-EHA
Sæll Guðjón
Ég á ekki svona flottan bolla
Þú slærð ekki slöku við !Ég fór á heimasíðu Nick Ziroli og skoðaði teikningarnar hjá honum en mér fannst nú aðeins vanta upp á úrvalið. Ég hef lengi gælt við það að smíða Super Decathlon í stærri kantinum en ekki enn orðið af þvi veistu til þess að hann hafi fleiri teikningar en þær sem syndar eru á heimasíðini?
kv,Gaui K
Ég á ekki svona flottan bolla
Þú slærð ekki slöku við !Ég fór á heimasíðu Nick Ziroli og skoðaði teikningarnar hjá honum en mér fannst nú aðeins vanta upp á úrvalið. Ég hef lengi gælt við það að smíða Super Decathlon í stærri kantinum en ekki enn orðið af þvi veistu til þess að hann hafi fleiri teikningar en þær sem syndar eru á heimasíðini?
kv,Gaui K
Re: Ercoupe TF-EHA
Gaui -- svona flottan bolla fá bara útvaldir smiðir sem pósta á RC Scale Builder.
Ég er nú ekki sammála þér að 24 teiningar sé lítið úrval.
Ef þú ert að leita að góðum teikningum, þá er ágætis úrval hjá Bob Holman
Ég er nú ekki sammála þér að 24 teiningar sé lítið úrval.
Ef þú ert að leita að góðum teikningum, þá er ágætis úrval hjá Bob Holman
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Ercoupe TF-EHA
Ég er alveg sannfærður um að það hefur enginn áður tekið upp ný smíðaða Ziroli grind og þóst vera að spila á gítar, og þess vegna set ég hér fram mynd af alveg einstökum atburði.
Eftir þetta tók ég hvert skrokkrif fyrir sig og notaði Permagrit þjöl á þau til að láta þau passa á grindina. Hér eru rifin á sínum stað.:
Á morgun ætla ég að fara á Byggingadeildina í VMA og fá þá til að saga niður nokkra búta af 2” x 4” spýtum sem ég get notað til að setja undir grindina á meðan ég set skrokkinn saman.
Eftir þetta tók ég hvert skrokkrif fyrir sig og notaði Permagrit þjöl á þau til að láta þau passa á grindina. Hér eru rifin á sínum stað.:
Á morgun ætla ég að fara á Byggingadeildina í VMA og fá þá til að saga niður nokkra búta af 2” x 4” spýtum sem ég get notað til að setja undir grindina á meðan ég set skrokkinn saman.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Ercoupe TF-EHA
Strákarnir á byggingadeildinni voru glaðir að hjálpa mér og Kristján sagaði og heflaði fyrir mig fjóra flotta furukubba sem ég skellti á augavðagði undir grindina svo ég gæti límt skrokkrifin og vængsætið fast:
Eftir að límið hafði harðnað sneri ég skrokknum við og límdi klefabrúnina á:
Síðan kom hvert á fætur öðru eldveggurinn og festingar fyrir hann:
klefagólfið:
F3 (mælaborðið ??) -- þetta reyndist smá gestaþraut að troða í, en eftir að hugsa um þetta í smá tíma, þá fattaði ég hvernig átti að smeygja rifinu á sinn stað:
og að síðustu, stélsætið:
Ég held ég láti þetta harðna þangað til næst.
Eftir að límið hafði harðnað sneri ég skrokknum við og límdi klefabrúnina á:
Síðan kom hvert á fætur öðru eldveggurinn og festingar fyrir hann:
klefagólfið:
F3 (mælaborðið ??) -- þetta reyndist smá gestaþraut að troða í, en eftir að hugsa um þetta í smá tíma, þá fattaði ég hvernig átti að smeygja rifinu á sinn stað:
og að síðustu, stélsætið:
Ég held ég láti þetta harðna þangað til næst.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Ercoupe TF-EHA
fyrirgefðu nafni en þatta lítur út fyrir að vera mun einfaldara en Tiger-inn, er það rétt?
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur