Síða 2 af 2

Re: Hleðslutæki fyrir Futaba T8FG Super

Póstað: 31. Jan. 2012 19:27:08
eftir eibsen
Ég þakka fyrir öll innlegginn. Úr því menn minnast á servóa þá keypti ég eingöngu Futaba servóa hér áður enda þóttu þeir góðir þá. Hvaða servóa tegundir eru að standa sig skást í dag (hef mestan áhuga á 9gr í bili)? Ég hef skoðað vefinn hans Bruce oft og reglulega og það hefur meira að segja hvarflað að mér að styrkja karlinn enda skemmtilegur vefur hjá honum.

Reyndar er vefurinn ykkar einnig mjög góður og fullt af flottu efni hér. Sérstaklega gaman að lesa fróðleik Ágústar um IRA og FPV. Ég ætlaði að skella mér á DragonLink og RangeVideo 1.3Ghz, en eftir að hafa lesið greinar þínar Ágúst þá verður þetta sennilega bara 2,4Ghz og 5.8Ghz. (Enda skilst mér á þeim sem reynt hafa að flug yfir 5km í FPV sé hreinlega leiðinlegt (langdregið) og hef ég hug á að halda mig við <3km þegar ég fer af stað í FPV-ið vonandi næsta sumar.)

Re: Hleðslutæki fyrir Futaba T8FG Super

Póstað: 31. Jan. 2012 19:37:35
eftir Sverrir
Stóru merkin þrjú eru alltaf traust, JR, Futaba og Hitec

Futaba S3114 koma mjög vel út í minni flokknum.

Re: Hleðslutæki fyrir Futaba T8FG Super

Póstað: 31. Jan. 2012 19:46:11
eftir Björn G Leifsson
Ég festist við Hitec, sem aldrei hefur svikið mig. Þægilegt að nota eina "vörulínu" sem maður þekkir. Hef notað einhver kínaservó í frauðdót en mundi aldrei nota nema stóru merkin í dýrindin. Á smá haug af "noname" frá HK ef einhver vill sjá hvernig servó eiga ekki að vera. Þeir selja líka Hitec ef ég man rétt en fara varla að selja nema ekta vörumerki. Öðru máli gegnir um E-bay sölur.