Síða 2 af 3

Re: GPS challenge??

Póstað: 24. Jan. 2011 05:49:06
eftir Agust
Einu sinni í gamla daga var flogið með 500 fyrstadagsumslög með Rauðku milli Reykjavíkur og Akraness.

Svo muna auðvitað allir eftir neðansjávarfluginu í Hvalfjarðagöngum...

Re: GPS challenge??

Póstað: 24. Jan. 2011 10:30:35
eftir Árni H
Fyrir u.þ.b. fjórum árum var flogið með rafmagnsvél (Tucano) yfir Ermarsundið.

Mynd

Meira um það hér: http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=541394

Re: GPS challenge??

Póstað: 24. Jan. 2011 23:19:12
eftir Olddog
Þetta er vel gerlegt og svona er verðugt hópverkefni, en það verður að gera þetta í samráði við yfirvöld þ.e.a.s flugmálaeftirlit þar sem svona er orðinn hluti af flugreglum og lögum. Svo verður að gera þetta af nægjanlega tæknilegum metnaði lil að koma í veg fyrir vandamál i.e. slys.

Best að byrja á alvöru stjórntækjum þ.m.t. GPS stýrðum autopilot , http://www.micropilot.com
:-)

M.B.Kv.
LJ

Re: GPS challenge??

Póstað: 25. Jan. 2011 17:06:08
eftir Björn G Leifsson
http://fora.tv/2009/05/30/DIY_Drones_wi ... s_Anderson

Horfið á allt prógrammið, athyglisverðasti hlutinn byrjar í 6. kafa.

Re: GPS challenge??

Póstað: 26. Jan. 2011 18:14:48
eftir Olddog
Hlutirnir gerast svo hratt í þessum bransa að það er allt orðið breytt þegar maður kemur til baka af klósettinu. Meðan ég geyspaði, kom þetta. http://www.uthere.com/

Alveg magnað, með GPS og öllu klabbinu.

Re: GPS challenge??

Póstað: 30. Jan. 2011 13:44:17
eftir Haraldur
Hugsanlega hægt að stýra flugvélinni með ArduPilot.
http://code.google.com/p/arducopter/

Re: GPS challenge??

Póstað: 30. Jan. 2011 14:43:45
eftir Olddog
Það er enginn skortur á tæknilausnum til að framkvæma þetta. Fór á klósettið og þegar ég kom til baka var þetta komið. http://www.rangevideo.com

Re: GPS challenge??

Póstað: 30. Jan. 2011 15:04:32
eftir Agust
Ef menn skyldu rekast á rjúpu á leiðinni: http://www.youtube.com/watch?v=jWEbbUczrYQ

Re: GPS challenge??

Póstað: 30. Jan. 2011 15:25:04
eftir hrafnkell
Ég á ardupilot borðið og skynjaraborðið (oilpan). Nota það í quadinn minn, stórskemmtilegt alveg :) Lítið mál að plögga gps við það, en softwarið er ekki komið með gott waypoint navigation skilst mér. Hef ekki skoðað það í nokkra mánuði samt.

Þetta er sniðugt verkefni, og í raun hægt að gera þetta með frekar litlum tilkostnaði.

Re: GPS challenge??

Póstað: 30. Jan. 2011 15:52:09
eftir Haraldur
Hrafnkell, hvenær ætlarðu að kíkja með dótið á módel fund og sýna okkur græjurnar?
Næsti fundur er á núkomandi fimmtudag, upplagt að kíkja með dótið þá.


[quote=hrafnkell]Ég á ardupilot borðið og skynjaraborðið (oilpan). Nota það í quadinn minn, stórskemmtilegt alveg :) Lítið mál að plögga gps við það, en softwarið er ekki komið með gott waypoint navigation skilst mér. Hef ekki skoðað það í nokkra mánuði samt.

Þetta er sniðugt verkefni, og í raun hægt að gera þetta með frekar litlum tilkostnaði.[/quote]
Allt heilaklappið og aðeins þarf að bæta við móttakara og batterí kostar $599, frá DiyDrones gæjunum.

http://cgevd.mfwuz.servertrust.com/Prod ... ode=ackit1