Síða 2 af 5

Re: Viper Jet

Póstað: 17. Maí. 2010 11:37:38
eftir Sverrir
Getur verið með þær á sér takka á stýringunni eða mixað þær inn í aðra rás. Í vélinni þá er þetta loftslanga sem þrýstingur er settur á úr forðabúri, hún getur svo blásið út gúmmíhring eða bremsudiska.

Gekk frá innstungu fyrir hliðarstýris servóið.
Mynd

Ætti ekki að fara langt.
Mynd

Ég þarf hins vegar örlítið meiri slaka á snúrunum fyrir hæðarstýrin svo ég nota Ashloks þar. Það eru rétt rúmlega sex metrar af vírum bara fyrir stjórnfletina aftur í stéli.
Mynd

Þarf að smíða eins og eina tækjaplötu fyrir bensíndælu og fleiri fylgihluti.
Mynd

Þetta ætti allt að komast fyrir þarna.
Mynd

Re: Viper Jet

Póstað: 17. Maí. 2010 11:45:58
eftir INE
Var að velta fyrir mér þessu með bensíndæluna, auk hennar er einhverskonar Fuel Control Unit (FCU) sem stjórnar flæði eldsneytis inn á mótorinn? Er það unit síðan tengt inn á móttakara eða er ég að ímynda mér þetta kolvitlaust....?

Frábært að fylgjast með.

Takk.

Re: Viper Jet

Póstað: 17. Maí. 2010 13:50:26
eftir Sverrir
FADEC maður, þetta er keppnis. En annars virðistu þekkja þetta eða svipuð kerfi. ;)

FADEC hjá Jetcat(og öðrum framleiðendum) er kallað ECU, Electronic Control Unit, og sér um að opna raflokana(e.solenoid/shut-off valve á myndum) í ræsingarferlinu og stjórna flæðinu á eldsneytisdælunni í samræmi við merkið sem móttakarinn sendir fyrir bensíngjöfina til að halda ákveðnum snúning. Til að auðvelda sér lífið þá fylgist ECU með snúning mótorsins og hitastigi útblásturs en einnig er hægt að tengja pitot og/eða GPS við ECU og nota til að setja takmörk á hámarkshraða vélarinnar.

Læt tvær myndir fylgja með.

Rafmagnshlutinn
Mynd

Eldsneytishlutinn
Mynd

Re: Viper Jet

Póstað: 17. Maí. 2010 14:02:52
eftir Sverrir
Var í smá stund að íhuga hvernig ég gæti fest tækjaplötuna að aftan þar sem ég þarf að geta tekið bensíntankinn úr vélinni, svo kveiknaði smá ljós og ég límdi kubbana á tankinn.
Mynd

Hitaþolnir barkar liggja aftur að stélflötunum.
Mynd

Hér kemur svo plata á milli snúranna og útblásturspípunnar.
Mynd

Loftkútarnir fyrir hjólastellið verða efst í hvalbaknum.
Mynd

Flipi búinn til úr flugvélaáli, ætlaður í að tryggja lóðrétta stélflötin að framan.
Mynd

Hér er búið að taka úr fyrir honum og smyrja Hysol duglega inn í neðri hluta stélsins.
Mynd

Svo var stykkið sett aftur í sem var skorið úr, svo var bara að leyfa þessu að þorna áður en farið var í mótvægisaðgerðir í skrokknum.
Mynd

Límið orðið þurrt, þá er bara að merkja og skera.
Mynd

Bjó til kubb sem tekur á móti flipanum og fyllir einnig upp rýmið þar sem ég þarf að bora fyrir skrúfunni.
Mynd

Þessi kubbur kemur svo á móti en innan í honum er gaddaró.
Mynd

Hér sést annar kubburinn á sínum stað og svo var smá bið á meðan límið þornaði.
Mynd

Hér er búið að bora í gegnum allt dótið og taka úr fyrir skinnu sem verður límd í.
Mynd

Svo skelli ég smá hvítum lit á þetta og þá hverfur það og stélflöturinn fer hvergi!
Mynd

Félagi Ingólfur tjáði mér það í febrúar að hann þyrfti að skreppa til Hollands að leika sér í kassa(sandkassa? hver veit :P ) þá helgina og var að forvitnast um hvort mig vanhagaði um eitthvað. Það vill svo skemmtilega til að Digitech í Hollandi framleiðir „trailing link“ leggi fyrir Viperjet sem ég hef haft augastað á. Eftir smá viðræður og símtal til Sandors þá fór pakki í póst með UPS(€13 fyrir flutning og afhendingu daginn eftir, ekki slæmt) og hann beið svo eftir Ingólfi þegar hann kom út á hótelið. Takk fyrir „gamli“ minn! :)

Vefmyndavélin vinnur engar ljósmyndakeppnir en það má vel greina hvað er þarna á ferð og svo voru næstu dagar bara eins og biðin eftir aðfangadegi í gamla daga. ;)
Mynd

Aðeins betri mynd frá Digitech.
Mynd

Re: Viper Jet

Póstað: 17. Maí. 2010 20:45:20
eftir Sverrir
Jæja, svo þurfti að undirbúa tankana og eyddi annar tankurinn meirhluta helgar fullur af eldsneyti og ekki dropa að sjá að utanverðu. Það kom hins vegar ýmislegt út úr honum þegar hann var tæmdur eins og sjá má. Þetta var svo endurtekið nokkrum sinnum, þ.e.a.s. áfylling og tæming, ekki gaman að hafa óþarfa drullu í eldsneytiskerfinu.

Mynd

Obbobbob... seinni tankurinn var ekki alveg jafn samvinnuþýður. :(
Mynd

Nálarauga þarna sem tók upp á þessum dónaskap að leka. :/
Mynd

Smá sandpappír, trefjadúkur, sýrulím og Hysol og tankurinn tilbúinn í annað lekapróf sem hann stóðst með sóma.
Mynd

Hér er búið að smíða og gata tækjaplöturnar, næst á dagskrá var að koma einhverjum lit á þær.
Mynd

Rofinn fyrir Powerbox og JetCat tengibrettið, hugmynd tvöþúsundsexhundruðsjötíuogníu eða eitthvað álíka... ;)
Mynd

Re: Viper Jet

Póstað: 17. Maí. 2010 21:02:05
eftir Gabriel 21
VVVVVVvvááááááá...hvað þetta er geggjuð vél hjá þér Sverrir :D

Re: Viper Jet

Póstað: 17. Maí. 2010 21:17:25
eftir Kjartan
Glæsilegt Sverrir, til hamingju.

Kjartan

Re: Viper Jet

Póstað: 17. Maí. 2010 21:32:37
eftir Sverrir
Takk. :)

Re: Viper Jet

Póstað: 17. Maí. 2010 23:04:26
eftir einarak
Úllala, Glæsilegt!! en áttu enga heildarmynd af dýrinu fyrir okkur?

Re: Viper Jet

Póstað: 17. Maí. 2010 23:45:09
eftir Guðjón
Nokkrar hérna ;)