Aerofly 5 flughermirinn ???

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Aerofly 5 flughermirinn ???

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ikarus.de, sent til Sverige. "Game commander" útgáfan €299 mínus 5% fyrir að panta gegnum netið. Tók þessa með stýringarlíki til að þurfa ekki að vera að taka alvöru stýringuna með á ferðalögum.
Finn ekki út úr því hvort ég get skilið hana eftir hér í Sverige, kemur bara í ljós.

Var rétt í þessu að fá virðulegt meil á þýsku um að þeir séu búnir að senda gripinn.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Pitts boy
Póstar: 140
Skráður: 22. Feb. 2006 13:49:32

Re: Aerofly 5 flughermirinn ???

Póstur eftir Pitts boy »

Ikarus.de Ég skellti uppúr þegar ég skoðaði linkinn sem þú settir inn Björn hehe.. hélt að að þú hefðir verið að kaupa þér simma? :)

Á líklega að vera http://www.ikarus.net/ tel ég. ;)
Kveðja.
Einar Rúnar Einarsson
Fluggarpur.
Selfossi
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Aerofly 5 flughermirinn ???

Póstur eftir Agust »

Nýja vélin sem verið er að skella saman um helgina er með sex rafmagnsmótorum, þar af tveir tengdir loftskrúfum, tveir servómótorar, og tveir þeyta diskum á töluverðum hraða, eða yfir 7000RPM. Í vélinni ræður ríkjum fjórfaldur rafeindaheili af gerðinni i5. Langtímageymslan er 1T og skammtímageymslan 8G. Ekki eru notuð 2,4GHZ fyrir fjarskiptin enn sem komið er, nema þó óbeint. GeForce210 kallast víst einhver hluti vélarinnar.

Spurning hvort nýja vélin, sem var eins konar ARC, henti fyrir Aerofly 5.5?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11509
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Aerofly 5 flughermirinn ???

Póstur eftir Sverrir »

Sýnist hún ráða við að keyra nokkra A5.5 í einu! ;)

[quote=http://www.aerofly.com/requirements_en.html]Recommended
- Intel Core 2 Duo or AMD Athlon 64 X2
- OpenGL Version 3.1 compatible 3D-graphics card from NVDIA
or ATI with 512 MB. At least as fast as NVIDIA GeForce 8800 or
ATI Radeon HD4850
- For optimum sound quality we recommend a high quality
stand-alone PCI soundcard, e.g. Creative Audigy


Minimum
- Intel Pentium 4 or AMD Athlon64 compatible CPU with 2,4 GHz
- 1 GB of RAM
- 8 GB free hard disc memory
- DVD-ROM drive
- OpenGL Version 2.1 compatible 3D-graphics card from NVIDIA
or ATI with 256MB (at least as fast as NVIDIA 7600GT or ATI HD
3650)
- Windows XP / Windows Vista / Windows 7
- A free USB port to connect the USB Interface / GameCommander
- If you want to use your own transmitter, please read here[/quote]
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gunnarb
Póstar: 146
Skráður: 20. Maí. 2009 16:32:30

Re: Aerofly 5 flughermirinn ???

Póstur eftir Gunnarb »

Sælir strákar.

Keypti mér Aerofly 5 núna um áramótin (þar sem þetta er eini simminn sem keyrir á alvöru stýrikerfi :-) Ég verð að segja eins og er að ég var kannski búinn að sannfæra mig um að þetta hlyti að vera mikið betra. Ég var að keyra gamla útgáfu af Realflight og hefði allt eins geta notað hana áfram. Ekki misskilja mig - þetta er fínn simmi og flott grafík, en það hafði gamli realflight líka ...

-Gunnar
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Aerofly 5 flughermirinn ???

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Pitts boy]Ikarus.de Ég skellti uppúr þegar ég skoðaði linkinn sem þú settir inn Björn hehe.. hélt að að þú hefðir verið að kaupa þér simma? :)

Á líklega að vera http://www.ikarus.net/ tel ég. ;)[/quote]
Heheh... ekki heldur...

Hér er rétta lénið:

http://www.ikarus-modellbau.de/

Þegar maður er kominn með hálfs-heimer eins og ég , þá á maður ekki að skrifa svona í flýti.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Aerofly 5 flughermirinn ???

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Gunnarb]Sælir strákar.

Keypti mér Aerofly 5 núna um áramótin (þar sem þetta er eini simminn sem keyrir á alvöru stýrikerfi :-) Ég verð að segja eins og er að ég var kannski búinn að sannfæra mig um að þetta hlyti að vera mikið betra. Ég var að keyra gamla útgáfu af Realflight og hefði allt eins geta notað hana áfram. Ekki misskilja mig - þetta er fínn simmi og flott grafík, en það hafði gamli realflight líka ...

-Gunnar[/quote]
Uh... á nú vont með að trúa því að það sé ekki talsverður munur á flugeiginleikum. Gamli Realflightin sem ég átti einu sinni var skelfilegur í samanburði við Aerofly Pro.

Ojæja.... hlakka til að keyra minn á íþróttanammiferðavélinni minni. Verður fróðlegt að sjá hvort hún ræður við mest krefjandi stillingarnar.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Aerofly 5 flughermirinn ???

Póstur eftir Agust »

Svo ég skrifi aðeins skýrar, þá var ég að græja ARC (Almost Ready to Compute) tölvu með Intel i5
4-kjarna örgjörva http://www.intel.com/consumer/products/ ... corei5.htm, 1000GB disk og 8GB RAM. Setti inn Windows-7 / 64bit. Skjár er 24" HP LP2475W 1200x1920 http://h10010.www1.hp.com/wwpc/us/en/en ... 48442.html.

Gríðarlegur munur á hraðanum miðað við minn 6 ára gamla IBM kjölturakka. Það sem tók eilífð í Photoshop gerist nú meðan auganu er deplað...

Gagnaverið er Synology DS210j NAS með 2x2TB RAID spegluðum diskum, HTTP & FTP server ofl. ... http://www.synology.com/enu/products/DS211/index.php.

Það væri auðvitað gaman að prófa simma á tölvunni.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Aerofly 5 flughermirinn ???

Póstur eftir Haraldur »

Ágúst ef þú ert með gott skjákort sem styður bæði DirectX 11 og OpenGL þá ertu í góðum málum.
Leikirnir í dag reiða sig á gott skjákort meira en CPU hraða. Þú er líka með skjá með hárri upplausn og þá þarft gott skjákort til að drífa það. Ég hefði valið öflugra skjákort.
Mikið minni eða hraður harður diskur er líka gott og eins að hafa stýrikerfi sem getur addressað allt þetta minni, þar er 64bit nauðsynlegt.

Ég er með solid state disk í vinnutölvunni, sem er fartölva, og það er þvílíkur munur að það hálfa væri nóg.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Aerofly 5 flughermirinn ???

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Haraldur]Ágúst ef þú ert með gott skjákort sem styður bæði DirectX 11 og OpenGL þá ertu í góðum málum.
Leikirnir í dag reiða sig á gott skjákort meira en CPU hraða. Þú er líka með skjá með hárri upplausn og þá þarft gott skjákort til að drífa það. Ég hefði valið öflugra skjákort.
Mikið minni eða hraður harður diskur er líka gott og eins að hafa stýrikerfi sem getur addressað allt þetta minni, þar er 64bit nauðsynlegt.

Ég er með solid state disk í vinnutölvunni, sem er fartölva, og það er þvílíkur munur að það hálfa væri nóg.[/quote]
Þetta með solid state disk í fartölvum er verulega æsandi. Félagi minn var einmitt að stríða mér um daginn, hann er með alveg eins vél og ég en nýbúinn að láta stja svona disk/minni í sína. Íþróttanammikerfið er nú aldrei lengi að komast í gang en á hans vél þá var mín ennþá að nudda stýrurnar úr augunum þegar hann var búinn að ræsa átta forrit og búinn að ná í póstinn.
Framtíðin virðist liggja í solid state.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara