30% Extra 300

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11572
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 30% Extra 300

Póstur eftir Sverrir »

Oftast nota ég gírarásina(eða takkann lengst til vinstri, hægra megin á stýringunni að framan) fyrir innsogið. Annars ef menn eru í vandræðum með að rekast í takka þá er gott að setja þetta á snúningsrofa eða jafnvel rennirofa, því manni tekst yfirleitt ekki að láta þá fara alla leið ef maður rekst í þá.

Innsogið drepur ekki strax á mótornum, þó það gerist mjög fljótt, drápsrofinn slekkur á kveikjunni um leið og þú notar hann. Svo er alltaf smá möguleiki á að innsogsservóið bili eða einhverjar aðrar aðstæður krefjist þess að þú drepir strax á mótornum. Þetta er eitthvað sem menn verða að eiga við sig þar sem við erum ekki með neinar reglur um þetta.

Hef oftast þrjá möguleika á mínum vélum, drápsrofa, innsog og trimmið.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: 30% Extra 300

Póstur eftir Haraldur »

Til að hafa þetta allt saman þarftu 8 rásir. Ég er bara með 7 og get því ekki haft drápsrofa.
2x hallastýri
2x hæðarstýri
1x hliðastýri
1x inngjöf
1x innsog
1x drápsrofi
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11572
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 30% Extra 300

Póstur eftir Sverrir »

Það er allt hægt, bara spurning hvaða leið menn kjósa að fara og með hvaða búnaði. :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3723
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Extra 300

Póstur eftir Gaui »

Ég myndi sleppa innsoginu af stýringunni og hafa ádrepara. Það er hægt að hafa innsogið sem smá handfang sem maður togar í til að setja innsogið á. Og það er engin þörf á að setja innsogið á úr fjarlægð. Innsogið er sett á þegar maður erað undirbúa gangsetningu. Ádreparinn þarf að virka strax, og jafnvel áður en maður kemst að módelinu.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara