Síða 2 af 4

Re: CNC skurðarborð

Póstað: 11. Okt. 2011 21:15:22
eftir Pitts boy
Jæja CNC smíðin mjakast áframm er búina að taka nokkrar myndir sem ég ætla að setja inn.

Fyrsta mátun á turninum við Brúnna og hún rann bara nokkuð auðveldlega :)
Mynd

Búið að monter fræsaran viðturninn og steper-mótorana fyrir Y og Z ásana.
Mynd

Stjórnborðið vírað og að verða klárt. Ég ætla að setja plexy plötu framan á kassan seinna meir þegar ég get fræst úr fyrir rofunum og viftuni á CNC borðinu sjálfu :)
Mynd

Tengibox undir skurðar borðinu (Kapplarnir úr stjórnborðinu koma í það og deilast út á mótorana og endastopps rofana)
Mynd

Og svo fyrsta run :) G-kóði sem fylgdi með Mach3 stýriforrytinu með tússpenna að vopni.
Mynd

Re: CNC skurðarborð

Póstað: 12. Okt. 2011 00:05:01
eftir einarak
glæsilegt, til lukku með áfangann. Hvaða færsluhraða nærðu svona með keðjudrifi? Áttu myndir af keðjusetupinu hjá þér?

Re: CNC skurðarborð

Póstað: 12. Okt. 2011 11:46:59
eftir Pitts boy
Takk.
Ég er með x og Y ásana stillta á max færsluhraða uppá að mig mynnir 3000mm/pr/mín (kemst hraðar en þá var ég bara orðin hræddur við hann Hehe...) Og Z er á 1500mm pr/mín.

Set inn fljótlega myndir af keðju setup-inu.

Re: CNC skurðarborð

Póstað: 12. Okt. 2011 18:49:09
eftir Pitts boy
Setti saman video með smíðina hingað til og fyrstu keirslu á borðinu.
Eftir G-kóða sem fylgdi Mach3 Stýriforritinu.


Re: CNC skurðarborð

Póstað: 21. Okt. 2011 14:02:53
eftir Pitts boy
That's one giant leap for a man, one small step for mankind :)

Nú er verið á fullu í þeirri vinnu sem maður nennir ekki að inna af hendi en það verður lítill árangur af verkefninu ef þessi vinna er ekki leist þeas. að læra á allt dótið og hugbúnaðinn í kringum þetta CNC dæmi allt saman.
Ég hef svo sem ekki talist neinn .cad snillingur hingaðtil en það er eitt af því sem maður verður að ná tökum á til að eitthvað komi út um hinn endann á verkefninu og líti þokkalega gáfulega út þegar skurði er lokið :D
Þannig að það er víst köld staðreynd að engar teikningar, engin hlutur úr CNC vélinni :rolleyes:

Og hér er svo fyrsta verkefni sem unnið er frá grunni og fór í gegnum allt ferlið !!! 13mm. fastur lykill úr Mdf. !!! Hehe... notagildi segir sig sjálft! hann flýtur á vatni og er úr umhverfisvænu efni. :)

Mynd

Og eins og áður sagði: That's one giant leap for a man, one small step for mankind :)

Re: CNC skurðarborð

Póstað: 23. Okt. 2011 02:49:07
eftir Gaui K
Lofar góðu :)

Re: CNC skurðarborð

Póstað: 23. Okt. 2011 14:27:35
eftir Pitts boy
Já Gaui Stik-inn verður flottir þegar við SKUTLUM :) Honum í gegnum Græjuna :D

Re: CNC skurðarborð

Póstað: 23. Okt. 2011 17:23:33
eftir Gaui K
Já ! líst mjög vel það :)

Re: CNC skurðarborð

Póstað: 24. Okt. 2011 17:33:14
eftir Palmi
Dj...sins argandi gargandi snild!

Re: CNC skurðarborð

Póstað: 24. Okt. 2011 19:57:35
eftir Þórir T
Ég má til með að "monta" mig aðeins, en ég fór áðan í heimsókn til Einars að skoða þetta undur og þetta er vægast sagt
algjör snilld hjá drengnum! Allt svo flott útfært og vel frá gengið, og svo þegar græjan fór í gang með öllum tilheyrandi hljóðum og tístum, þá fannst mér bara vanta hvíta sloppinn á gæjann, því þetta var eins og á tilraunastofu!
Alveg hrikalega flott hjá þér Einsi!!!
Ég hlakka til að sjá meira "dót" koma útúr þessu tæki!!!!
Keep up the good work!!!!!! :)