CARF Ultra Flash

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
lulli
Póstar: 1292
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: CARF Ultra Flash

Póstur eftir lulli »

Ánægður með þig í tengjamálum, Þetta er miklu gæðalegra en stök tengi út um allt. Það verður stíll yfir ykkur Friðrik og Sverrir með flottar Ultrur :D
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Ultra Flash

Póstur eftir Sverrir »

Svo skemmir læsingin ekki fyrir!

Ekki gleyma Ingólfi, hans vél er nú ekki verri! ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Ultra Flash

Póstur eftir Sverrir »

Smá breytingar í kringum eldsneytiskerfið.

Boraði út filt klunkinn.
Mynd

Eins og sést þá passar filtið upp á eldsneytisslönguna, þægilegt þegar klunkurinn er settur á slönguna en getur einnig valdið veseni síðar meira ef filtið ýtist upp á slönguna.
Mynd

Notum öryggisvírinn til að minnka líkurnar á því.
Mynd

Ef rörbeygjugræjur eru ekki til staðar þá má bjarga sér með smá þolinmæði og einhverju sem passar inn í rörið.
Mynd

Mynd

Setti ryðfrítt rör í staðinn fyrir messing þar sem það fer í gegnum skvettuvörnina í eldsneytistanknum, það hefur komið fyrir að messingrörin skerast sundur. CARF menn gefa upp 125mm í mitt rör en fjarlægðin reyndist vera 90mm hjá mér.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Ultra Flash

Póstur eftir Sverrir »

Verið nóg að gera annars staðar en á smíðaborðinu upp á síðkastið en ég átti loksins smá tíma lausan í vélina. Svo sem ekkert óvænt komið upp á, mótorinn og útblástursrörið er komið á sinn stað og bara smá snikkeringar eftir í kringum það.

Tankarnir voru þrýstiprófaðir, fann smá nálarauga á aðaltankinum, vonandi koma ekki fleiri glaðningar í ljós þegar þeir fara í útskolun.
Mynd

Tækjaplöturnar byrjaðar að skríða saman.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: CARF Ultra Flash

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Flott utkoma Sverrir
Kv
EPE
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: CARF Ultra Flash

Póstur eftir Messarinn »

Magnað Sverrir
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Fridrik
Póstar: 119
Skráður: 25. Okt. 2007 21:10:28

Re: CARF Ultra Flash

Póstur eftir Fridrik »

flottur
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Ultra Flash

Póstur eftir Sverrir »

Félagi Marc hóf framleiðslu á þessum í fyrra, hafa gefist mjög vel.
Mynd

Allt að skríða saman.
Mynd

Mynd

Mynd

Þurfti aðeins að breyta mótorfestingunni.
Mynd

Mótorinn á sínum stað, þrjár UF á landinu og engin með sama mótor. :)
Mynd

Tækjaplöturnar komnar á sinn stað og með helstu íhlutum.
Mynd

11 rásir verða notaðar.
Mynd

Powerbox í formi Sensor í vélinni.
Mynd

Gróðurhúsið á sínum stað, það verður sennilega svart að lokum, þarf aðeins að semja við Magga fyrst. ;)
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Fridrik
Póstar: 119
Skráður: 25. Okt. 2007 21:10:28

Re: CARF Ultra Flash

Póstur eftir Fridrik »

Bara dugnaður, flottur frágangur.

Já og ég sem er með mestu sleggjuna um borð :s
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: CARF Ultra Flash

Póstur eftir Ingþór »

Félagi Marc hóf framleiðslu á þessum í fyrra, hafa gefist mjög vel.
Er þetta það sama og við köllum heddertank í þyrlunum?

11 rásir verða notaðar.
Ertu búinn að fá þér 18MZ?

Gróðurhúsið á sínum stað, það verður sennilega svart að lokum, þarf aðeins að semja við Magga fyrst.
Ef það væri kosning myndi ég setja X við gegnsætt, frágangurinn er svo flottur að það er synd sýna hann ekki, amk til að byrja með. Alltaf hægt að breyta glæru í svart en verra að gera það á hinin veginn.
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Svara