Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3772
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Gaui »

Vídeologgurinn er hreinasta snilld Doktor Björn. Ef ég ætti vídeokameru, þá myndi ég herma þetta eftir þér.

Og það er ekkert verra þó þetta sé ekki nákvæmlega skriptað og undirbúið - Spontantið er flott og það er svona Dogma fílingur á þessu - sérsatklega þegar konan æðir inn og skilur ekkert við hvern þú ert að tala ;) :cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3772
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Gaui »

Hér er staðan í morgun: Búinn að klístra öllum balsanum utan á skrokkinn:

Mynd

Bæ ðö vei, Dr.B sýndi límið sem hann notar í vídeóinu. Hér er það sem ég er með. Ég nota sams konar Titebond og hann plús ég notaði svokallað SuperPhatic í kverkarnar. Þetta er svipað og Titebondið, nema miklu þynnra, svo að á tíu til fimmtán mínútum á meðan það er að stirðna, þá sígur það inn í samskeytin og viðinn í kringum þau. Virðist virka fínt. Það fylgir því líka stútur sem ég nota við að setja það á.

Mynd

Í samtali við Dr.B sagði hann mér að hann ætlaði að hafa lúguna stór, svo ég hermdi það eftir og hér sést hún. Lúgan er um 18 sm löng.

Mynd

Steve segir í leiðbeiningum að maður geti keypt lúgulæsingu, en þar sem engin slík búð er í nágrenninu, þá bjó ég hana til úr 2mm suðuteini og gormi úr Bic penna sem var kominn í verkfall. Tungan á lokinu er úrskurður úr vængrifi sem passaði svona flott þarna á.

Mynd

Ef kíkt er inn í stjórnklefann, þá sést annars vegar að ég er búinn að setja í servó fyrir sleppikrókinn:

Mynd

... og að ég setti smá styrkingu úr krossviði á balsann í "hurðinni". Ég ímyndaði mér að þetta væri veikur punktur og að svona styrking væri nauðsynleg. Nóg er til af afgöngum til að fitta smá stöng þarna í og líma hana fasta:

Mynd

Dr.B talaði um að konan hans væri að reka hann út í góða veðrið. Af hverju ekki bara taka skrokkinn með og pússa hann úti. Þá losnar maður við rykið úr skúrnum:

Mynd

Ég er líka búinn að setja sama stélfletina. Það tók um hálftíma í allt ! Lýg því ekki :cool: Slöngubyssan sýnir hvað þetta eru stórir fletir.

Mynd

Leiðbeiningarnar segja að maður eigi að setja servóboxið fyrir hliðarstýrið fyrir framan F10, en ég klístrað því fast upp við F9 til að það opnaðist ekki út í hliðarnar. Þetta er furðulegasta staðsetning á rödderservói sem ég hef séð, en það virðist virka:

Mynd

Ég átti gamalt stélhjólasett af (minnir mig) CAP 10 sem krassaði og það passar akkúrat aftan á Fjósamanninn:

Mynd

Og að lokum, þá sótti ég stóru dolluna með Red Devil sparsli og sullaði því á allt sem ég helt að væri misfella. Þetta er kannski ekki algerlega nauðsynlegt, en það er meira gaman ef klæðningin er nokkurn vegin slétt:

Mynd

Nú þarf ég bara að finna út hvað mig vantar af efni í vænginn og panta það frá heitu löndunum.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Agust »

Segðu mér Guðjón. Finnst þér Titebond ekki vera nokkuð stökkt og hafa tilhneigingu til að brotna eða springa?

Varðandi lúgulæsingarnar, þá nota ég tvær segulsmellur á lúguna sem er yfir bensíntanknum á BigLift. Virkar mjög vel.

Svo í þriðja lagi: Ég hef hugsað mér að hafa vænginn tvískiptan svo auðveldara sé að flytja hann. Eða jafnvel, eins og Björn stakk upp á, þrískiptan, því þannig er auðveldara að tengja hann saman vegna dihedrals-ins. Vængur sem er 220 cm langur getur nefnilega verið óþægilegur í flutningum. Þegar ég smiðaði UltraHots/G62 fyrir 20 árum hafði ég einmitt 200cm vænginn í tveim hlutum, þó svo að teikningin gerði ráð fyrir að hann væri ein lengja.

Ég fylgist með af hliðarlínunni því ég hef ekki tíma á næstunni til að smíða. Er þó búinn að opna kassann með gersemunum frá Traplett. Svo drekk ég í mig fróðleikinn sem birtist hér...
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gaui
Póstar: 3772
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Gaui »

[quote=Agust]Segðu mér Guðjón. Finnst þér Titebond ekki vera nokkuð stökkt og hafa tilhneigingu til að brotna eða springa?[/quote]
Einfalda svarið við því er Nei. Ég hef notað Titebond mikið vegna þess að það er harðara en hvíta trélímið okkar og pússast því með balsanum. Það gamla hvíta er svo mjúkt að það pússast ekkert endilega á sama tíma og balsinn.

Annars eru lausnir og vandamál við hvert lím. Maður á bara að nota það sem hentar best í það og það skiptið. Ég er t.d. búinn að nota helling af sekúndulími (Zap) í þessari smíði ;)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3772
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Gaui »

Fann svarið frá Steve i Junk möppunni í póstforritiinu mínu (???):

[quote]Guðjón

Traplet have sold over 100 of the Farmhands and you are the first to find a
problem.

All the parts are cut from the same source so there should be no deviation
from what we used on the prototypes.

Look up Farmhand 90 (in construction part) on the RCMF forum and see how it
goes together.

You look like you are starting at the correct point at the rear of the
cockpit and working forward. It is expected to be a tight fit which wicks
together with cyano.

Cheers Steve[/quote]
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Guðjón »

Mér líst vel á að hafa þessi video, miklu fleiri upplýsingar á styttri tíma :)
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Björn G Leifsson »

"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3772
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Gaui »

Meira af þessu Dr.B. Þetta er verulega gaman!
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir einarak »

Videologgið er alger snill, Dr Bjössi Mix :D
Passamynd
Slindal
Póstar: 58
Skráður: 6. Nóv. 2008 13:12:46

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Slindal »

mjög gaman horfa á þetta video já þér.
Bíð eftir næsta með eftirvæntingu.
Svara