Síða 2 af 5

Re: Samkaup? Mótor, servó, hraðsmíðakit

Póstað: 31. Maí. 2010 20:03:55
eftir Agust
Smíðagrein sem er í gangi núna:

http://www.rcmf.co.uk/4um/index.php/topic,67654.0.html

Steve Holland (Comet50) er m.a. annarra þarna á spjallinu.

(Skrolla aðeins niður síðuna...)

Re: Samkaup? Mótor, servó, hraðsmíðakit

Póstað: 2. Jún. 2010 14:32:41
eftir Agust
Mér líst vel á þessa vél. STOL og með góðum flöpsum sem mér finnst eiginlega ómissandi. Svo er hún með lúgu og getur borið 5 kg minnir mig. Það þyrfti því ekki nema 8 flug til að dreifa úr einum 40 kg áburðarpoka :) Frábært landbúnaðartæki :)

Það getur vel verið að ég falli í þá freistni að kaupa svona timburpakka. Til viðbótar þarf svo balsaplötur, hjólastell, harðviðarvængbita og sjálfsagt eitthvað fleira. Pantaði CD sem ég fæ vonandi eftir næstu helgi.

Re: Samkaup? Mótor, servó, hraðsmíðakit

Póstað: 2. Jún. 2010 16:43:32
eftir Páll Ágúst
Það stóðu 5 lb á síðunni.
Hún getur þá borið 2,2 kíló :)

Re: Samkaup? Mótor, servó, hraðsmíðakit

Póstað: 2. Jún. 2010 19:07:33
eftir Agust
Æ Æ Þessir Bretar... Tommur, pund, ... Sussum svei :)

Re: Samkaup? Mótor, servó, hraðsmíðakit

Póstað: 21. Jún. 2010 22:00:03
eftir Björn G Leifsson
Jæja....

Ætli það sé ekki best að fara að huga að þessu. Hverjir eru með í að panta sér spýturnar?

Ætli það sé ekki smá hagstæðara að panta fleiri saman?

Gaui, Kjartan, Ég, Ágúst(?), Páll(?), fleiri?? Já og svo er ég viss um að Maggi formaður er svag, ekki satt?


Og Páll, þú getur haft samband og komið og náð í diskinn. s.695 8170

Re: Samkaup? Mótor, servó, hraðsmíðakit

Póstað: 21. Jún. 2010 22:41:08
eftir Guðjón
er möguleiki á að balsi geti verið með í þessari pöntun?

Re: Samkaup? Mótor, servó, hraðsmíðakit

Póstað: 21. Jún. 2010 23:24:49
eftir Gaui
Hey, Dokktor - við erum alla vega þrír ákveðnir hér fyrir norðan, ég, Kjartan og Þorsteinn Eiríks.

Re: Samkaup? Mótor, servó, hraðsmíðakit

Póstað: 21. Jún. 2010 23:25:25
eftir Gunni Binni
[quote=Björn G Leifsson]Jæja....

Ætli það sé ekki best að fara að huga að þessu. Hverjir eru með í að panta sér spýturnar?

Ætli það sé ekki smá hagstæðara að panta fleiri saman?

Gaui, Kjartan, Ég, Ágúst(?), Páll(?), fleiri?? Já og svo er ég viss um að Maggi formaður er svag, ekki satt?


Og Páll, þú getur haft samband og komið og náð í diskinn. s.695 8170[/quote]
Sæll félagi!
Verð gjarnan með í svona pakka, svo verður maður bara að sjá til hvenær maður hefur tíma til að hraðsmíða þetta .)
kveðja
Gunni Binni

Re: Samkaup? Mótor, servó, hraðsmíðakit

Póstað: 21. Jún. 2010 23:27:10
eftir Gaui
Það væri vert að spyrja Traplet hvort hann veitir magnafslátt.

Re: Samkaup? Mótor, servó, hraðsmíðakit

Póstað: 22. Jún. 2010 14:22:15
eftir Björn G Leifsson
Ég talaði áðan við Steve Holland og hann ætlar að senda mér lista yfir viðinn sem þarf aukalega. Hann ætlar líka að sjá hvort hann geti útvegað okkur einhvern afslátt.

Steve bað vel að heilsa en hann er í vinnuferð og getur ekki sinnt þessu fyrr en í byrjun næstu viku. Þess vegna er best að þeir sem ekki eru búnir að ákveða sig ennþá láti mig vita í síðasta lagi á laugardag svo ég geti sagt Steve hve margir eru með.

Ég, Gaui, Þorsteinn, Kjartan, Gunni Binni erum sem sagt allir ákveðnir ef mér reiknast rétt. Vantar einhvern?
Eru ekki fleiri með? 6-8 væri góð tala amk.

Varðandi spurningu Guðjóns þá pöntum viðleysiskorna viðinn frá Traplet sem kostar 135 pund
Viðbótarbalsa og lista pöntum við svo eins og hver og einn þarf frá einvherjum góðum stað (tillögur einhver?) og ef þú villt vera með í þeirri pöntun Guðjón þá er það ábyggilega hægt.

Svo væri kannski hægt að sameinast um pöntun á mótorum og öðru eftir þörfum.