H9 Ultra Stick 40

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
INE
Póstar: 294
Skráður: 11. Júl. 2009 21:35:56

Re: H9 Ultra Stick 40

Póstur eftir INE »

Takk Árni,

Þetta er ansi hugvitsamlegt aðferð!

Þetta var í fyrsta sinn sem ég nota svona blý, það sem ég gerði var að hreinsa blýið með hreinsuðu bensíni. Límdi síðan helming af frönskum rennilás á blýið með medium CA , hinn hlutann af rennilásnum festi ég líka með dropa af CA. Blýið virðist sitja alveg pikk fast en gefur möguleika að vera fjarlægt ef þarf á að halda í farmtíðinni.

Það sem er að gera Stikkinn svona fram þungann er hvað mótorinn er framarlega á bukkanum en þetta er nákvæmlega eftir manualnum, 12.4 cm frá eldvegg.

Þakka góða ábendingu,

Kveðja,

Ingólfur.
Ingólfur Einarsson
YAK54/DLE111 ? ULTRA STICK/DA35 ? ELAN/P120SX ? ULTRA FLASH/P120SE
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: H9 Ultra Stick 40

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Gaui, alvöru STICK var a nefhjoli svo það vantar avöru stick i safnið, gangi ykkur vel með þessar velar.
Kv. Einar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: H9 Ultra Stick 40

Póstur eftir Sverrir »

Nokkuð margar í FMS á nefhjólum, alla veganna ein 8 stykki ef ekki fleiri. :)

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 5881
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: H9 Ultra Stick 40

Póstur eftir maggikri »

Mynd
Passamynd
INE
Póstar: 294
Skráður: 11. Júl. 2009 21:35:56

Re: H9 Ultra Stick 40

Póstur eftir INE »

Stór atburður í flugsögu Grindavíkur átti sér stað kl 0800 í morgun.

Fór bakvið hús með Ultra Stickinn og frumflaug. Fyrsta flugtak var án flapsa og gekk vel. Þurfti aðeins að trimma elevator um nokkur klikk annað þurfti ekki.

Bændurnir hér í svetinni hafa verið að bera skít á túnin að undanförnu en Stickinn hlær af þeim, í næstu flugtökum notuðum við fulla flapsa og þurfti stickinn ekki nema nokkra metra flugtaksbrun í skítnum.

Skil vel afhverju menn lofsyngja þessar vélar :)

Kveðja,

Ingólfur.
Ingólfur Einarsson
YAK54/DLE111 ? ULTRA STICK/DA35 ? ELAN/P120SX ? ULTRA FLASH/P120SE
Svara