Síða 2 af 4
Re: FPV Selfoss
Póstað: 24. Jan. 2012 21:58:27
eftir Þórir T
Mér hefur nú ekki gengið vel að fá upplýsingar hér um kostnað við hinar ýmsu skemmtanir. En þetta er að losa rúmlega 1000$ það sem ég er búinn að kaupa, það er nátturlega fyrir utan fjarstýringuna sjálfa sem ég átti til.
Svo er spurning um það hvað tollurinn verður "blíður" hver loka niðurstaðan verður..
Hvað segið þið hinir sem eruð búnir að fjárfesta?
Re: FPV Selfoss
Póstað: 24. Jan. 2012 22:17:18
eftir raRaRa
Ég mæli með að lesa
http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1494373
Þarna eru allskonar uppsetningar á Skywalker, mjög fróðlegt.
Re: FPV Selfoss
Póstað: 25. Jan. 2012 10:12:25
eftir Þórir T
Góðar fréttir, Dragonlink komið í hús, ekkert vesen!
Sáralítil gjöld í ofanálag!
Pakkinn var merktur "Toy parts" og value sem var langt undir raunvirði!
Re: FPV Selfoss
Póstað: 27. Jan. 2012 11:31:32
eftir hrafnkell
Þú hefur verið heppnari með tollara en ég... Þeir spurðu ekkert útí innihaldið hjá mér, vildu bara reikning og kíktu sjálfir í pakkann og sögðu mér að hann kæmist ekki inn og þyrfti að endursenda.
Re: FPV Selfoss
Póstað: 27. Jan. 2012 16:33:28
eftir Þórir T
Já þetta er í fyrsta skipti sem ég er reglulega ánægður með tollarana, kominn tími til!
Re: FPV Selfoss
Póstað: 7. Feb. 2012 17:48:14
eftir Þórir T
Jæja nú er síðasti skammturinn kominn, tollurinn reyndi að stoppa myndavéla hlutann á þeim forsendum að hann væri ekki CE merktur, vissi samt greinilega ekki alveg hvað þetta var, þar sem þeir sögðu að fjarstýringin væri ekki ce merkt, ég sagði þeim þá á hvaða tíðni þetta væri og það væri búið a flytja inn fullt af samskonar dæmi inn. Ótrúlegt, þeir keyptu þessa skýringu, og fengu þar með annað prik í hattinn hjá mér amk... reyndar ekki stórt, þar sem aðflutningsgjöldin voru í hærri kantinum, en ég fyrirgef það samt..
Nú er bara að byrja að grúska fyrir alvöru..
Re: FPV Selfoss
Póstað: 7. Feb. 2012 19:40:25
eftir Árni H
Nú vantar bara GoPro eða sambærilega myndavél á listann hjá þér þannig að við getum fylgst með ósköpunum...
Re: FPV Selfoss
Póstað: 7. Feb. 2012 19:46:09
eftir raRaRa
Frábært að heyra! Ég var einmitt að kaupa Skywalker fyrir 2 dögum frá BEVRC ásamt CE OSD, 980kv motor, 9x6 prop, 5000mAh 4s battery og 5x metal gear servos. Ég keypti líka carbon ribbon sem ég mun setja á vængina. Vængirnir á Skywalker 5.1 eru mjög viðkvæmir við álagi og myndi ég segja að það sé algjört lykilatriði að styrkja þá.
En svo var ég líka dálítið óheppinn af því það var að koma út nýr Skywalker í dag, bara ef ég hefði vitað það fyrirfram! Nýji Skywalkerinn er með endurhannaðan væng sem er 1900mm (sá gamli var með 1680mm minnir mig).
En það verður gaman að sjá FPV myndbönd frá Selfossi! Mundu bara að hafa center of gravity rétt
Re: FPV Selfoss
Póstað: 7. Feb. 2012 21:48:57
eftir Gaui
... og ekki gera neitt sem við myndum ekki gera ...
Re: FPV Selfoss
Póstað: 7. Feb. 2012 23:50:14
eftir Þórir T
hehe nei Gaui þú getur sko bókað það!
En að öllu gamni slepptu, þá var tekið létt skoðun á búnaðinum í kvöld og sumt prófað lauslega. Við fyrstu sýn virðist amk allt virka, þó þessu hafai verið "riggað" lauslega upp.