Widebody samvinnuverkefni
Re: Widebody samvinnuverkefni
[quote=Gaui]Ég reyndi að fá upplýsingar um þetta módel frá framleiðandanum í Argentínu (http://camodel.com.ar/shop/index.php) en leit á síðunni bar engan árangur. Hvar fenguð þiið þessi módel?
[/quote]
Það var herramaður, Sigurður að nafni sem auglýsti þessi kit til sölu hér á módelspjallinu.
Kem til með að prenta út leiðbeiningarnar sem þú fannst Gaui, margfalt betri en þær sem fylgdu vélunum.
[/quote]
Það var herramaður, Sigurður að nafni sem auglýsti þessi kit til sölu hér á módelspjallinu.
Kem til með að prenta út leiðbeiningarnar sem þú fannst Gaui, margfalt betri en þær sem fylgdu vélunum.
Hrannar Gestsson, Patreksfirði
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Re: Widebody samvinnuverkefni
Tókum létta smiðjurispu í kveld, Vaskur ráðgjafi og Kristján mættu galvaskir:
Flugdagskráin að taka á sig mynd:
Stjórnin að störfum (ritarinn er bakvið myndavélarlinsuna), eins og sjá má var ráðgjafinn duglegur við að hvetja okkur og hughreysta með vinalegu klappi á öxl:
Á hvaða stað skyldi þessi spýta svo enda?
Smiðjustjórinn föndrar við skrokkhliðar:
Hva, ég er búinn að panta frá Towerhobbies!
Tríóið að máta, snikka og púsla:
Þetta dettur næstum því saman, þó eru sum götin fyrir flipana með bogadregnar hliðar, smá pússivinna og allir glaðir:
Ráðgjafinn segir: "Elsku kallinn minn, fáðu nú dótið til að passa almennilega áður en þú límir!!!"
Skrokkar tveir að raðast saman:
Ekkert lím var brúkað í þetta sinn, fókusinn var á að fá allt til að falla vel saman og bögglast í gegnum næstu skref smíðinnar stórslysalaust:
Kveðjum í bili, þar til næst:
Flugdagskráin að taka á sig mynd:
Stjórnin að störfum (ritarinn er bakvið myndavélarlinsuna), eins og sjá má var ráðgjafinn duglegur við að hvetja okkur og hughreysta með vinalegu klappi á öxl:
Á hvaða stað skyldi þessi spýta svo enda?
Smiðjustjórinn föndrar við skrokkhliðar:
Hva, ég er búinn að panta frá Towerhobbies!
Tríóið að máta, snikka og púsla:
Þetta dettur næstum því saman, þó eru sum götin fyrir flipana með bogadregnar hliðar, smá pússivinna og allir glaðir:
Ráðgjafinn segir: "Elsku kallinn minn, fáðu nú dótið til að passa almennilega áður en þú límir!!!"
Skrokkar tveir að raðast saman:
Ekkert lím var brúkað í þetta sinn, fókusinn var á að fá allt til að falla vel saman og bögglast í gegnum næstu skref smíðinnar stórslysalaust:
Kveðjum í bili, þar til næst:
Hrannar Gestsson, Patreksfirði
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Re: Widebody samvinnuverkefni
Það hefur greinilega gleymst að setja Flugkomu FMFA 11. ágúst á blaðið!
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Widebody samvinnuverkefni
[quote=Gaui]Það hefur greinilega gleymst að setja Flugkomu FMFA 11. ágúst á blaðið!
[/quote]
Og merkja rautt við afmælisflugkomu (20ára)FMS stórflugkomu á Arnarvelli 02 og 03 júní. Það má ekki missa af þessu. Þarna koma m.a erlendir módelflugmenn á heimsmælikvarða.
kv
MK
[/quote]
Og merkja rautt við afmælisflugkomu (20ára)FMS stórflugkomu á Arnarvelli 02 og 03 júní. Það má ekki missa af þessu. Þarna koma m.a erlendir módelflugmenn á heimsmælikvarða.
kv
MK
Re: Widebody samvinnuverkefni
[quote=Gaui]Það hefur greinilega gleymst að setja Flugkomu FMFA 11. ágúst á blaðið!
[/quote]
Biðst innilega afsökunar en það á sér eðlilega skýringu, þegar ég hnoðaði saman skjalinu samkvæmt atburðasíðu Fréttavefsins, þá var flugkoman ykkar ekki komin inn, en úr því verður snarlega bætt og lítið mál að kippa í liðinn.
Annars þér að segja er ég mikið að hugsa um að taka nokkra frídaga kringum umrædda helgi, löngu orðið tímabært að endurnýja kynnin af Norðurlandinu
[quote=maggikri]
Og merkja rautt við afmælisflugkomu (20ára)FMS stórflugkomu á Arnarvelli 02 og 03 júní. Það má ekki missa af þessu. Þarna koma m.a erlendir módelflugmenn á heimsmælikvarða.
kv
MK[/quote]
Reddum því, Maggi, lítið mál. Þar sem sjómannadagurinn er einu sinni á ári, en fólk og félög halda upp á tvítugsafmæli einu sinni á ævinni, þá kem ég til með slaufa sjómannadagshelginni og boða hér með formlega komu mína á Arnarvöll
[/quote]
Biðst innilega afsökunar en það á sér eðlilega skýringu, þegar ég hnoðaði saman skjalinu samkvæmt atburðasíðu Fréttavefsins, þá var flugkoman ykkar ekki komin inn, en úr því verður snarlega bætt og lítið mál að kippa í liðinn.
Annars þér að segja er ég mikið að hugsa um að taka nokkra frídaga kringum umrædda helgi, löngu orðið tímabært að endurnýja kynnin af Norðurlandinu
[quote=maggikri]
Og merkja rautt við afmælisflugkomu (20ára)FMS stórflugkomu á Arnarvelli 02 og 03 júní. Það má ekki missa af þessu. Þarna koma m.a erlendir módelflugmenn á heimsmælikvarða.
kv
MK[/quote]
Reddum því, Maggi, lítið mál. Þar sem sjómannadagurinn er einu sinni á ári, en fólk og félög halda upp á tvítugsafmæli einu sinni á ævinni, þá kem ég til með slaufa sjómannadagshelginni og boða hér með formlega komu mína á Arnarvöll
Hrannar Gestsson, Patreksfirði
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Re: Widebody samvinnuverkefni
Föstudagskvöld þýðir bara eitt hér í Patreksborg, skundað skal í smiðjuna og þyrlað upp balsaryki. Sem betur fer komst epoxyskipalestin heil heim í höfn á réttum tíma, og nú skulu skálmar standa niður úr höttum:
Smá hliðarskref, dútlaði aðeins í vinnunni og smíðaði fót undir standinn fyrir Kobba
Einnig fékk ég sendan Packard mótor smíðaðan með leyfi frá Rolls-Royce, svo þegar Widebody verður flughæf er kominn tími til að vekja upp gamlan draug.
En, þar sem við eru orðnir vel birgir af epoxy, þá er ekkert annað í stöðunni en að ráðast á vængina. Byrjað var á að saga listana á frambrúninni gróflega til með bakkasög, málningarlímband sett yfir staði sem eiga ekki að pússast á þessu stigi og síðan hjólað í gripinn með grófum sandpappír.
Þegar sandpappírinn er farinn að grípa í límbandið er það fjarlægt og skipt yfir í fínni sandpappír og varlega pússað þar til allt flúttar vel saman.
Lítur vel út
Næst var að senda hefilinn af stað og takið eftir, gróflega forma til listann á frambrúninni:
Sem betur fer mætti gamalreyndur hefilstjóri eftir að hafa lokið af húsbóndastörfum:
"Der fuhrer" undirbýr vænginn undir heflun og pússivinnu, eins og sjá má þá þarf að fjarlægja vænan slurk af efni:
Eftir að hafa heflað og pússað var komið að því að forma frambrúnina á vængnum, og var það gert með "skóburstaraaðferðinni"
Þarna notaði ég mjög fínan sandpappír (P600) og þurfti ekki mikinn tíma eða þolinmæði til að klára það dæmi.
Nýtt sjónarhorn á smiðsauga foringjans:
Og svo var pússað:
Það fer að koma að því að sameina vænghelmingana, og við vitum þar verður epoxy í aðalhlutverki. En yfir samskeytin fer trefjadúkur, einhver meðmæli um það vinnuferli?
Smá hliðarskref, dútlaði aðeins í vinnunni og smíðaði fót undir standinn fyrir Kobba
Einnig fékk ég sendan Packard mótor smíðaðan með leyfi frá Rolls-Royce, svo þegar Widebody verður flughæf er kominn tími til að vekja upp gamlan draug.
En, þar sem við eru orðnir vel birgir af epoxy, þá er ekkert annað í stöðunni en að ráðast á vængina. Byrjað var á að saga listana á frambrúninni gróflega til með bakkasög, málningarlímband sett yfir staði sem eiga ekki að pússast á þessu stigi og síðan hjólað í gripinn með grófum sandpappír.
Þegar sandpappírinn er farinn að grípa í límbandið er það fjarlægt og skipt yfir í fínni sandpappír og varlega pússað þar til allt flúttar vel saman.
Lítur vel út
Næst var að senda hefilinn af stað og takið eftir, gróflega forma til listann á frambrúninni:
Sem betur fer mætti gamalreyndur hefilstjóri eftir að hafa lokið af húsbóndastörfum:
"Der fuhrer" undirbýr vænginn undir heflun og pússivinnu, eins og sjá má þá þarf að fjarlægja vænan slurk af efni:
Eftir að hafa heflað og pússað var komið að því að forma frambrúnina á vængnum, og var það gert með "skóburstaraaðferðinni"
Þarna notaði ég mjög fínan sandpappír (P600) og þurfti ekki mikinn tíma eða þolinmæði til að klára það dæmi.
Nýtt sjónarhorn á smiðsauga foringjans:
Og svo var pússað:
Það fer að koma að því að sameina vænghelmingana, og við vitum þar verður epoxy í aðalhlutverki. En yfir samskeytin fer trefjadúkur, einhver meðmæli um það vinnuferli?
Hrannar Gestsson, Patreksfirði
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Re: Widebody samvinnuverkefni
Fyrsta ráð: ekki nota 5 mínútna epoxý ef þið viljið að límingin haldi. Ég nota svoleiðis bara þar sem límingin skiptir litlu sem engu máli (t.d. til að halda gaddaró á sínum stað). Lím sem harðna á svo skömmum tíma verða stökk og brotna auðveldlega.
Annað ráð: Glerfíber borða má setja á sinn stað með því að blanda saman vænan slurk af 30 mín. lími og þynna það örlítið -- ÖRLÍTIÐ -- út með rauðspritti. Þeir sem ekki hafa rauðspritt nota gjarnan hitabyssu til að láta límið flæða inn í fíberdúkinn og oní vængskinnið. EKKI nota tonnatak!
Annað ráð: Glerfíber borða má setja á sinn stað með því að blanda saman vænan slurk af 30 mín. lími og þynna það örlítið -- ÖRLÍTIÐ -- út með rauðspritti. Þeir sem ekki hafa rauðspritt nota gjarnan hitabyssu til að láta límið flæða inn í fíberdúkinn og oní vængskinnið. EKKI nota tonnatak!
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Widebody samvinnuverkefni
[quote=Gaui]Fyrsta ráð: ekki nota 5 mínútna epoxý ef þið viljið að límingin haldi. Ég nota svoleiðis bara þar sem límingin skiptir litlu sem engu máli (t.d. til að halda gaddaró á sínum stað). Lím sem harðna á svo skömmum tíma verða stökk og brotna auðveldlega.
Annað ráð: Glerfíber borða má setja á sinn stað með því að blanda saman vænan slurk af 30 mín. lími og þynna það örlítið -- ÖRLÍTIÐ -- út með rauðspritti. Þeir sem ekki hafa rauðspritt nota gjarnan hitabyssu til að láta límið flæða inn í fíberdúkinn og oní vængskinnið. EKKI nota tonnatak!
[/quote]
Kærar þakkir fyrir þessi heilræði Gaui, sem reyndar minnir manninn með veskið á að það þarf að kaupa meira rauðspritt, brúsinn tæmdist einmitt þetta kvöld
Annað ráð: Glerfíber borða má setja á sinn stað með því að blanda saman vænan slurk af 30 mín. lími og þynna það örlítið -- ÖRLÍTIÐ -- út með rauðspritti. Þeir sem ekki hafa rauðspritt nota gjarnan hitabyssu til að láta límið flæða inn í fíberdúkinn og oní vængskinnið. EKKI nota tonnatak!
[/quote]
Kærar þakkir fyrir þessi heilræði Gaui, sem reyndar minnir manninn með veskið á að það þarf að kaupa meira rauðspritt, brúsinn tæmdist einmitt þetta kvöld
Hrannar Gestsson, Patreksfirði
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Re: Widebody samvinnuverkefni
Bæ ðö vei,
Það rifjuðust upp gamlar minningar frá minni fyrstu smíð; Sig Kadet og þar var sagt í handbókinni að nota CA lím á trefjadúkinn. Meira að segja þá var það fyrsta sem mér datt í hug var "kanar eru klikk" og notaði ég 30 mín. epoxy óblandað á dúkinn.
Það rifjuðust upp gamlar minningar frá minni fyrstu smíð; Sig Kadet og þar var sagt í handbókinni að nota CA lím á trefjadúkinn. Meira að segja þá var það fyrsta sem mér datt í hug var "kanar eru klikk" og notaði ég 30 mín. epoxy óblandað á dúkinn.
Hrannar Gestsson, Patreksfirði
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams