Heinkel He 111 F8+GM

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Heinkel He 111 F8+GM

Póstur eftir Gaui »

Hvaða jólum? Eru að koma jól?

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Heinkel He 111 F8+GM

Póstur eftir Gaui »

Ég byrjaði samsetninguna á vængnum með því að raða vængmiðjunni saman eins og eggjabakka, eins og Vance lýsir því í leiðbeiningunum. Hún datt alveg bærilega saman og ég lenti ekki í neinum vandræðum fyrr en ég uppgötvaði að papparör í amerískum jólapappír eru stærri en í evrópskum jólapappír.

Þá var spurningin hvað ég ætti til bragðs að taka. Tvær aðferðir komu fram: klæða gatið innan með pappír og vefja límbandi utan um rörið. Ég ákvað að prófa báðar aðferðir.

Fyrst tók ég gamla teikningu sem Bob Holman hafði notað sem pakkningaefni í sendingunni til mín og vafði bút af henni tvisvar utanum gamalt vængrör. Þá gat ég stungið pappírnum í götin.

Mynd

Þegar ég sleppti pappírnum og tók rörið í burtu, þá fyllti hann út í götin. Nú getur maður notað sekúndulím til að festa pappírinn í götin og svo skorið hann í burtu með beittum hníf. Þá er maður kominn með fóðringar í götin.

Hin aðferðin er að vefja rörið (sex sinnum í allt) með málningarlímbandi þar til það passar:

Mynd

Ég er ekki viss um hvor aðferðin er betri, en báðar virka.

Og þá er miðjan tilbúin:

Mynd

Ég teiknaði útlínur vængsins á smíðabrettið mitt og setti undirstöðurnar á strikin. En þegar ég setti vængmiðjuna á hvolf ofan á undirstöðurnar, þá kom í ljós að hún passaði ekki, vegna þess að strikin á teikningunni sýna botninn á vængnum, en það er efri brúnin á honum sem liggur í undirstöðunni. Ég þurfti því að færa undirstöðurnar báðar um sentimetra nær miðjunni:

Mynd

Nú gat ég stillt öllum bitum og rifjum á sína staði eins og segir í leiðbeiningum án þess að líma nokkuð:

Mynd

Nú tók ég miðjuna í burtu og límdi balsabita, rif og annað saman með gulu trélimi og Super Phatic lími, sem er alveg frábært fyrir svona samsetningu, þar sem það er mjög þunnt og sígur inn í öll samskeyti:

Mynd

Nú þarf þetta að fá að harðna til morguns

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Heinkel He 111 F8+GM

Póstur eftir Gaui »

Í dag byrjaði ég á að líma saman vængskinnið sem ég þarf að setja á vænghlutana:

Mynd

Þetta er heilmikill balsi, en sem betur fer átti ég hrúgu af 2,5mm balsa sem ég hafði óvart pantað fyrir nokkru.

Næst pússaði ég vængtungurnar niður. Þær halda vængendunum á sínum stað og eru gerðar úr kvart tommu krossviði. Því miður tókst mér af minni alkunnu snilli að leggja fyrsta stykkið vitlaust á pússivélina, en sem betur fer var nægilega mikið auka efni í 1/4" brettinu sem þetta var laserskorið úr til að ég gæti búið til nýtt.

Mynd

Síðan límdi ég tungurnar á sína staði í vængmiðjunni. Ég bjó til passa eftir teikningunni svo tungurnar væru örugglega við rétta hornið í miðjunni. Þennan passa límdi ég til bráðabirgða við endarifið:

Mynd

Síðan notaði ég smávegis epoxý lím til að líma tungurnar fastar.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Ólafur
Póstar: 539
Skráður: 19. Jún. 2007 09:18:59

Re: Heinkel He 111 F8+GM

Póstur eftir Ólafur »

Rosalega list mér vel á þessa smiði Gaui :)
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Heinkel He 111 F8+GM

Póstur eftir Gaui »

Þakka þér fyrir Ólafur, það er gaman að vita að einhver er að fylgjast með ;)

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
jons
Póstar: 185
Skráður: 1. Sep. 2008 18:08:41

Re: Heinkel He 111 F8+GM

Póstur eftir jons »

Fylgjast með? Ég sit hérna fyrir framan tölvuna með kalt popp og heitt kók og ýti á F5 ;)
Jón Stefánsson
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: Heinkel He 111 F8+GM

Póstur eftir Spitfire »

[quote=jons]Fylgjast með? Ég sit hérna fyrir framan tölvuna með kalt popp og heitt kók og ýti á F5 ;)[/quote]
Það geri ég líka meðan vinnuófétið er ekki að trufla :cool:
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Heinkel He 111 F8+GM

Póstur eftir Gaui »

Þið megið leggja frá ykkur nammið, því Silla neyddi mig til að fara að loka tröppunum upp á efti hæðina, svo Heinkelinn verður að bíða þar til á morgun.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Heinkel He 111 F8+GM

Póstur eftir Gunni Binni »

[quote=Gaui]Þið megið leggja frá ykkur nammið, því Silla neyddi mig til að fara að loka tröppunum upp á efti hæðina, svo Heinkelinn verður að bíða þar til á morgun.

:cool:[/quote]
Þú mátt nú ekki láta hana skemma alveg fyrir okkur jólin......................
Nema að þú hafir meint að hún hafi lokað þig niðri við smíðarnar? Og hún vilji fá að vera í friði við jólaundirbúninginn. :cool:
"Dream on"
Gunni Binni
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Heinkel He 111 F8+GM

Póstur eftir Gaui »

Mér tókst að sleppa út í skúr í nokkrar mínútur á meðan Silla fór í bæinn að sækja efni í tröppurnar.

Fyrst setti ég skynnið á vængendana. Vance segir í leiðbeiningunum að maður eigi bara að setja lím á og rúlla skinninu á grindina. Ég var efins, en ákvað að gera eins og mér er sagt og það virkaði. Ég notaði helling af sekúndulími og vængirnir voru bara alveg réttir þegar ég svo setti þá aftur í undirstöðurnar:

Mynd

Svo fór ég að velta fyrir mér hvernig ég gæti sett skinnið á miðjuna, því það þarf að setja efra skinnið fyrst og vængurinn er á hvolfi í undirstöðunum. Vance tekur líka fram að maður þurfi að passa sig að verpa ekki miðjuna þegar maður setur skinnið á hana og það var líka akkúrat það sem ég vildi ekki gera. Þannig að ég fékk mér tvo 30x30mm kubba sem ég límdi niður á glerborðið mitt (eins og Dave Platt gerir) og lagði vængmiðjuna á þá. Nú get ég sett farg á hana til að halda henni réttri og sett skinnið á alveg óhræddur:

Mynd

Nú bjó ég til miðjuplankann, sem er úr krossviði (fylgir ekki með ???) og límdi hann á miðjuna.

Mynd

Skinnin tvö verða að bíða, því að Silla er komin heim og ég verð að halda áfram í tröppunum :O

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara