Síða 2 af 3

Re: Gáta

Póstað: 6. Jan. 2011 15:28:48
eftir lulli
Ég vil ekki alveg afskrifa að þetta sé ætlað í þotuna þína Sverrir,,
svo mitt ágisk er: Vængendi og sætið þar sem vængurinn kæmi að, sé þá hlémegin á mynd.
nr 1.Ástæðan fyrir kátínu Einars er: Því stærra verkefni því meiri kátína,ef við þekkjum Einar rétt =)
nr.2 Ástæðan fyrir kátínu Einars er: honum langar að breyta vængendanum í sér flugvél.

Re: Gáta

Póstað: 6. Jan. 2011 17:52:25
eftir lulli
nema.... Að Einar sé að setja upp flugmódel af vélinni sem Chuck Yeager notaði
til að rjúfa hljóðmúrinn fyrstur manna semsagt Bell X-1 hún var jú rauð?
Og þá er Einar að brosa að því hverslags ágiskanir muni koma í dagsljósið vegna þessa =D

Re: Gáta

Póstað: 6. Jan. 2011 18:19:35
eftir Sverrir
[quote=lulli]Ég vil ekki alveg afskrifa að þetta sé ætlað í þotuna þína Sverrir[/quote]
Ég held að við getum alveg afskrifað að þetta sé í vélina mína.

[quote=lulli]nema.... Að Einar sé að setja upp flugmódel af vélinni sem Chuck Yeager notaði
til að rjúfa hljóðmúrinn fyrstur manna semsagt Bell X-1 hún var jú rauð?
Og þá er Einar að brosa að því hverslags ágiskanir muni koma í dagsljósið vegna þessa =D[/quote]
Hélt að það ætlaði engin að koma með þessa ágiskun en nei þetta á ekki eftir að enda sem Bell X-1 nema eitthvað fari úrskeiðis.

Set væntanlega inn aðra mynd á eftir, hugsið málið á meðan, það eru vísbendingar á vefnum. ;)

Re: Gáta

Póstað: 6. Jan. 2011 19:22:58
eftir Sverrir
Hér er alla veganna það sem veldur kátínunni.
Mynd

Re: Gáta

Póstað: 6. Jan. 2011 19:45:58
eftir Gaui
Mér finnst þetta ekki sérlega líkt Bell X-1, svo ég ætla að giska á vængtank á einhverja gamla rellu. Kannski ekki endilega AVRO 504 K, en aðra svipaða.

Mynd

Re: Gáta

Póstað: 6. Jan. 2011 20:21:11
eftir Sverrir
Nei, þetta er ekki Bell-inn en ég bjóst samt við því að einhver myndi nefna það útaf löguninni og litnum, líst vel á hugmyndina um vængtak á eldri rellu, þær eru jú þó nokkuð margar sem hafa fæðst þarna upp frá en þó þarf að leita fanga annars staðar.

Re: Gáta

Póstað: 6. Jan. 2011 21:37:07
eftir Björn G Leifsson
Fannst þetta minna mig á eitthvað og datt fyrst í hug Fouga Magister en það er nú sennilega ekki málið:

Mynd

(Hins vegar væri það skemmtilegt viðfangsefni fyrir skalamódel)

Mér finnst ekki ólíklegt að þetta séu vængendatankar, Varla F104 Starfighter en kannski svona?:

Mynd

Þessir tankar eru víst kallaðir "Fletcher tanks" og hafa verið settir á alls konar vélar.

Myndin er af F80 shooting star módeli frá BVM jets

Hér er annar sterkur kandídat, T33, náskyld F80 :

Mynd

og svo hinar mismunandi tegundir tanka sem voru notaðir:

Mynd



Ætlarðu að láta okkur þjást lengi Sverrir

Re: Gáta

Póstað: 6. Jan. 2011 21:54:13
eftir Steinar
Kafbátur..

Re: Gáta

Póstað: 6. Jan. 2011 22:31:21
eftir Sverrir
Það er farið að hitna undir Birni en menn þurfa að ákveða sig!

Re: Gáta

Póstað: 7. Jan. 2011 00:11:43
eftir Gaui
Ég myndi veðja á T33 frá Bob Violet.

:cool: