Nú er Ágúst enn eina ferðina búinn að ýta mér út í að kynna mér eitthvað flókið og merkilegt. Ekki langt síðan hann atti mér út í (reyndar á
öðrumvettvangi) lestur ýmissa fræðigreina um loftslagsmál, mér til ánægju og fróðleiks

Nú er það sem sagt Flash umræðan.
Með aðstoð gúgel frænda fór ég í enn eina skemmtilega fróðleiksleit. Það má eins og venjulega finna nokkrar milljónir tilvitnana um málið.
Auðvitað alveg skelflega mikið af "Ég hata Apple"-vefkroti og óballanseruðu bloggbulli. En ef maður skoðar það sem hugsandi fólk skrifar, sérstaklega vefhönnuðir, þá er nú frekar auðvelt að átta sig. Kjarninn í málinu er settur fram nokkuð vel í
þessari ársgömlu grein, sem er ballanseruð og ágætlega fram sett.
Í samantekt má segja að Flash er verkfærið sem frá upphafi setti staðalinn og var lengi vel eina leiðin til þess að koma hreyfimyndum og "aktívu" efni á framfæri. Flash er hins vegar "propietary" þeas eign eins fyrirtækis meðan tólin sem eru að taka við af því, sem menn kalla "Web standards" einu nafni eru það sem nafnið bendir til, opin og stöðluð almenn veftól. Flash er viðbót sem þú þarft að sækja hjá Adobe en hitt er innbyggt í vafurtæknina. Vefstaðlarnir (arftakar Flash) eru í þróun sem ekki er nærri lokið en það er Flahs líka. Flash þarf líka að aðlaga sig nýjum kröfum.
Flash er sem sagt hægt og sígandi á undanhaldi, fleiri vefhönnuðir uppgötva að þeir þurfa ekki að nota Flash til að koma á framfæri flottu efni. Til að mæta nýjum kröfum þarf Adobe að breyta Flash en við það hafa þeir hingað til þverskallast. Nú stendur það þó til að mér skilst.
Auðvitað halda Adobe fram ágæti Flash eins og tilvitnun Ágústar sýnir en það er sem sagt ekki lengur eina aðferðin til að búa til fjölskrúðugt vefefni og spurning hvort það lifi af til lengdar þrátt fyrir þá aðlögun sem virðist framundan.
Tvær ástæður halda fyrst og fremst í því lífinu: Að það er svo mikið efni þegar á netinu á því formi og að eldri vafrar styðja ekki nýju vefstaðlana.
Ásetningur Apple er einfaldlega, eins og svo oft áður að ýta við þróuninni. Hver man ekki þegar þeir hentu út disklingadrifunum og allt varð vitlaust í smá tíma?
Hér eru nokkrar lykilmálsgreinar úr ofan tilvitnaðri grein.
[quote]If you want to “go big” visually with a website, delivering complex interaction and a rich experience across a wide range of browsers, Flash is the only way to go. Right? Nope. Given the widespread adoption and advancements of modern browsers and JavaScript libraries,
using Flash makes little sense. But it does have its place on the Web, considering the need for progressive enhancement.[/quote]
[quote]Just because Flash-driven websites are gradually disappearing doesn’t mean that Flash will disappear altogether. Too much content and infrastructure have been set up to magically vanish. Without vast restructuring or realigning of organizations and processes, plenty of Flash developers will continue to be employed, and plenty of Flash advertising will be directed at those ready to ignore it.[/quote]
[quote]Web standards and Flash (and other plug-in technologies) are simply tools to create content for the Web. Even if Flash is on the decline for websites, Flash developers have no reason to worry about becoming obsolete.
Everything that is true for creating rich Internet applications holds true for whatever other tool you use, and transitioning to Web standards development may be easier than you think.[/quote]
[quote][quote]“HTML5 vs. Flash” is the wrong discussion. “Accessible rich media” is the right one.
— Jeffrey Zeldman (via Twitter)[/quote]
[/quote]
WesserbisserDog rests his case