Síða 2 af 6

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 18. Sep. 2010 22:55:03
eftir Gaui K
Já um að gera hafa smá grín með :) ég held líka að þetta geti alveg verið í lagi með þessa mótora þetta virðist alt vera svipaðar græjur nú orðið og virkar bara fínt.

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 24. Nóv. 2010 09:35:01
eftir Gaui K
smávegis föndrað.
fékk mér það þynnsta plast sem til hjá þeim í plast og ál skútuvogi og klippti út nýja glugga.......
Mynd
svo var límt og neglt með extra small nöglum :)
Mynd
Mynd

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 24. Nóv. 2010 12:55:12
eftir Jónas J
Flott vél. Það verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér :)

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 24. Nóv. 2010 17:33:35
eftir Palmi
Lítur vel út, verður gaman að vita hvernig mótorinn virkar. Keypti DLA 56cc frá Hobby King í vor en tvö eyru af mótorfestingunni brotnuðu af eftir 4 flug...hafði samband við þá og þeir eru ekki með neina varahluti. Það er sennilega erfiðast með þessa ódýru mótora.

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 24. Nóv. 2010 20:31:02
eftir Gaui K
Jahá ! það hljómar ekkert sérstaklega traustvekjandi :)
En við settum þennan mótor reyndar í gang í dag og það er gaman frá því að segja að hann datt strax í gang og virðist ganga flott hvað gerist svo síðar verður bara að koma í ljós.Er þessi mótor hjá þér þá bara ónýtur?

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 25. Nóv. 2010 00:05:39
eftir lulli
Sæll Gaui K !
Virkilega gaman að sjá vélina hjá þér endurfæðast...
Varðandi mótorinn þá sá ég skrifað í review, reyndar fyrir minni, en sömu gerðar motors,
að þeir leystu vandamálið með því að setja fjaðrandi millilegg undir stoplana sem fylgja með.
Greinilega búið að létta efnið í þeim alveg niður að þolmörkum, enda eru þeir að nálgast þvi að verða sbrl. við 4-gengis í vikt.
Kv.Lúlli.

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 25. Nóv. 2010 00:10:52
eftir Palmi
Nei Gaui, mótorinn er í fínu lagi og startaði líka fínt upp þegar ég setti hann fyrst í gang. Það þarf bara að mixa nýjar festingar... Mynd

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 25. Nóv. 2010 00:17:37
eftir Pétur Hjálmars
Ég vona að það sé bara svona léleg málning á álinu... bara grín.
Líklegt er að framleiðendurnir séu búnir að fá aðvörun og séu búnir að laga gallann.
Enginn mótorframleiðandi vill hafa þetta á bakinu.
Gangi þér vel.
Kv.
Pétur

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 25. Nóv. 2010 00:52:20
eftir Sverrir
Ef menn nenna að leita þá var þráður á FlyingGiants þar sem sem menn voru að ræða þessi mál frá öllum hliðum. Minnir að menn hafi verið að tala um að bakplöturnar af 55 mótorunum pössuðu, ættir endilega að athuga hvort þú finnir þetta ekki.

Pétur þessum framleiðendum er oft ekkert sérstaklega umhugsað um „vörumerkið“ sem slíkt og breyta því stundum eins og sumir skipta um nærfatnað.

Lúlli mér þætti allt eins líklegt að efnið sem þeir nota sé ekki nógu gott því eyrun eru ekkert mikið frábrugðin t.d. DA, þykkari ef eitthvað er. Hins vegar virðast þeir hafa breytt bakplötunni örlítið og kannski er það að koma aftan að þeim núna.

Mynd

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 25. Nóv. 2010 12:37:39
eftir Björn G Leifsson
DE, DLE, DLA... allt Nó-Neim sem eiga að tengjast í hugum okkar við hina frábæru en dýrari DA mótora og fá okkur að treysta þeim.


Orsökin á þessum brotum er væntanlega sú að þetta er formsteypt álblanda sem þolir ekki álagið. Álið er of stökkt og jafnvel wkki nógu vel steypt og fullt af örsmáum loftbólum.

DA sker með tölvustýrðum fræsara mótorblokkirnar úr heilum kubbum úr hágæða, massívu áli.

Gæti trúað að það hafi líka verið einhver spenna á mótorfestingunum, ekki alveg rétt staðsett göt í eldveggnum?

Ef ekkert hefur breyst hjá Dessert Aircraft (DA) þá gera þeir við mótor og senda þér tilbaka án þess að taka greiðslu fyrir það. Lika ef mótorinn hefur skemmst í krassi! Þú þarft bara að borga flutninginn til þeirra.

Maður fær þau gæði sem maður borgar fyrir.

Ég er með einn DLE 55 mótor sem ég ætla að nota í fjósamanninn. Sennilega best að skoða kvikyndið eftir hvert flug :p