FPV skref #1

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: FPV skref #1

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Mér mundi aldrei detta í hug að kaupa eða nota senditæki á 800-900 Mhz sviðinu. Þetta er eiginlega það tíðnisvið sem er verst að nota og ég ráðegg mönnum ekki að vera að stelast í það. Þessar tíðnir eru notaðar í GSM 900 farsímanetinu og maður fær í besta falli bara truflanir af símum og sendistöðvum sem nær um allt land og vel það. Það er bara rugl að ætla að nota það hér á landi og maður hættir bara á að fólk fari að kvarta yfir truflunum og það er hægt að miða mann út gegnum GSM möstrin og senda löggunni hnitin.
Í USA er þetta tíðnisvið opið til almennra nota

Á vef Póst og fjarskiptastofnunar er hægt að finna lista yfir leyfilegar tíðnir undir Forsíða :: Tíðnir og tækni :: Tíðnisvið án leyfis
Því miður segir skjalið með lista yfir lágaflsbúnað sem ekki þarf leyfi fyrir ("SRD.xls") ekki alla söguna því allar leyfilegar tíðnir eru háðar miklum takmörkunu, fyrst og fremst um sendistyrk.

Maður gæti t.d. haldið að 868 MHz væri fín tíðni að nota en það eru tímatakmarkanir á henni sem framleiðendur eru skyldugir að harðkóða í tækin (10% duty cycle sem þýðir að tækið getur bara sent 6 mínútur af hverjum 60)
433MHz er önnur tíðni sem virðist frjáls að nota en þar má ekki nota nema 1mW sendistyrk minnir mig. Til þes að geta notað þetta svið löglega þarf maður réttindi radíóamatörs.

Það er ekkert að marka það þó tollurinn sleppi dóti í gegn. Nú orðið vita þeir ekkert í sinn haus og gá bara hvort CE merkið sé þarna en það er eins og við höfum áður rætt alveg gagnslaust til að vita hvort nota megi græjuna (eða jafnvel hvort hún sé nothæf).
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: FPV skref #1

Póstur eftir Agust »

Það má skjóta því að, að video radióhlekkir þurfa mun meiri bandbreidd en hlekkir sem flytja tal eða tiltölulega hæga gagnastrauma.

Til að flytja venjulegt videómerki þar um 5 MHz bandbreidd, en til að flytja tal eða lághraða gagnastraum þarf aðeins um 5 kHz bandbreidd. Sem sagt, 1000 faldur munur.

Þetta er ástæðan fyrir því að væntanlega fæst ekki leyfi fyrir videósendingum á öðrum tíðnum en 2,4 GHz eða 5,8 GHz. Á lægri tíðniböndum tæki ein vídeórás mest allt tíðnibandið sem er til umráða.

Það eru til tíðnisvið sem ætluð eru fyrir það sem kallast ISM, en það stendur fyrir Industrial, Scientific og Medical. Það þarf yfirleitt ekki leyfi til að nota þessi tíðnisvið, en búnaðurinn þarf að vera vottaður.

Á þessum tíðnisviðum ríkir óreiða og frumskógarlögmálið. Menn eru þar nánast á eigin ábyrgð og þýðir lítið að kvarta þó menn finni fyrir truflunum frá öðrum sendum á tíðnisviðunum. Margir kannast við CB bandið svokallaða á 27 MHz, sem mikið var notað á árum áður. Það er dæmi um svona "ruslakistuband" eins og menn kölluðu þessi tíðnisvið stundum í gamla daga, og gera kannski enn. Eitt sinn notuðu menn 27 MHz fyrir radíófjarstýringar, m.a. hér á landi, og urðu þá stundum fyrir verulegum truflunum. Við skulum líka hafa í huga að 2.4 GHz tíðnisviðið sem við notum er svokallað ISM tíðnisvið, en 35 MHz er það ekki. Við höfum 35 MHz út af fyrir okkur, en ekki 2.4 GHz. http://en.wikipedia.org/wiki/Electromag ... at_2.4_GHz

Mér þykir líklegt að einu tíðnisviðin sem koma til greina fyrir löglega videohlekki, sem ekki á að þarf leyfi fyrir, og ætlaðir eru m.a fyrir almenning, séu 2.4 GHz og 5.8 GHz. Í okkar tilviki kemur 2,4 GHz ekki til greina því við viljum ekki trufla sjálfa okkur, svo eftir stendur 5,8 GHz.

Um þessar almennu ISM tíðnir má lesa hér: http://en.wikipedia.org/wiki/ISM_band

Takið eftir að heiminum er skipt í svæði (region, http://en.wikipedia.org/wiki/ITU_region) og gilda mismunandi reglur þar. Það er ástæðan fyrir athugasemdunum Region 1 eða Region 2 í töflunni hér http://en.wikipedia.org/wiki/ISM_band.

Svo má ekki gleyma því að ákveðnar reglur gilda um sendiafl á hinum mismunandi samnýttu tíðnisviðum (ISM), og að í sumum tilvikum eru jafnvel ákvæði hve lengi má senda í hvert sinn (t.d. senda 10% og hlusta 90% tímans), en það er gert til að fleiri geti samnýtt tíðnisviðin..

Það er eftirtektarvert að Grænland tilheyrir sama svæði og Ameríka, en Ísland tilheyrir Evrópu.

---

Hér er smá lesmál fyrir áhugasama:
http://pixhawk.ethz.ch/
http://pixhawk.ethz.ch/wiki/tutorials/frequency




-

Það er betra að hafa Póst- og fjarskiptastofnun með í ráðum. Þeir hafa yfir að ráða tækjabíl með háu mastri sem hægt er að skjóta upp úr þakinu og setja á stefnuloftnet af ýmsum toga. Þeir eru ekki mjög lengi að miða út ólöglega senda. Þennan bíl var ég einmitt að skoða í gær...
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: FPV skref #1

Póstur eftir raRaRa »

Það væri fróðlegt að fá þráð á spjallinu sem tekur fyrir allar vinsælar tíðnir í FPV, 900MHz, 1.3GHz, 2.4GHz og 5.8Ghz. Þ.e. hvað er löglegast af öllu á íslandi, hvað væri best að nota o.sfv.

Annars væri 2.4GHz video sendir með UHF RC control frábær pakki. Bara passa upp á að fá góðan UHF sendir sem filterar harmonics. Ég veit að DragonLink hefur þannig filter.

Nánari upplýsingar um búnaðinn verða svaraðar í einkaskilaboðum :-)
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: FPV skref #1

Póstur eftir Agust »

Segið mér, hvaða drægni eru menn að hugsa um í First Person View FPV?

http://fpvpilot.com/default.aspx

Það væri örugglega ekki verra að vera með svona radíóleyfi ef menn eru að spá í FPV:
http://stjornartidindi.is/DocumentActio ... 88bb63fb67
Þeir sem eru með svona leyfi eru með ákveðinn status gagnvart Póst- og fjarskiptastofnun og því miklu auðveldara að eiga samskipti við þá. Sjá "Radíóamatörar" á vefsíðu þeirra: http://www.pfs.is/Default.aspx?cat_id=6. P&F hefur stundum veitt radíóamatörum undanþágu frá reglum vegna tilraunastarfsemi.

http://fpv-community.com/forum/showthread.php?tid=1663

http://shop.righthere.nu/fpv-long-range ... t_105.html

Vefsíða Íslenskra Radíóamatöra: http://www.ira.is

(Mitt kallmerki er TF 3 OM )
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: FPV skref #1

Póstur eftir raRaRa »

Það stefnir allt í að ég fái mér radíóamatör leyfi, ég Þarf bara að finna frekari upplýsingar um prófið og hvernig ég tek það.

Smá update á FPV:

Ég flaug mitt fyrsta FPV flug í gær sem var frábær upplifun! Ég flaug gróflega 1-2km í burtu og flaug einungis með skjá. Video sambandið var stöðugt allan tímann og hefði ég léttilega getað farið lengra. Sambandið rofnaði 2x (í sirka 1 sek) og var það vegna þess að flugvélin var staðsett þannig að vinur minn var óvart á milli ljóslínu móttakarans og vélarinnar.

Vinur minn var alltaf tilbúinn að segja mér hvar vélin væri ef sambandið myndi rofna (e. spotter).

Flogið var frá Víðidal og yfir Elliðavatn. Það er til smá video af þessu flugi á YouTube en þið getið fengið slóðina í einkaskilaboðum.
Passamynd
Ágúst25
Póstar: 22
Skráður: 25. Ágú. 2010 07:52:26

Re: FPV skref #1

Póstur eftir Ágúst25 »

eru einkaskilaboð á þessu spjalli?
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: FPV skref #1

Póstur eftir raRaRa »

Ah, afsakið, svo er víst ekki. Þú ættir að geta smellt á "Netfang" og sent tölvupóst með formi þar :)
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: FPV skref #1

Póstur eftir hrafnkell »

Smelltu á mig línu með myndbandinu, væri gaman að sjá hvort ég sjái húsið mitt :)
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: FPV skref #1

Póstur eftir Agust »

Nokkrir flugmenn sem líka eru radíóamatörar:

Arngrímur Jóhannsson TF5AD
Axel Sölvason TF3AX
Ágúst Bjarnason TF3OM
Benedikt Sveinsson TF3CY
Haraldur Þórðarson TF3HP
Stefán Sæmundsson TF3SE

Kannski gleymi ég einhverjum
http://ira.is/pages/viewpage.action?pageId=360543
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: FPV skref #1

Póstur eftir Gunni Binni »

Bara leita "FPV Iceland" :-)
kv.
GBG
Svara