Síða 2 af 3

Re: Í tilefni af nýja árinu, uppfærsla

Póstað: 3. Jan. 2012 00:41:57
eftir Björn G Leifsson
Fínt! Nú sleppur maður við að skruna alla leið niður til að smella á "Sýna nýlega pósta".
Eina sem ég þurfti var að skrá mig inn aftur.
Eftirlætisstillingin mín hélt sér meira að segja líka ( blái liturinn) og allt virkar fínt, líka í æ-pöddunni eins og áður. Við hérna í hinu umhverfinu vitum ekki einu sinni hvað ctrl-F-eitthvað er svo ég geri ráð fyrir að þess þurfi ekki hér.

Re: Í tilefni af nýja árinu, uppfærsla

Póstað: 3. Jan. 2012 00:47:15
eftir Björn G Leifsson
[quote=Sverrir]Ég uppfærði bakendann talsvert mikið... [/quote]

Svona?

:lol:

Re: Í tilefni af nýja árinu, uppfærsla

Póstað: 3. Jan. 2012 01:27:51
eftir Sverrir
[quote=Björn G Leifsson]Fínt! Nú sleppur maður við að skruna alla leið niður til að smella á "Sýna nýlega pósta".
Eina sem ég þurfti var að skrá mig inn aftur.
Eftirlætisstillingin mín hélt sér meira að segja líka ( blái liturinn) og allt virkar fínt, líka í æ-pöddunni eins og áður. Við hérna í hinu umhverfinu vitum ekki einu sinni hvað ctrl-F-eitthvað er svo ég geri ráð fyrir að þess þurfi ekki hér.[/quote]

Hva, er hún ekki upphafssíðan í vafranum hjá þér!? ;) Já, það mátti búast við að menn þyrftu innskráningu, sérstaklega ef þeir láta kerfið muna eftir sér á milli heimsókna. Það eru nokkrar sem eru hrifnari af bláa litnum og þar sem ég er svo einstaklega góður í mér þá hef ég látið það eftir þeim. :D

Fyrir þá sem eru í hinu umhverfinu þá er skipunin Epli(cmd) + Shift + R (í Firefox) eða þá að fara í gegnum valmyndina í vafranum. Halda inni Shift og smella á Refresh gæti virkað í Safari en ég hef ekki tök á að prófa það, valmyndarleiðin ætti líka að virka þar.


[quote=Björn G Leifsson][quote=Sverrir]Ég uppfærði bakendann talsvert mikið... [/quote]

Svona? :lol:[/quote]

Nahhh, byrjaði að deita Vidu... Mynd

Re: Í tilefni af nýja árinu, uppfærsla

Póstað: 3. Jan. 2012 12:19:01
eftir Jónas J
Það er ómögulegt að þurfa að loga sig inn í hvert skipti sem maður fer inná fréttavefin :(
Það þurfti ekki í gömlu útgáfunni :)

Annars er þetta mjög fínt ;)

Re: Í tilefni af nýja árinu, uppfærsla

Póstað: 3. Jan. 2012 14:01:52
eftir Sverrir
Þess þarf ekki heldur í dag, ef þú ert að lenda í því hreinsað þá út allar Fréttavefskökur.

Mynd

Re: Í tilefni af nýja árinu, uppfærsla

Póstað: 3. Jan. 2012 14:08:18
eftir Jónas J
Flott !!!! :)

Re: Í tilefni af nýja árinu, uppfærsla

Póstað: 3. Jan. 2012 14:37:42
eftir Sverrir
[quote=Björn G Leifsson]Fínt! Nú sleppur maður við að skruna alla leið niður til að smella á "Sýna nýlega pósta".
[/quote]

Þetta lítur svona út í dag, ef staðnæmst er með músina yfir viðkomandi hlekk sést nánari útskýring á honum, Nýlegir eru það sem hét áður Sýna nýlega pósta.

Mynd

Re: Í tilefni af nýja árinu, uppfærsla

Póstað: 3. Jan. 2012 19:30:33
eftir Agust
[quote=Sverrir]Ég uppfærði bakendann talsvert mikið hér á spjallinu. Það gæti borgað sig að halda inni Ctrl og ýta svo á F5 til að þvinga vafrann ykkar til að ná í allar skrár upp á nýtt. Látið mig endilega vita ef þið rekist á eitthvað skrýtið eða öðruvísi en þetta ætti vonandi að ganga vel fyrir sig! :cool:[/quote]

Hvar er þetta Ctrl og F5 á iPad?

Re: Í tilefni af nýja árinu, uppfærsla

Póstað: 3. Jan. 2012 19:36:58
eftir Sverrir
Ef þú ert að nota Safari farðu þá í Settings > Safari og þar neðarlega í valmyndinni finnurðu Clear History | Cookies | Cache.

Re: Í tilefni af nýja árinu, uppfærsla

Póstað: 3. Jan. 2012 21:17:41
eftir Siggi Dags
Takk fyrir frábæran vef. Þú vinnur gott starf í áhugamálsins þágu!

Stór þumall upp .........!