Byrjandi í þyrluflugi

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11507
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Byrjandi í þyrluflugi

Póstur eftir Sverrir »

Þið eruð báðir Tótar en bara annar með það sem notendanafn :P
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: Byrjandi í þyrluflugi

Póstur eftir benedikt »

Ég verð samt auðvitað að mæla frekar með JR stýringum ;)

90% heli flugmanna nota JR + móti 10% (9 JR menn á móti Ingþóri einum) ;)

bara grín.. Futaba er eflaust flott tæki ;)

Hvað varðar val á þyrlu - þá hefur þessi spurning komin ansi oft upp t.d. á http://www.runryder.com sem er aðal þyrlu spjallvefur í heiminum.

Svarið sem oftast stendur upp úr er:

Veldu það sem er í kringum þig, og það sem auðveldast er að fá varahluti og hjálp með.

Hér eru lang flestir að fljúga Raptor 30/50 frá ThunderTiger, Það er svona best all'round buy.


kv
benni
If you ain't crashing, you ain't trying !
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Byrjandi í þyrluflugi

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Futaba og JR...

Þetta er eins og Chrysler og Dodge. Hvort tveggja bílar með fram og afturljós, mótor, bremsur og svo framvegis og koma þér frá A til B á sama hátt.
Fítusarnir að miklu leyti sambærilegir með ýmsum afbrigðum í útliti og útfærslum en gæðin virðast afskaplega lík.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: Byrjandi í þyrluflugi

Póstur eftir benedikt »

meinar semsagt Chrysler og Porsche ;)
If you ain't crashing, you ain't trying !
Passamynd
Tóti
Póstar: 85
Skráður: 6. Mar. 2006 17:31:02

Re: Byrjandi í þyrluflugi

Póstur eftir Tóti »

Jæja ég er búinn lesa mikið um fjarstýringar á netinu og hef komist að því að sé lítið vit í að kaupa ódýra stýringu eins og Futaba 6EXH.
Mér líst vel á bæði Futaba 9CHP og JR 9XII.

Nú langar mig að vita hvort maður sé eitthvað betur settur með að vera með sömu tegund af stýringu og 90% þyrlumanna er að nota eins og benedikt segir,
eða er það ekki að skipta eins mikklu og að vera með sömu þyrlu og menn eru að nota í kringum mig?

Kv
Tóti
Þórður K. Einarsson
Raptor 50 - Goblin 800 myndatökuþyrla
www.helifilms.is
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Byrjandi í þyrluflugi

Póstur eftir Ingþór »

Það skiptir litlu máli hvort þú sért með JR eða Futaba, og það er varla einusinni smekksatriði heldur bara spurning um jahh, eitthvað annað. sjálfur er ég að uppfæra í Futaba 9Z vegna bling faktorsins, ekki það að 8 rása stýringin mín dugar mér ekki, ég hef aldrei tengt meira en 7 rásir og hún hefur öll þau prógröm sem ég hef haft þörf fyrir, mig BARA LANGAR Í 9Z :D og ég veit ekki afhverju.

ég á erfitt með að ímynda mér hversvegna maður getur þurft fleyrri en 8 rásir meirasegja, rásirnar eru svona:
1. left/right cyclic (hallastýri)
2. fore/aft cyclic (hæðastýri)
3. throttle (bensíngjöf)
4. tailrotor pitch (rudder)
5. govenor rpm (snúningur mótors)
6. collective (skurður)
7. gyro sens (næmni gyrós)
8. hér er ekkert standard, en stundum notað í:
i. mixtúra á mótor
ii. uppdraganleg hjól
iii. sleppibúnað fyrir load
iv. ljós eða álíka

Flestir byrjendur notast bara við rásir 1, 2, 3, 4, 6 (og 7 ef þeir eru með góð gyro) sem eru bara sex rásir þannig að 6 rása stýring dugar fínt, en það er ekki pláss fyrir tildæmis govenor nema hafa hann á forstiltum snúning sem er svosem altílagi.

en níu rása stýringar geta verið svolítið 'overkill', sérstaklega fyrir byrjendur

ég mæli því aftur með því að þú kaupir stýringuna mína svo ég geti fengið mér 9Z og aukið við blingfactorinn hjá mér ;)

En það skiptir semsagt minna máli hvort þú sért með JR eða Futaba, ég og jón fljúgum Futaba, en benni og moe fljúga JR, en allir geta aðstoðað þig með hvort sem er.

Hitt er annað mál að varðandi þyrlurnar þá borgar sig að fá sér eitthvað sem aðrir eru með í klúbbnum, og þar er Raptorinn lang vinsælastur, en einnig eru menn að fljúga Hirobo Freyju, Century Predator, Align T-rex, JR Venture (engin að fljúga Futaba þyrlu) , Kyosho Caliber og Nexus og öðru því sem menn komast yfir.
Annars er modex.is með gott verð á Century Hawk Pro þyrlu og er ég alveg viss um að þú gætir fengið alla þá aðstoð sem þú þarft ef þú færð þér svoleiðis grip.

Hvernig þyrlu þú ættir að fá þér fer svolítið eftir því hvað þú ætlar að gera í sportinu, ef þig langar bara til að ná tökum á fluginu þá mæli ég með Hawk Pro, ef þú stefnir á 3D listflug (og ég mæli með því) þá mæli ég með Raptor, ef þú stefnir í klassískt listflug mæli ég með Freyu, ef þú stefnir í scala flug þá veit ég ekkert með hverju maður ætti að mæla, kannski einhverju Hirobo, ef þú stefnir í jet engine flug þá mæli ég bara með því að þú fáir þér aukavinnu.
nú hef ég mælt nóg.
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11507
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Byrjandi í þyrluflugi

Póstur eftir Sverrir »

Er það ekki spurning hversu vel þessi 90% og 10% kunna á stýringarnar sínar ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: Byrjandi í þyrluflugi

Póstur eftir benedikt »

JR (nær allar) / Hirobo Freyja= FAI (nákvæmislistflug)

3D og svona allt almennt stick-bashing: Raptor 30/50/90/ Hirobo Scedu 50...hugsanlega Century Predator

extreme 3D - Raptor , MA fury / tempest, JR Vigor CS/Vibe

Fljúga hringi og stefnir ekki hærra: Century hawk, raptor 30/50, Kyosho caliber 30/50

Scala: kemur bara eitt merki til greina: VARIO


*geisp*, best að fara gera AFTUR við Trexinn.. Align-Trex, aðalega til að æfa fínhreyfingar við samsetningu ;)
If you ain't crashing, you ain't trying !
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Byrjandi í þyrluflugi

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Mín fílósófía er, allavega varðandi alvöru (vængjað) flug:

Byrjendastýring með 4 rásum... gleymdu því
Byrjendastýring með 6 rásum... fljótlega of lítið.
Milliklassastýring 7 - 8 rásir, með takmörkuðum "tölvumöguleikum" (mixing oþh)... fínt fyrir byrjendur en...

Það fara X dagar og Y áreynsla í að sannfæra konuna að það sé nauðsynleg fjárfesting að fá sér svona "dýrt leikfang". Svo þegar þú ert illa dottinn í sportið og þarft nauðsynlega enn betri stýringu þá kostar það 5X daga og Y-í öðru veldi áreynslu að sannfæra konuna um að það hafi verið nauðsynlegt að fá sér aðra, næstum tvöfalt dýrari stýringu bara ári eftir að þú keyptir hina...

...svo...

Ef þú getur þá kauptu þér bling-bling stýringuna strax (amk klassa betri en þú telur þig þurfa/eiga fyrir) því konan skynjar hvort eð er ekki muninn á henni og ódýrari stýringunni og það tekur jafn langan tíma og áreynslu að fá hana góða :D

Svo marg-borgar sig að fá sér góða tösku til að geyma stýringuna í.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Byrjandi í þyrluflugi

Póstur eftir Ingþór »

Já þetta er nokkuð rétt hjá doxa, og þú munt fljúga langt um betur með þessari stýringu, ferð bara í start -> All Programs -> FAI -> World Champion flight 2005 og ýtir á play og þá sjá allir hvað þyrlan þín getur flogið flott ;) ;)
Mynd
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Svara