Tryggingamál

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Tryggingamál

Póstur eftir Haraldur »

[quote=Ingþór]Annað viðhorf sem fer alveg ótrúlega í taugarnar á mér er um ósýnileika módelmanna:
[quote=Gaui]Við erum ósýnilegir og viljum vera það áfram.[/quote]
Ég geri ráð fyrir því að þetta er viðhorf fleirri módelklúbba en bara FMFA og verður ásamt öðru til þess að nýliðar fælast frá, engin nýliðun verður og þar af engin þróun í "sportinu".[/quote]
Þetta útskýrir margt. T.a.m. hversvegna hið ágæta flugsvæði okkar á Hamranesi stendur tómt dögum saman. Það hlýtur að vera ósýnilega félagið að fljúga.


[quote=Ingþór]Ég er svo ósammála þessu viðhorfi að ég reyni að vera eins sýnilegur og ég get og mun halda áfram að kynna sportið á eigin vegum, og það meðal annars með því að tala niður ósýnilegu klúbbana og ósýnilegu gungu elítunnar innnan þeirra (taki til sín hver sem vil).[/quote]
Heyr, heyr. Ég kynni sportið öllum sem vilja heyra og ekki heyra. Það vinna ekki fáir í Marel, en ég held að allir þar, sem kannast við mig, viti hvaða áhugamál ég stunda. Enda flýg ég oft í andyrinu og í verksmiðjunni.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3860
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Tryggingamál

Póstur eftir Gaui »

Ég held þið séuð að reyna að misskilja mig viljandi. Við erum ósýnilegir gagnvart þeim sem hugsanlega vildu setja okkur reglur -- ekki almenningi.

Það ER engin hætta á Melunum -- en þeir sem ekki vita hvað módelflug er gætu haldið að hún sé fyrir hendi og banni það þess vegna. Módelmenn voru á sínum tíma hraktir af Sandskeiðinu vegna þess að það átti að hafa skapað hættu fyrir svifflugið.

Mín reynsla, bæði af reglusmiðum og tryggingafélögum segir mér að það sé best að láta ekki reyna á neitt. Það má kannski benda á að eina líkamstjón síðari ára á Hamranesi fékkst ekki bætt vegna túlkunar tryggingafélagsins á skilmálunum.

Þið vitið hvað ég er að tala um, strákar og það er óþarfi að snúa út úr.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Tryggingamál

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Ingþór]...
Því vil ég nota tækifærið og hvetja menn til að fara með parkflyerana sína og fljúga í "pörkum", þoturnar sínar og fljúga þeim þar sem það er við hæfi ...[/quote]
Af því að þú veist það greinilega og ert vel tryggður, viltu þá ekki útlista fyrir okkur hvar þú telur við hæfi að fljúga þotum og öðrum þyngri flygildum sem er vont að fá á sig og gætu hugsanlega skemmt eitthvað sem þau lentu á?
Eða, er kannski auðveldara að útlista hvar það gæti ekki talist við hæfi?
Hvað segir smáa letrið í tryggingabréfinu þínu góða um módelflug í þéttbýli og hvað um skaða á þinni eigin eign ( ekki þriðja aðila!) Hefurðu spurt t-félagið hvort það borgi bílinn þinn eða húsið þitt ef þín eigin þota ( ekki 3ja aðila) flýgur á það og kveikir í?
Fróðlegt að vita það... siðast þegar ég spurði Sjóvá þá var svarið nei.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11688
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Tryggingamál

Póstur eftir Sverrir »

Splittað upp úr öðrum þræði.

[quote=Þórir T]Smá forvitni, hvað myndi tryggingafélagið segja ef einhvað færi á annan hátt en ætlað væri? Við hálf flúðum með fyrsta völlinn okkar hér á Selfossi, niður á strönd, þó var hann töluvert fjær en td gamli völlurinn í Kef...[/quote]
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Tryggingamál

Póstur eftir Agust »

Ef menn verða svo ólánssamir að valda alvarlegu líkamstjóni vegna módelflugs, og ef tryggingafélagið tekur ekki þátt í að greiða bætur, þá gætu menn auðveldlega misst allar sínar verðmætustu eignir, þ.e. hús og bíl, og gætu því þurft að lýsa sig gjaldþrota.

Er þetta ekki möguleiki? Ég er dálítið hræddur um að lögfræðingastóðið kæmi á fleygiferð á eftir manni.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Tryggingamál

Póstur eftir Þórir T »

Þetta er í stuttu máli það sem ég var að koma inná, þeas það sem Ágúst segir..
Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda, ef einhver úr hópi módelmanna myndi lenda í þeirri stöðu að örkumla eða stórslasa fólk.
Ég held að útgangspunkturinn í þessu sé: Öryggi og skynsemi. Við megum ekki missa svona þræði
í einhverja vitleysu...
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Tryggingamál

Póstur eftir Ingþór »

[quote=Björn G Leifsson]Af því að þú veist það greinilega og ert vel tryggður, viltu þá ekki útlista fyrir okkur hvar þú telur við hæfi að fljúga þotum og öðrum þyngri flygildum sem er vont að fá á sig og gætu hugsanlega skemmt eitthvað sem þau lentu á?[/quote]
Í dag eru 2 virkir þotuflugmenn á landinu held ég, báðir mátulega gáfaðir og eins og ég sagði þá treysti ég dómgreind þeirra til að velja sé völl, þetta eru gáfaðir menn sem þurfa ekki tiltal.
Þeir sem eru uppfullir af "föðurlegum ráðleggingum" ættu kannski að íhuga hundaeign ef allir krakarnir eru farnir að heiman, þá hafa þeir einhvern til að skamma. ;-)

[quote=Agust]... þá gætu menn auðveldlega misst allar sínar verðmætustu eignir, þ.e. hús og bíl, og gætu því þurft að lýsa sig gjaldþrota.[/quote]
Þeir sem hafa áhyggjur af því geta flogið á uppá hálendi þegar engin annar er nærri. Menn verða að meta þetta sjálfir og eru örugglega hæfir um að taka þær ákvarðanir.

Ættu þá ekki allir stórskala-kallar að skrá allar eignir sínar á konuna, því eins og bent var á nær ekki einusinni trygging módelfélagana yfir slys á fólki. Nú eða taka sénsin áfram og live-a-little?
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Tryggingamál

Póstur eftir Ingþór »

[quote=Gaui]Ég held þið séuð að reyna að misskilja mig viljandi.[/quote]
að sjálfsögðu er ég að því, lífga aðeins uppá umræðuna :-)
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Tryggingamál

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Þórir T]Við megum ekki missa svona þræði
í einhverja vitleysu...[/quote]
´
Mér finnst hann nú ekki hafa gert það. Reyndar gerist það þegar margir hræra í sömu súpunni þá eru þeir ekki alltaf að hræra í sömu átt en súpan verður góð samt.

Þessi umræða er gríðarlega þörf. Allir sem hér hafa lagt orð í belg hafa haft mikið til síns máls og sagt hluti sem skipta máli og ber að virða.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3860
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Tryggingamál

Póstur eftir Gaui »

[quote=Ingþór]Þeir sem eru uppfullir af "föðurlegum ráðleggingum" ættu kannski að íhuga hundaeign ef allir krakarnir eru farnir að heiman, þá hafa þeir einhvern til að skamma. ;-)[/quote]
Við erum með fimm -- hunda, það er.

Nokkrar föðurlegar ábendingar:

Við ættum að skoða nágranna okkar og frændur. Í Danmörku mega menn ekki fljúga á tilgreindum módelvöllum nema vera meðlimir í klúbbi og þar með tryggðir. Þeir sem smíða módel sem eru yfir 7 kg þurfa að láta eftirlitsmenn dönsku flugmódelsamtakanna skoða módelið og gefa því grænt ljós. Þeir sem fljúga þotum, sama hversu þungar þær eru, þurfa að láta gera slíkt hið sama. Ef módelið fer yfir 25 kg, þá er það ekki lengur flokkað sem módel og þá þarf undanþágur frá loftferðaeftirlitinu til að fljúga því.

Þetta er svipað í Englandi.

Þetta eru reglurnar sem ég er að tala um og sem ég vil helst ekki að einhver utanaðkomandi fari að skella yfir okkur vegna þess að þeir tóku allt í einu eftir að þær vantaði. Mynduð þið, t.d. treysta löglærðum fulltrúa sýslumanns, eða skrifstofumanni í Ísavía sem hafa ekkert vit á flugmódelum til að fara yfir og skoða módelin ykkar?

Þess vegna vil ég helst ekki að einhverjir lendi óvart í alvarlegum atvikum á óþægilegum stöðum.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara