Síða 2 af 4
Re: Cessna 172M
Póstað: 14. Okt. 2011 13:22:13
eftir Jónas J
[quote=Gaui]Þarna hefur líkast til átt að vera einhver skonar lok til að komast að batteríi eða stýrigræjum.

[/quote]
Já það gæti verið skýringin !!! Allavega þangað til að annað kemur í ljós að þá ætla ég að halda mig við þá hugmynd

Re: Cessna 172M
Póstað: 18. Okt. 2011 13:35:06
eftir Jónas J
Ég er með nokkrar spurningar....
1: Hvar fær maður trefjadúk til þess að klæða vélina og hvað er hann þykkur ?
2: Hvernig Epoxy lím er notað á hann og hvar fær maður það ?
3: Eru sett mörg lög af trefjadúk er er bara sett eitt lag ?
Það styttist í að maður geti farið að trebba vélina þannig að maður verður að fara að redda sér dúk og lími.
Bkv Jónas

Re: Cessna 172M
Póstað: 18. Okt. 2011 14:38:34
eftir Árni H
Nokkur svör:
1. Ca 50 g/fermeter - ætti að fást hjá Kínamanninum - veit ekki með Tómó.
2. T.d. finishing resin frá Z-POXY
3. Eitt lag.
Prófaðu að skoða myndböndin frá því þegar ég var að klæða vænginn á Fokkernum mínum. Þau
byrja held ég á 17 síðu í smíðaþræðinum og ættu að skýra málið:
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=2452&p=17
Mvh,
Árni H
Re: Cessna 172M
Póstað: 18. Okt. 2011 14:54:08
eftir Jónas J
Takk kærlega fyrir þetta Árni og frábært vídeó.

Hjálpar mikið ...
Re: Cessna 172M
Póstað: 18. Okt. 2011 16:11:28
eftir Jónas J
En þá liggur beinast við að spyrja, fæst þetta á Íslandinu góða eða verður maður að panta þetta frá útlandinu ? Þeir eiga smá lím í tómó en það eru litlar túbur.
Re: Cessna 172M
Póstað: 18. Okt. 2011 16:52:52
eftir Pitts boy
Ég hef ekki fundið trefjadúk hér á landi, allavega ekki þannig maður geti valið þyngdina á honum en það eru kanski einhverjir sem hafa fundið svoleiðis hér heima.
Ég hef verið að kaupa Finish Cure (Z-POXY) í Handverkshúsinu
http://www.handverkshusid.is/shop/ þeir eiga talsvert úrval af alskyns lími þar strákarnir.
Re: Cessna 172M
Póstað: 18. Okt. 2011 17:03:31
eftir Sverrir
Svo ætti Handverkshúsið líka að eiga
Finish Cure sem gerir það sama og Z-Poxy. Svo ef ég man rétt þá er 30% afsláttur ef þú kaupir þrjár eða fleiri límtúpur hjá þeim, man hins vegar ekki hvort þær þurfa allar að vera sömu gerðar!
Hvað dúkinn varðar þá hef ég verslað við
Fibretech í Bretlandi.
Svo fyrir þá sem eru ekki hrifnir af svona nýmóðins margmiðlunardóti

þá má finna einhverjar myndir og frásögn upp á gamla mátann
hér og á næstu síðum.
Re: Cessna 172M
Póstað: 18. Okt. 2011 19:36:38
eftir Gaui
Ég hef líka verslað af Fibretech og get mælt með vörunum frá þeim.

Re: Cessna 172M
Póstað: 20. Okt. 2011 21:18:39
eftir Jónas J
Hvað er Microballoons ?
http://www.fibretechgb.com/products/microballoons
Í hvað er þetta notað ? Er þetta eitthvað sniðugt ?
Re: Cessna 172M
Póstað: 20. Okt. 2011 22:13:02
eftir Sverrir
[quote=Jónas J]Hvað er Microballoons ?[/quote]
Notað sem þykkingar/uppfylliefni sbr.
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic. ... 123#p10123