CARF Eurosport

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Sverrir »

Takk, takk.

[quote=lulli]Eru hlífðar-coverin std frá framleiðanda?[/quote]
Já þær vélar frá CARF sem ég hef séð hafa allar komið með poka.

[quote=Messarinn]Nú er bara að vera duglegur að pósta myndum af sam-settningunni félagi[/quote]
Vér reynum.


Ákvað að hefja leik á lóðrétta stélfletinum og öðrum minni hlutum sem ég get afgreitt án þess að fylla heimilið af módeli svona rétt fyrir jólavertíðina. Fyrst á dagskránni var lóðrétti stélflöturinn og hliðarstýrið, vinnunni var dreift yfir nokkra daga þar sem mestur tími fór í að bíða eftir að límið þornaði.

Búið er að merkja fyrir lamagötum á lóðrétta stélfletinum, svo þá þarf að koma þeim merkingum yfir á hliðarstýrið og gera viðeigandi göt. Málningarlímband, tússpenni og Permagrit þjöl koma að góðum notum.
Mynd

Hér eru komin göt, bæði á skinnið og sperruna.
Mynd

Færa þarf neðstu lömina niður fyrir merkinguna, annars lendir hún inn í hornunum.
Mynd

Smá kennaratyggjó lokar lamagatinu þar sem það er opið upp að hornunum og hætt við að límið gæti borist þarna niður.
Mynd

Svo er bara að rispa hornin vel fyrir límingu.
Mynd

Og láta allt heila klabbið þorna.
Mynd

Hmm, dálítið óþotulegt að sjá timbrið...
Mynd

Smá litur reddar því.
Mynd

Einnig blettað í sárin eftir þjölina.
Mynd

Þá er bara að líma allt dótið saman og krossa putta! ;)
Mynd

Þvínæst voru stýriteinarnir búnir til, klemmurnar voru silfurkveiktar á teinana, hér á eftir að pússa upp verkið.
Mynd

Og hér sjást stýriteinarnir komnir á sinn stað.
Mynd

Hér var gert ráð fyrir 8411 servó(eða sambærilegu) og ekki mikið pláss í boði umfram það.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir einarak »

Geggjað stuff, til hamingju! Er þetta eins vél og Ali á?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Sverrir »

Já og nei. Vélin sem hann var með hér í sumar er smíðuð sérstaklega fyrir 3D flug og er létt eins mikið og mögulega er hægt, minnir að það muni 2-3 kg á fullbúinni vél.

Sú vél er líka 60% dýrari!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Jónas J »

Hvaða droll er þetta Sverir :/ er ekkert að gerast með Eurosport ??????????
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Pétur Hjálmars
Póstar: 220
Skráður: 5. Mar. 2005 02:23:49

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Pétur Hjálmars »

Já til hamingju Sverrir .

Gaman verður að sjá þennann Piper Cub ! Hjá þér...
...ég sé svo ylla gegn um þetta plast...
kanski frýs þetta plast af í vetur ??
Pétur Hjálmars
Passamynd
Pétur Hjálmars
Póstar: 220
Skráður: 5. Mar. 2005 02:23:49

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Pétur Hjálmars »

Núúúú ,,,þarna kom síða númer 2 ,, með allt uppi...

Flott Sverrir .
Pétur Hjálmars
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Sverrir »

Takk, takk, ég skal svo reyna að smíða Cub með turboprop fyrir þig síðar meira. ;)

Fékk hjólastellið í hendurnar í gær svo það var ekki eftir neinu að bíða að pússla því saman.
Mynd

Dekkin og bremsurnar eru frá Intairco, eins og sjá má þá eru stimplar sem ýta á bremsuborðann.
Mynd

Svo þarf ég að heimsækja einhvern með rennibekk, hér er innanmál fóðringarinnar í nefhjólinu.
Mynd

Þetta er öxulinn sem fylgir með dekkinu.
Mynd

En þetta er öxulinn sem fylgir nefgírnum, gengur ekki alveg nógu vel upp.
Mynd

Þurfti að stytta öxlana fyrir aðalhjólin um 15mm, slípirokkur og skurðarskífa reddaði því, það munaði 0.22mm á þeim hjá mér, en ég var latur og nennti ekki að þjala það niður. ;)
Mynd

Svo er bara að pússla þessu saman.
Mynd

Plastfóðringin hér á milli.
Mynd

Kastalaróin og splittið hinu megin, svo er bara að tryggja það og þá er allt í góðu.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Sverrir »

Jæja, fann engan með rennibekk en þar sem Berti átti þetta fína ameríska borasett og nefhjólsöxulinn átti að vera 3/16" (4.7625mm) þá kíkti ég í heimsókn og fékk að leika mér aðeins með borinn.

Sleppur fínt núna.
Mynd

Þetta plast fylgir líka til að setja upp á öxulinn sitt hvoru megin svo dekkið haldist nokkurn veginn í miðjunni.
Mynd

Og þar með lauk samsetningunni á hjólabúnaðinum.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
INE
Póstar: 294
Skráður: 11. Júl. 2009 21:35:56

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir INE »

Glæsilegt allt saman á að lita. Með leyfi fundarstjóra, þá langar mig að spyrja:

* Hvernig beitirðu svona bremsum?

* Eru þær hafðar á sér rás?

* Geturðu bremsað af vild eða eru einhverjar takmarkanir?

* Er sama loftkerfi fyrir bremsur og hjól?


Bíð spenntur...

Kveðja,

Ingólfur
Ingólfur Einarsson
YAK54/DLE111 ? ULTRA STICK/DA35 ? ELAN/P120SX ? ULTRA FLASH/P120SE
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Sverrir »

Varlega, mjög varlega. ;)

Þær eru oft settar þannig upp að þær taki meir og meira í eftir því sem hreyfingin er aukin á rásina sem þær eru á þangað til komið er yfir ákveðinn þröskuld þar sem þær læsast.
Það er hægt að vera með þær á sér rás eða mixa þær inn í aðra rás.
Þú getur bremsað svo lengi sem þú átt loft í forðabúrinu.
Yfirleitt eru loftkerfin aðskilin til að minnka hættuna á að leki í öðru hafi áhrif á hitt en það er allur gangur á því.
Icelandic Volcano Yeti
Svara