Re: Ercoupe TF-EHA
Póstað: 10. Okt. 2009 16:35:02
Ég var búinn að lofa sjálfum mér að byrja ekki að smíða fyrr en ég væri búinn að saga út alla hlutina sem sýndir eru á teikningunum, en vegna þess að ég er búinn að vera í smá vandræðum með að ná í nóg af krossviði, þá gat ég eiginlega ekki beðið lengur. Ég þarf núna að sníkja dálítið af 3mm krossviði frá vinum mínum og saga út þessa fimm eða sex hluti sem enn vantar. Mér fannst ég alveg eiga það skilið að byrja núna.
Hérna eru þeir hlutir sem þarf í einn Ercouope – eða flestir þeirra. Það er búið að taka mig um það bil þrjár vikur að saga og pússa þetta út ásamt með annarri smíð sem ég er að vinna í. Ef ég hefði gert þetta allt í einni striklotu, þá hefði það líklega tekið mig rúma helgi að gera það.
Eins og í flestum, ef ekki öllum, Ziroli módelum, þá byrjar maður þetta á því að byggja grind úr balsa sem allir aðrir hlutar skrokksins límast á. Þessi grind þarf að vera vandlega samsett og rétt, vegna þess að hún stjórnar því hversu rétt módelið getur orðið. Ef maður klúðrar grindinni, þá flýgur módelið aldrei rétt. Ef grindin er rétt, þá þarf maður virkilega að leggja sig fram um að gera restina skakka.
Takið eftir þeim tveim hlutum sem skipta mestu máli þegar maður byrjar að smíða nýtt módel: leiðbeiningarnar og kaffi.
Hérna eru þeir hlutir sem þarf í einn Ercouope – eða flestir þeirra. Það er búið að taka mig um það bil þrjár vikur að saga og pússa þetta út ásamt með annarri smíð sem ég er að vinna í. Ef ég hefði gert þetta allt í einni striklotu, þá hefði það líklega tekið mig rúma helgi að gera það.
Eins og í flestum, ef ekki öllum, Ziroli módelum, þá byrjar maður þetta á því að byggja grind úr balsa sem allir aðrir hlutar skrokksins límast á. Þessi grind þarf að vera vandlega samsett og rétt, vegna þess að hún stjórnar því hversu rétt módelið getur orðið. Ef maður klúðrar grindinni, þá flýgur módelið aldrei rétt. Ef grindin er rétt, þá þarf maður virkilega að leggja sig fram um að gera restina skakka.
Takið eftir þeim tveim hlutum sem skipta mestu máli þegar maður byrjar að smíða nýtt módel: leiðbeiningarnar og kaffi.