Síða 2 af 2
Re: Skruppum á Melana...
Póstað: 2. Nóv. 2009 17:42:40
eftir Þórir T
Gaui, þú hóar á mig ef þú hefur í hyggju að láta Kwik Fli, er haggi?

Re: Skruppum á Melana...
Póstað: 2. Nóv. 2009 19:45:33
eftir Gaui
Það má hafa það í huga.
Re: Skruppum á Melana...
Póstað: 6. Nóv. 2009 17:42:33
eftir Árni H
[quote=maggikri][quote=Árni H][quote=maggikri]
Skrúfurnar virðast hafa hangið í mótornum.
kv
MK[/quote]
Sem betur fer og ekki síst vegna hnitmiðaðrar staðsetningar og útspekúleraðs gráðuhalla á mótorunum tolldu skrúfurnar á sínum stað þannig að viðgerðin tók ekki nema nokkrar sekúndur. Það var líka óneitanlega svolítið fyndið að sjá Stikkinn koma inn til lendingar með allt lafandi og dinglandi!
Þetta kennir manni að fara reglulega yfir skrúfur og tengi í vélunum. Ég hafði ekki gert það síðan í vor á þessari vél. Ég hefði náttúrulega átt að gera það strax þegar ég var að taka dótið til heima vegna þess að þá rak ég augun í að kristallinn var á leiðinni út úr móttakaranum - hékk eiginlega bara á síðusta kvartmillímetranum! Best að setja límband yfir kristallinn í ársskoðuninni...
Ofan á allt þetta kom svo þetta líka svaka flutter í vélina í fyrsta flugi þegar kúturinn var kominn á sinn stað. Þá voru kontrolhornin á báðum hallastýrum orðin laflaus! Poltergeist einhver?
Moralen er: Herðið reglulega allar skrúfur og gangið tryggilega frá þeim!
Kveðjur,
Árni Hrólfur[/quote]
Árni! hver er eiginlega "mekkinn á þessari vél"?
kv
MK[/quote]
Hann óskar nafnleyndar...

Re: Skruppum á Melana...
Póstað: 7. Nóv. 2009 10:55:10
eftir Gaui
[quote=Árni H]Hann óskar nafnleyndar...

[/quote]
Þetta á auðvitað að vera Oscar Nabbleidar -- við flytjum mekkana inn frá úttlöndum